Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 54
54 4. desember 2010 LAUGARDAGUR í mitt vatn eða svo. Við þá spreng- ingu kom smágúll á ísinn en ekkert meira. Við hengdum kaðal úr veg- heflinum í Tanna og höfðum hann þaninn, þannig að ef eitthvað losn- aði um ísinn drægi hefillinn snjóbíl- inn til sín. ............. Það stóðst á endum að hefillinn náði að draga Tanna þann spöl sem eftir var. En hann var ansi lerkað- ur eftir þetta. Hliðarrúðurnar höfðu dottið inn, ein þeirra var brotin og báðar framrúðurnar líka. Eftir þetta setti ég lúgu á þakið á Tanna, neyðarlúgu sem hægt var að opna með einu handtaki. Þannig var hægt að fara upp um þakið þótt ekki væri hægt að opna hurðirnar. Þessi lúga var mikið notuð því farþegar í skemmtiferðum klifruðu gjarn- an upp um hana og sátu á þakinu á björtum sólardögum.“ Helgi Björnsson segir frá „Þegar við héldum til byggða voru vorleysingar hafnar á Tungnár- öræfum og við höfðum áhyggjur af að lenda í krapa og að ís væri vara- samur á fjölmörgum lónum þar sem vatn hafði safnast í dældir. Þess vegna reyndum við að þræða leið milli kolla og forðast rennislétta kafla. Þetta var alls ekki auðvelt þar sem erfitt var að greina hvernig landið lá. Svo gerðist það sem við óttuðumst að bíllinn braut undan sér ís og sökk að aftan og hékk bara á tönninni að framan. Svenni var snöggur að henda upp hurðinni svo bíllinn gat hangið á henni líka. Hann henti öllum búnaðinum út og okkur held ég líka. Síðan fór hann bara í föðurland og tók að kafa niður eftir hinu og þessu sem var komið á kaf, rafgeymum og fleiru. Við þurftum auðvitað að geta látið vita af okkur. Svo vorum við þarna meðan hann náði bílnum upp og urðum að sofa undir beru lofti. Svenni er mjög áræðinn og ég var stundum hræddur með honum, ekki síst á Hofsjökli en frá því segir síðar.“ A rngrímur Hermanns- son segir frá: „Frá Sigöldu fórum við með snjóbíla og vélsleða inn í Jökul- heima og upp á Vatna- jökul. Þetta voru miklir þungaflutn- ingar fyrir snjóbílana og mjökuðust þeir mjög hægt yfir. Enn og aftur vorum við Ástvaldur Guðmunds- son í því að finna bestu leiðina og flýta sem mest fyrir. Þar sem veður hélst gott allan daginn, nóttina og næsta dag var stöðugt haldið áfram með stuttum matarhléum. Þegar við erum u.þ.b. hálfnuð upp á Tungnár- jökul finnst mér biðin eftir Tanna vera orðin heldur löng svo ég sný við og sé þá fljótlega svartan reyk- inn frá honum en sé jafnframt að hann er alls ekki á réttri stefnu. Ég bruna því í áttina til hans og þegar nær dregur tek ég eftir því að Tanni er búinn að fara þrjá stóra hringi á jöklinum en Svenni er steinsofandi undir stýri á fullri ferð. Nú voru góð ráð dýr. Ekki var hægt að kalla í hann vegna hávaðans. Tanni dró á eftir sér stóran sleða með þrjátíu stykkjum af tvö hundruð lítra tunn- um. Nú var þetta orðið eins og í villta vestr- inu. Ég renni vélsleðan- um upp að tunnusleðan- um og fikra mig áfram að beislinu. Þar næ ég að opna hurðina að aft- anverðu og komast inn í Tanna sem sigldi enn fulla ferð. Ég klifra fram í bílinn og hristi Svenna duglega. Þá lyftir hann höfðinu lítil- lega, setur hægri hönd- ina ofan í trékassa milli framsætanna, sem allt- af var fullur af nesti, og sagði: „Ertu orðinn svangur, drengurinn minn?““ Svenni heldur áfram „....ég vissi að drifið var bilað og var búinn að leggja drög að því að fá varahluti en þeir voru ekki komnir þegar leiðang- ur inn lagði af stað á jökul. Svo gerði vitlaust veður í heila viku og við sátum og spiluðum bridds á tveim- ur borðum frá átta á morgnana og langt fram á kvöld. Þetta hlýtur að hafa verið dýrasta briddssveit sem Landsvirkjun hefur haldið úti. En þegar loksins rofaði til var auðvitað allt komið á kaf. Ég ætlaði náttúr- lega bara að keyra upp úr gryfjunni og mundi ekki eftir varnarorðum Harðar Hafliðasonar. Hann hafði einmitt varað mig við því rúmum tíu árum fyrr að maður ætti alltaf að moka snjóbíla lausa og krafla úr beltunum, annars bryti maður eitt- hvað. Og auðvitað gekk það eftir að drifið brotnaði. Varahlutirnir voru þá komnir til Reykjavíkur og ég gekk í að fá þá leysta út. Arngrímur Hermannsson þekkti einhvern sem átti flugvél og var til í að koma með varahlutina ef við borguðum bensín- ið. Þetta er allt sett í gang og flug- vélin kemur og kastar niður pakka með varahlutum og verkfærum. Það tók tvo daga að gera við drifið og þá var komið vitlaust veður aftur. En svona gengur þetta stundum. Dvölin á Köldukvíslarjökli varð fimm vikur og þar af vorum við veðurteppt í