Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 134

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 134
106 4. desember 2010 LAUGARDAGUR HANDBOLTI „Það er frábært að fá Ísland á stórmót í handbolta en það er ljóst að verkefni íslenska liðsins verður erfitt,“ segir Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópu- og Ólympíumeistara Noregs, um átök- in sem eru fram undan hjá Íslandi á EM sem hefst í Danmörku og Noregi næstkomandi þriðjudag. Alls komust sextán lið í sjálft lokamótið og var þeim skipt í fjóra riðla. Ísland dróst í riðil með heimsmeisturum Rússa, Svartfell- ingum og Króötum. „Það er mikilvægt að líta á þetta fyrsta mót Íslands sem dýrmæta reynslu fyrir liðið og finna út úr því hvar íslenskir leikmenn standa miðað við þá sterkustu í Evrópu,“ segir Þórir. „Ég hef fylgst með boltanum heima í gegnum árin og það hafa verið að koma upp skemmtilegir árgangar af leik- mönnum. Bilið í þá bestu hefur verið að minnka jafnt og þétt og það var geysilega mikilvægt fyrir liðið að komast inn á stórmót til að sjá hvar það stendur í samanburð- inum.“ Króatía: Í basli á stórmótum Alls komast þrjú af liðunum fjór- um áfram í milliriðla. Ísland mætir fyrst Króatíu og reiknar Þórir með að mestu möguleikar Íslands á að ná í sigur séu í þess- um fyrsta leik. „Króatar hafa átt einhverja bestu leikmenn í heimi í sínum félagsliðum og oft verið með gríðarlega sterk yngri landslið. En þeir hafa átt erfitt með að byggja upp almennilegt landslið og veit ég ekki af hverju það er. Þetta lið ætti að geta slegist um efstu sætin en því hafa þær ekki náð og hafa þar að auki verið í basli á stórmótum síðustu ára,“ segir Þórir. Svartfjallaland: Gæti unnið riðilinn Svartfjallaland er, rétt eins og Ísland, að keppa á EM í fyrsta sinn. Þetta er ung þjóð sem bygg- ir landslið sitt fyrst og fremst á leikmönnum úr hinu gríðarlega sterka félagsliði frá höfuðborginni Podg orica, ZRK Buducnost. „Þetta er besta félagslið í Evrópu í dag, miðað við hvernig liðið hefur verið að spila í Meistaradeildinni í vetur. Ef landsliðið fer með alla sterk- ustu leikmenn liðsins með sér til Danmerkur á ég von á því að þetta lið gæti jafnvel unnið riðilinn. Þær eru geysilega sterkar,“ segir Þórir en Buducnost vann alla sína leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með þó okkrum yfirburðum. „Það vill þó oft verða þannig hjá Balk- anþjóðunum að leikmenn taki mót- lætinu illa. Það er þeirra veikleiki og vill oft leiða til taps.“ Rússland: Geta hikstað í upphafi „Þetta er einfald- lega maskína,“ segir Þórir um heimsmeistar- ana. „En sénsinn á móti Rússum er oft ágætur snemma móts. Það er mikið lagt á leikmenn í undirbúningn- um fyrir mótið og þær hafa oft lent í basli í fyrstu leikjunum. En það er engu að síður alveg ljóst að Rússar eru með gríðarlega sterkt lið.“ Þórir segir að þrátt fyrir sterka andstæð- inga séu möguleikarn- ir vissulega fyrir hendi hjá Íslandi. „Það má aldrei útiloka neitt. Það verður að fara í hvern einasta leik og berjast frá upphafi til enda og það geta íslensku stelpurnar vissu- lega. Það getur einn- ig verið gott að vera litla liðið í riðlinum og Ísland verður sjálf- sagt ekki tekið mjög alvarlega til að byrja með. Ég hef mikla trú á því að það sé hægt að stríða þessum liðum og stela af þeim einu eða tveimur stigum.