Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 48
48 4. desember 2010 LAUGARDAGUR Þ etta er alveg rosalega gaman,“ segir Arn- dís Halla Ásgeirs- dóttir, sem segja má með sanni að sé díva hinnar viðamiklu hestasýningar Apassionata, sem hófst fyrr í mánuðinum og mun fara víða um Evrópu á næstu mán- uðum. Arndís Halla ber titilinn „The Voice of Apassionata,“ eða „Rödd sýningarinnar,“ og syngur eigin lög og texta meðan menn og hestar leika listir sínar á gólfinu. Og það sem meira er, Arndís Halla syngur eingöngu a íslensku. „Við verðum meira og minna úti um alla Evrópu á næstu mánuðum,“ sagði hún þegar Frétta- blaðið sló á þráðinn til hennar. Þá var hún stödd í Zürich, þar sem sýna átti þá helgina. Apassionata-sýningin var fyrst sett upp fyrir átta árum. Hún er þó mjög breytileg milli ára, þar sem ný atriði koma inn en eldri eru felld út. Íslenski hesturinn fer með stórt hlutverk í henni þetta árið. „Í gegnum árin hef ég reynt hvað ég get að kynna Ísland eins og hægt er,“ segir Arndís Halla, sem býr í Berlín. „Því syng ég text- ana við lögin mín á íslensku nema sérstaklega sé beðið um annað. Þá reyni ég að koma inn íslenskum áhrifum í laglínu, hljóma eða takt- skipti þannig að það sé alltaf ein- hver íslenskur blær á tónlistinni.“ Arndís Halla lærði söng í Berlín. Hún ætlaði að vera þar í skamman tíma en... „...svo fékk ég bara svo mikið að gera að ég festist eigin- lega hér. Ég hef því einkum starfað erlendis, en fékk þó fyrir tveimur eða þremur árum hlutverk í Óper- unni heima.“ Mörg hundruð þúsund á hestasýningu Arndís Halla Ásgeirsdóttir söngkona gerir víðreist um Evrópu næstu mán- uði með hestasýningunni Apassionata. Jóhanna S. Sigþórsdóttir komst að því að Arndís syngur eigin lög og texta á meðan hestar og menn leika listir sínar. ARNDÍS HALLA ÁSGEIRSDÓTTIR Syngur í sýningunni fyrir og eftir hlé og svo einnig þegar menn og hestar koma fram í lok hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/EMIL ÞÓR DULÚÐ Það ríkir dulúð yfir sumum atriðanna. BELGÍA Atriði Sylvie Willms frá Belgíu og hestanna hennar er mjög vinsælt. KÓSAKKAREIÐIN Franskur knapi sýnir kósakkareið þar sem hann skríður undir kviðinn á hestinum á fullri ferð. UMFANGSMIKIL SÝNING Um 120 manns og fjörutíu hross taka þátt í Apassionata. ÍSLENSKI HESTURINN Er áberandi í sýningunni þetta árið. ● K i e l ● H a m b o r g ● A m s t e r d a m ● B r e m e n ● H a n n o v e r ● B e r l i n ● M ü n s t e r ● B i e l e f e l d ● D o r t m u n dD ü s s e l d o r f ● ● A n t w e r p e n ● K a s s e l ● L e i p z i g ● R i e s a ● E r f u r t ● C h e m n i t z ● P r a g ● N ü r n b e r g ● F r a n k f u r t● P a r i s ● S a a r b r ü c k e n ● S t u t t g a r t ● L i s s a b o n ● B a r c e l o n a B a s e l ● ● M ü n c h e n ● V í n ● Z ü r i c h ● M í l a n ó Spurð um tónlistina sem hún samdi fyrir sýninguna nú kveðst hún hafa verið að þróa nýjan stíl. „Ef ég ætti að lýsa honum þá er hann svolítið í ætt við kvikmynda- tónlist en einnig með íslenskum blæ. Þá syng ég með tækni sem er „venjuleg“ innan gæsalappa, en blönduð með óperutækni. Fyrst í sýningunni syng ég frekar slétta tóna og bakraddirnar eru óperu- raddir, sem fléttast saman. Ég kalla þetta álfaraddir, því þetta hljómar eins og úr fjarlægð og svo- lítið eins og úr öðrum heimi.“ Texta sína kveðst Arndís Halla leggja áherslu á hafa ljóðræna og vandaða. Hún reyni að hafa klass- ískt form á þeim, rím og áherslur á réttum stöðum. Stundum víki hún raunar frá því formi, en það fari eftir tónlistinni. „Það er einkum fjölskyldufólk á öllum aldri sem sækir þessar sýn- ingar,“ segir Arndís Halla. „Þær eru vel sóttar og við sýnum fyrir um það bil 600 þúsund manns á leikárinu.“ Spurð hvernig farið sé að því að flytja svona stóra sýningu milli staða útskýrir Arndís Halla að hún sé ferjuð með mörgum risastórum flutningabílum. Flytja þurfi heil- mikinn tæknibúnað og um fjörutíu hross. Þá vinni um 120 manns við sýninguna, sem farið verður með milli borga í Evrópu þar til í júní í sumar, en þá lýkur leikárinu. SÝNING SEM FER VÍÐA Hestasýningin Apassionata fer víða á næstu mánuðuðum. Eins og kortið sýnir eru flestir áfanga- staðir í Þýskalandi en nágrannalöndin eru þó einnig sótt heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.