Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 62
4 fjölskyldan afþreying leikum og lesum … Frumurnar, lið Grunnskóla Horna-fjarðar, vann hina árlegu FIRST LEGO League keppni sem haldin var í nóvember. Eiríkur Hansson kennari er þjálfari þeirra. „Þetta er mjög fjölþætt keppni. Hún er haldin einu sinni á ári um allan heim en hér heima heldur Háskóli Íslands utan um undankeppnina,“ útskýrir Eirík- ur sem hefur þjálfað lið Hornafjarðar þau sex skipti sem keppnin hefur farið fram. „Á hverju ári er nýtt þema og við fáum uppgefna þrautabraut. Krakkarnir verða síðan að hanna, smíða og forrita vélmenni úr legókubbum sem leysir þrautirnar í brautinni,“ segir Eiríkur. Þema ársins í ár var Body Forward, eða líkaminn lifi. Urðu liðin að vinna rannsóknarverkefni því tengdu en Frumurnar ákváðu að finna nýja lausn fyrir brunasár. „Þau hönnuðu nýja tegund af kæli- poka sem þau kölluðu Kælibindi. Það er kælipoki með festingum sem tollir betur á og er þægilegri,“ segir Eiríkur stoltur og bætir við að keppnin sé fjór- þætt. Fyrir utan smíðina á vélmenni og rannsóknarverkefnið verða liðin að halda dagbók og æfa skemmtiatriði. Af þeim sex skiptum sem keppn- in hefur verið haldin hér á landi, hafa Hornfirðingar unnið í þrjú skipti. Þar sem liðsmenn eru aldrei þeir sömu hvert ár liggur beinast við að álíta að Eiríkur sé drifkraft- urinn að baki þeim. En hvað- an kemur hans legóáhugi? „Þetta er meðfæddur galli held ég,“ svarar Eiríkur glettinn. „Mér fannst þessi keppni bara áhugaverð og þótti gaman að geta gert eitthvað nýtt og áhuga- vert með krökkunum,“ segir Eiríkur sem hefur starfað sem smíðakennari í mörg ár og hefur áhuga á öllu sem við- kemur tækni og rafmagni. Hann segir samfélagið á Höfn taka keppninni af áhuga og velvild. „Svo er keppnin kynnt vel fyrir yngri krökkun- um þannig að þegar þeir koma í sjöunda bekk komast færri að en vilja.“ Eiríkur er inntur eftir þeirri stað- reynd að stúlkur eru í meirihluta liðs- ins í ár, en átta af tíu í hópnum eru stelpur. „Þær sýndu þessu bara meiri áhuga í þetta sinn,“ segir hann og árétt- ar að stelpur séu ekki síðri í tæknilegu hliðinni en strákar. En hvað hefur sigur í keppninni í för með sér? „Við fengum það í verð- laun að fá að taka þátt í Evrópu- mótinu sem fer fram í Delft í Hollandi í júní,“ segir Eiríkur sem hefur farið tvisvar áður út með lið. „Þetta er mikil upplifun enda sextíu tíu manna lið sem kynna verk- efni sín. Svona ferð er ekki síst lærdómsrík fyrir krakk- ana sem kynnast þarna fólki frá ólík- um menningarheimum. Í Danmörku árið 2008 kepptum við til dæmis við heilt stúlknalið í búrkum,“ segir Eirík- ur og bætir við að krakkarnir séu mjög spenntir fyrir ferðinni og séu þegar byrjaðir að safna fyrir farinu. - sg Heill heimur af Legó Legoland í Billund í Danmörku er elsti Legolandgarðurinn í heimi, en til eru þrjú önnur Legolönd. Í Englandi, Þýskalandi og í Kaliforníu. Legoland í Danmörku opnaði árið 1968. Garðurinn er við hlið upprunalegu Legóverksmiðjunnar og rétt hjá flugvellinum í Billund. 