þrjár vikur en það var alveg eðlilegt. Þarna vorum við komnir með nýja lórana í báða bíl- ana en Tanni og bíll Landsvirkjunar, sem þarna var með í för, voru fyrstu snjóbílarnir á Íslandi sem fengu lóran tæki. Það gekk alveg prýðilega að keyra eftir þeim og gerði ekk- ert til þó að mælinetið hlykkjaðist aðeins því að það olli ekki vandræð- um við túlkun gagnanna. Ævintýri á jökli Svo kom að því að halda heim á leið og við þræluðum öllu okkar dóti inn í bílana. Í Jökulheimum bilaði Landsvirkjunarbíllinn og var skil- inn eftir og þá þurftum við að troða öllu, bæði fólki og farangri, inn í Tanna. Eldhúsið og svefnskálinn voru skilin eftir í Jökulheimum. Við héldum svo bara áfram en þegar við komum suður á Tungnáröræfi lentum við á svokallaðri tvístæðu. Þá hefur þiðnað þannig að það er vatn ofan á ísnum og svo hefur fryst aftur þannig að það er í raun- inni eins og tvöfalt einangrunargler með vatni á milli. Þarna var komið fram á vor og farið að þiðna og við sukkum niður á milli íslaganna. Það vatnaði bara rétt aðeins upp á gólfið og ég man að Marteinn Sverrisson spurði hvort ekki væri rétt að fólk- ið færi út á meðan ég væri að brölta upp úr þessu. Ég sagðist halda að þetta væri alveg að koma og það reyndist rétt. Þegar við sluppum upp fórum við að athuga með gögn- in úr túrnum. Þau voru öll á filmum og kassett- um og ef þau hefðu glat- ast hefðu þessar fimm vikur á jökli verið til einskis. Við settum nú gögnin efst á dótið í bíln- um og héldum svo áfram og tókum nýja stefnu. Þarna voru vanir menn sem ákváðu hvaða leið við færum og við tókum stefnu þvert í melöldu. Það var alveg greinilegt að við fórum yfir vatn því allt var svo slétt og fínt og þegar við erum komin út á mitt vatn fer Tanni að síga að aftan og það endar með því að hann fer upp fyrir rúðu á afturhurð og stendur eiginlega upp á endann. Þá sagði Matti með sinni léttu kímni: „Nú er þó kominn tími til að fara út.“ Við byrjuðum á því að bjarga gögnun- um upp á skörina og fórum svo í það að reyna að ná Tanna upp. Við vorum með forláta talíu sem átti að geta dregið okkur upp úr sprungu en dugði ekki þarna í vatninu. Tal- stöðin var uppi í toppi frammi í og hún virkaði vel svo við báðum um að fá sendan veghefil sem var niðri í Hrauneyjum. Svo bjuggum við um okkur í tjöldum á sandinum þarna skammt frá. En það varð víst ekki öllum svefnsamt þessa nótt. Morguninn eftir kemur hefill- inn og fyrst var reynt að nota hann til að ryðja skarð í ísinn þannig að hægt væri að draga Tanna í land. Vatnið var hins vegar of djúpt og tók orðið í viftuspaða og þá varð ekki lengra komist. Ísinn var svo þykk- ur og seigur að það var engin leið að brjóta hann. Nú voru góð ráð dýr en þá dettur einum í hug að mögu- lega megi sprengja ísinn upp og búa þannig til rennu á fast land. Enn var rafmagn á Tanna og talstöðin virk svo við köllum til byggða og biðjum um dínamít og hvellhettur. Svo er farið að gera tilraunir. Fyrst stungum við dínamíti undir neðri ísstæðuna u.þ.b. tveimur metrum fyrir framan bílinn. Við spreng- inguna komu þrjár litlar vatnssúlur fyrir framan bílinn og það var allt og sumt. Þá fórum við u.þ.b. fjóra metra fram fyrir bílinn og settum þrjár túpur sitt hvorum megin niður Ævintýramaður lítur um öxl BRAS Á TUNGNÁRÖRÆFUM Ökumaður- inn æðrulaus en bíllinn á bólakafi. MYND/ÚR EINKASAFNI Í PÁSKAFERÐ Á VATNAJÖKLI 1987 Svenni heggur úr jökulstálinu undir bílnum. Söguhetja þess-arar bókar er Sveinn Sigur- bjarnarson sem fæddist árið 1945 og ólst upp á Hafursá á Völlum á Fljótsdalshéraði. Hann er orðinn nokkurs konar þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi þar sem hann gefst aldrei upp þótt á móti blási og öll sund virðist lokuð. Hér rifjar hann upp minningabrot með aðstoð nokk- urra samferðamanna. Inga Rósa Þórðardóttir, grunnskólakennari og leiðsögu- maður, skráir söguna og bóka- útgáfan Hólar gefur hana út. ÞAÐ REDDAST Svo gerðist það sem við óttuðumst að bíllinn braut undan sér ís og sökk að aftan og hékk bara á tönninni að framan. Bókin Það reddast er um Svein Sigurbjarnarson bílstjóra á Eskifirði sem gengur undir nafninu Svenni og er þekktur fyrir áræði og hreysti. Við grípum á nokkrum stöðum niður í kaflann Á Köldukvíslarjökli. Hann segir frá jöklarannsóknar- leiðangri með vísindamönnum sem unnu að þykktarmælingu jökulsins árið 1982 fyrir Lands- virkjun. Svenni er á beltabíl sínum Tanna. MYND/HELGI BJÖRNSSON Á JÖKLI Matmaðurinn Svenni tínir upp í sig úr sýrutunnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.