Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 40
40 4. desember 2010 LAUGARDAGUR V algerður Guðnadóttir er þaulvön sviðsljósinu, hún var þekkt þegar hún var enn í Verzlunarskólanum og var valin til að syngja aðalkvenhlutverkið í West Side Story Í Þjóðleikhúsinu. Þrátt fyrir mikla reynslu segir Valgerður það öðruvísi og einstaka tilfinningu að fá fyrstu sólóplötuna í hendurnar. „Maður verður næstum því feim- inn, þetta er svo persónulegt og stórt skref,“ segir Valgerður, sem er afar ánægð með afraksturinn. „Hún er eig- inlega sett upp eins og ástarsaga, lögin völdust þannig inn. Upphaflega langaði mig að gera plötu sem væri meira sam- sull af lögum sem mér þykir gaman að syngja, ég er til dæmis mjög hrifin af stríðsáratónlist og kvikmyndatónlist. En svo þrengdum við sjónarhornið og aðaláherslan varð á lög frá sjöunda og áttunda áratugnum fyrir utan eitt, Draumaprinsinn. Ég valdi lögin aðal- lega sjálf en þeir Þorvaldur Bjarni, Vignir Snær og Eiður Arnarson hjá Senu komu líka að lagavalinu,“ segir Valgerður. Lögin eru í útsetningum fyrir strengi og gítar, textarnir á erlendu lögunum hafa verið íslenskaðir og fékk Valgerður meðal annars bróður sinn í verkið. „Hann er mikill tónlistarnörd og lunkinn textasmiður og gerði þetta mjög vel. Hann starfar reyndar sem læknir þannig að hann er aðeins utan við sitt svið í textasmíðinni,“ segir Val- gerður. Samrýnd fjölskylda Fjölskyldan kemur með óbeinum hætti við sögu á plötunni á annan hátt. Val- gerður segir lögin mörg hafa verið í uppáhaldi hjá móður sinni, Krist- ínu Sigmundsdóttur, sem lést fyrir nokkrum árum. „Mamma var alltaf að syngja, hún var með bjarta rödd og fallega sem hljómaði um húsið. Hún smitaði mig þannig af áhuga á tónlist og reyndar líka kvikmyndum og leik- urum. Hún sagði mér oft frá leikurum og bíómyndum, þeirra heimur var oft eins og ævintýraheimur til að stíga inn í,“ segir Valgerður, sem enn hefur gaman af því að fara á bíó eins og hún orðar það. „Vinkonur mínar segja stundum við mig að ég sé forn í fasi og talsmáta, enginn annar undir sextugu segist fara á bíó heldur í bíó. En það kemur kannski til af því að foreldrar mínir voru orðnir frekar gamlir þegar ég fæddist, mamma 44 og pabbi, Guðni Ingimundarson, fimmtugur. Það var bara hlustað á Rás eitt þegar ég var lítil og svo var kaffiilmur í eldhúsinu og oftast einhver heima,“ segir Val- gerður og ljómar við minninguna um fjölskylduhúsið sem var á horni Lang- holtsvegar og Álfheima. Þar ólst hún upp í næsta nágrenni við Laugardal- inn, sem var alls ólíkur því sem hann er í dag. „Laugardalurinn var eins og sveit þegar ég var krakki, sveitabæir og hestar í girðingu. Það var dásamlegt að vakna á sumrin, heyra í pabba slá grasið og hlaupa beint út í garð. Á efri hæðinni bjuggu svo afi og amma í föð- urætt. Þetta var ekta fjölskylduhús,“ segir Valgerður dreymin og bætir við að hana langi að endurtaka leikinn, búa í húsi sem rúmi sig, manninn, dæturn- ar þrjár og tengdamóður. „Við erum að velta þessu fyrir okkur en það mætti vera án drauganna sem voru á sveimi á Langholtsveginum,“ segir hún og upp- lýsir að afi hennar, amma og pabbi hafi öll séð meira en venjulegt fólk, verið það sem kallast skyggn, mamma henn- ar hafi til dæmis séð fyrir sjóslys er hún var lítil. Fór í söngnám í London Valgerður er yngst sex systkina sem