1,6 milljón gesta koma í garðinn á ári. Garðurinn er því stærsti ferðamannastaður Danmerkur utan Kaupmannahafnar. Legolandi er skipt í níu heima, allt frá Duplolandi og Ævintýra- landi, til Sjóræningjalands og Víkingalands. Jólin eru líka sérstök í Legolandi. Þá má sjá jólatré úr legókubbum, jólalög hljóma og börnin geta skoðað verkstæði jólasveinsins og fylgst með hjálparsveinum hans. Nathan Sawaya er bandarískur listamaður sem býr til stórar þrívíðar styttur úr hvunndagslegum hlut- um og legókubbum. Sawaya er lögfræðimenntaður og starfaði um tíma sem slíkur. Hann vakti fyrst athygli árið 2004 þegar hann vann keppnina um „Lego Mast- er Model Builder“. Hann starfaði fyrir Lego í sex mánuði áður en hann opnaði sitt eigið listastúdíó í New York. Hann hélt sína fyrstu sýningu vorið 2007 sem hann kallaði „The Art of the Brick“. Sawaya hefur frá árinu 2000 byggt ótrúlegustu furðu- verk úr legókubb- um. Til dæmis 2,1 m langa eftirmynd af Brook- lyn-brúnni, risaeðlu í raun- stærð, 1,8 metra háan Han Solo og skúlptúra af Alfred Hitchcock og Lindsay Lohan. Mótar listaverk úr lit- ríkum legókubbum ■ Upphaf LEGO má rekja aftur til ársins 1932 þegar Ole Kirk Christiansen, danskur smiður, hóf að smíða leikföng úr viði í kreppunni. ■ Nafnið LEGO er komið frá danska orðatiltækinu leg godt, sem þýðir, leikið fallega. ■ Fyrstu legókubbarnir litu dagsins ljós árið 1947. ■ Christiansen byggði hugmyndina að legókubbun- um á breskum kubbum eftir Hilary Fisher Page. ■ Fyrstu legókarlarnir komu á markað 1978. Til að byrja með voru engar hendur eða fætur á fígúrunum. ■ Á hverju ári eru framleiddar 19 millj- arðar af legókubbum. Þannig eru framleiddir 36 þúsund kubbar á hverri mínútu. ■ Legókubbar sem framleiddir eru á einu ári gætu náð fimm sinn- um í kringum jörðina væri þeim raðað í röð. ■ Um 306 milljón- ir gúmmídekkja eru framleiddar af LEGO á hverju ári. ■ Hæsti legóturn heims er 28,7 metrar á hæð og byggður úr 465 þúsund kubbum. ■ Lengsta legóbyggingin er 80,8 fermetrar, byggð úr 1,2 milljonum kubba. Staðreyndir um LEGO Heimsmet Hæsti turninn úr legókubbum er nærri 30 metrar. TÆKNI-LEGO ÍTR og Mímir standa fyrir Tækni-LEGO námskeiðum í skólum. Jóhann Breiðfjörð heldur utan um námskeiðin þar sem þátttak- endur læra að nota mótora, tannhjól og fleira og fá aðstoð við að skapa sín eigin módel. Sjá www.nyskopun.com. Frægðarför Frumnanna Átta stúlkur og tveir strákar úr sjöunda bekk Grunnskóla Hornafjarðar unnu sér inn keppnisrétt í Evrópu- keppni FIRST LEGO League sem fram fer í Hollandi júní 2011. Þetta er í þriðja sinn sem lið Grunnskóla Hornafjarðar sigrar í keppninni hér heima. Frumurnar Auðunn Hafdal, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Eiríkur Hansson, Sigrún Salka Hermannsdóttir, Sigrún Birna Steinarsdóttir, Inga Kristín Kristjánsdóttir, Stefán Reynir Jónsson. Hildur Ósk Hansdóttir, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Hafdís Lára Sigurðardóttir og Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir. Á hægri mynd sést vélmennið sem þurfti að leysa vissar þrautir. MYND/SÖLVI LOGASON tt a. Góðar jólagjafir! 5.965 kr. 5.840 kr. 5.911 kr. 5.906 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.