fædd eru á bilinu frá 1953 til 1976. Hún segir systkinin öll listræn þó að hún hafi ein fetað þá braut og sam- rýnd eru þau. „Við erum eiginlega eins og klan þegar við komum öll saman, öll með börn, sum barnabörn. Þegar við komum saman er það ekki eins og venjulegar veislur heldur ættar- mót. Við stöndum þétt saman og enn frekar eftir að við misstum foreldra okkar,“ segir Valgerður. „Mamma fékk Alzheimer þegar ég var unglingur en það ágerðist mjög þegar ég var í söng- námi í London. Hún dó fyrir þremur árum en pabbi árið 2003.“ Móðir Valgerðar var Vestfirðingur í aðra ættina en norsk í hina. Í henni blundaði ferðaþrá og hún hvatti Val- gerði óspart til að ferðast og fylgja hjartanu í starfsvali. „Ég held að hún hefði orðið mjög ánægð með leiðina sem ég valdi mér,“ segir Valgerður, sem hefur búið bæði í London og Mont- pellier í Frakklandi. „Ég fór í söng- nám í Guildhall í London að loknum söng skólanum hér heima. Ég eignað- ist dóttur úti með þáverandi sambýlis- manni mínum en gat ekki hugsað mér annað en að drífa mig heim með hana því mamma og pabbi voru bæði orðin veik og svo fannst mér dálítið erfitt að vera með ungbarn í London.“ Þegar heim kom árið 2002 segist Valgerður hafa verið hálf týnd. „Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti af mér að gera, þegar maður hefur verið í burtu þá gleymist maður dálítið. En svo hringdi vinur minn í mig og bauð mér í prufu fyrir Sumaróperuna, þar söng ég svo í þrjú ár. Smám saman komst ég á skrið og var komin á ágæt- is ról þegar ég og tvær systur mínar og Rögnvaldur kærastinn minn ákváðum að láta gamlan draum rætast og fara til Frakklands til að læra frönsku. Fólki fannst við spes að rífa okkur upp, þær fengu leyfi í sinni vinnu. Systurnar til Frakklands Sú næstelsta af okkur fjórum, Soffía, átti uppkomið barn, Kristín tók með sér eina fimm ára og ég var með dótt- ur mína með hléum, hún var líka hér í leikskóla,“ segir Valgerður og rifjar brosandi upp minningar frá ógleym- anlegum vetri. „Þetta gekk mjög illa í fyrstu, við kunnum mjög lítið í frönsku og gekk illa að finna íbúð. Svo kynnt- umst við hótelstýru sem rak skelfi- lega fyndið hótel sem eitt sinn hafði verið hóruhús og leit svolítið þannig út ennþá. Hún hjálpaði okkur að finna íbúð og varð svona góð vinkona okkar. Ástarsaga á nýrri plötu Valgerður Guðnadóttir söng sig inn í hjörtu þjóðarinn- ar í hlutverki Maríu í Söngvaseið. Nú hefur hún gefið út sína fyrstu sólóplötu, Draumskóg, sem hún segir stórt skref og persónulegt. Sigríður B. Tómasdóttir hitti Val- gerði á kaffihúsi árla morguns á fullveldisdaginn. VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR Dreymir um að búa í fjölskylduhúsi eins og hún ólst upp í. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Valgerður um lögin á plötunni: 1. Við arineld „Heyrði útgáfu Erlu Stefánsdóttur sem gerði lagið frægt 1968 og kolféll fyrir fallegu melódíunni hans Magnúsar Eiríks.“ 2. Ský á himni „Alltaf verið hrifin af Spilverki þjóðanna og gaman að syngja það með nýjum íslenskum texta eftir Valgeir Guðjónsson.“ 3. Maðurinn (The Man with the Child in His Eyes) „Kate Bush er mikið uppáhald og ekki verra að syngja textann hans Guðna bróður.“ 4. Draumaprinsinn „Skemmtilegt að nálgast þetta snilldarlag með gítar og strengjum.“ 5. Meir (More) „Hlustaði á Ellý Vilhjálms syngja þetta í útvarpinu í eldhúsinu heima sem barn og hreifst af.“ 6. Ljóð um ástina „Annað Spil- verkslag sem smellpassaði inn í konseptið og klæddi röddina mína.“ 7. Orfeus og Evridís „Þetta lag er að mínu mati eitt af fallegustu lögum Megasar.“ 8. Ástarsaga (Love Story) „Frægt kvikmyndalag sem fékk marga til að fella tár í denn og mér finnst ákaflega fallegt.“ 9. Dimmar rósir „Elskaði þetta lag þegar ég var unglingur og fannst spennandi að syngja það í frábærri strengjaútsetningu Þorvaldar Bjarna.“ 10. Bláu augun þín „Gamalt uppáhald hjá mér og eitt af allra fallegustu lögum Gunnars Þórðarsonar.“ 11. Dreymdu lítinn draum um mig (Dream a Little Dream of Me) „Fékk Guðna bróður til að semja íslenskan texta við þetta fræga lag þegar ég var sautján ára og dreymdi alltaf um að syngja það inn á plötu.“ UPPÁHALDSLÖG Á ÁBREIÐUPLÖTU Svo ferðuðumst við um, drukkum í okkur Frakkland og franska menn- ingu og lærðum frönsku, vorum reynd- ar orðnar alveg ágætar í henni undir lokin.“ Frakklandsveturinn varð hálfgert frí frá söngnum, segir Valgerður. „Mig langaði aðeins til að kúpla mig frá söngn- um, sem vinum mínum og þeim sem hafa vit í hausnum fannst alveg fáránlegt, að stinga af þegar fer að ganga vel. Þannig að nú verð ég svolítið að passa mig að fara ekki að æða af stað til útlanda,“ segir Valgerður og hlær. Verkefnin fóru reyndar fljótt að ber- ast eftir heimkomuna og svo eignaðist Valgerður tvö börn með Rögnvaldi sam- býlismanni sínum með tveggja ára milli- bili. „Það má eiginlega segja að ég hafi verið ólétt eða með lítið barn á tímabil- inu 2005 til 2008. Ég fór í frönsku og gekk vel en svo kom Söngvaseiður og eftir að ég hreppti hlutverkið var mjög mikið að gera. Ég æfði náttúrlega með tveimur krakkahópum, sem voru alveg yndislegir, en þetta var hörkuvinna.“ Valgerður vissi að hún væri rétta mann- eskjan í hlutverkið og var ekkert feim- in við að sannfæra Þórhall Sigurðsson leikstjóra um það. Og hann hefur ekki séð eftir valinu því hún hlaut Grímu- verðlaunin fyrir vikið. Á góðu skriði „Þetta er algjört draumahlutverk en krefjandi, ég var mjög mikið á svið- inu. Þetta var strembið en óskaplega skemmtilegt og ég fann strax að hlut- verkið átti vel við mig.“ Valgerður heillast af söngleikjum, lærði klassískan söng en hlutirnir hafa æxlast þannig að hún hefur hald- ið meira út á braut dægurtónlistar en hún kannski hélt í fyrstu. „En ég myndi svo sem ekki geta sungið eistneska Ave Maríu, eins og ég er að fara að gera með Söngsveit- inni Fílharmóníu á næstunni, ef ég hefði ekki lært klassískan söng,“ segir Valgerður brosandi. Hún hefur líka ýmislegt á prjónunum á næstunni. „Ég kenni söng ásamt Jóhönnu Þór- hallsdóttur hjá Söngskóla Sigurðar Demetz í stórskemmtilegri deild sem heitir Þvert á stíl. Svo er ég að fara að syngja á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar og það er eitt og annað í bígerð. Mig langar til að fylgja plöt- unni eftir með fleiri tónleikum. Eftir áramótin kemur út önnur plata þar sem ég syng dúetta eftir Jóhann Helgason ásamt Edgari Smára, svo eitthvað sé nefnt. Ég er á góðu skriði og þá lætur maður hlutina gerast,“ segir Valgerð- ur að lokum. Mig langaði aðeins til að kúpla mig frá söngnum sem vinum mínum og þeim sem hafa vit í hausnum fannst alveg fáránlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.