“ Þórir bætir við í lokin að það sé eitt fremur öðru sem Júlíus Jónas- son landsliðsþjálfari þarf að hafa í huga. „Það er hægt að hanga í þessum liðum endalaust með því að hindra hraðaupphlaupin hjá þeim. Það er því geysilega mikilvægt að geta klárað sóknirnar almennilega og sýna mikinn vinnuvilja með því að koma sér til baka í vörnina fljótt og vel. Þetta er fyrst og fremst það sem fellir veikari liðin úr keppni sem þessari.“ eirikur@frettabladid.is Lykilatriði að stöðva hraðaupphlaupin Fréttablaðið fékk Þóri Hergeirsson, landsliðsþjálfara Noregs, til að spá í andstæðinga Íslands á Evrópu- meistaramótinu í Noregi og Danmörku sem hefst eftir helgi. „Hægt að stríða þessum liðum,“ segir hann. HEIMSMEISTARARNIR Rússar hafa átt gríðarlega mikilli velgengni að fagna síðustu ár og hafa unnið þrjár síðustu heimsmeistara- keppnir. Ísland mætir Rússlandi í lokaleik riðlakeppninnar 11. desember. NORDIC PHOTOS/AFP B-riðill á EM 2010 Þriðjudagur 7. desember: Svartfjallaland - Rússland kl. 17.15 Króatía - Ísland kl. 19.15 Fimmtudagur 9. desember: Ísland - Svartfjallaland kl. 17.15 Rússland - Króatía kl. 19.15 Laugardagur 11. desember: Rússland - Ísland kl. 17.15 Svartfjallaland - Króatía kl. 19.15 ÞÓRIR HERGEIRSSON Andstæðingar Íslands á EM 2010 í Danmörku Króatía Þjálfari: Zdravko Zovko Besti árangur á stórmóti: Heimsmeistaramót 6. sæti 1997 Evrópumeistaramót 5. sæti 1994 Ólympíuleikar Aldrei keppt EM 2008: 9. sæti HM í fyrra: Keppti ekki Lykilmaður: Andrea Penezic Staða: vinstri skytta Aldur: 25 Félag: Krim Mercator, Slóveníu Svartfjalland Þjálfari: Nikola Petrovic Besti árangur á stórmóti*: Heimsmeistaramót Aldrei keppt Evrópumeistaramót Aldrei keppt Ólympíuleikar Aldrei keppt *Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði árið 2006 og er að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti sem sjálfstæð þjóð. Lykilmaður: Bojana Popovic Staða: leikstjórnandi Aldur: 31 árs Félag: Buducnost Podorica, Svartfjallalandi Rússland Þjálfari: Evgeny Trefilov Besti árangur á stórmóti: Heimsmeistaramót 1. sæti 2001, 2005, 2007 og 2009. Evrópumeistaramót 2. sæti 2005 Ólympíuleikar 2. sæti 2008 EM 2008: 3. sæti HM í fyrra: 1. sæti Lykilmaður: Liudmila Postnova Staða: leikstjórnandi Aldur: 26 ára Félag: Swesda Swenigorod, Rússlandi HANDBOLTI Íslendingar ættu að geta notið þess að vera litla liðið á EM í Danmörku og komið á óvart. Svo virðist alltént vera að andstæðingar Íslands í riðlin- um reikni ekki með mikilli mót- spyrnu frá stelpunum okkar. „Ísland er minnst þekkta liðið í riðlinum og veikasti andstæð- ingurinn,“ sagði Miranda Tatari, landsliðsfyrirliði Króatíu. „Við ættum því ekki að lenda í of mikl- um vandræðum með Íslendinga.“ Dragan Adzic, landsliðsþjálfari Svartfjallalands, tekur í svipaðan streng. „Rússland man ekki eftir stórmóti án þess að hafa unnið til verðlauna. Króatía er samt líklega með betri leikmanna- hóp en Rússar. Það er því erf- itt að fullyrða nokkuð um að við séum sigurstranglegastir í þess- um riðli. Við erum þó með betra lið en Ísland og ég á von á sigri í þeim leik ef við leggjum okkur almennilega fram.“ - esá Andstæðingarnir um Ísland: Ísland lakasta liðið í riðlinum VANMAT? Miranda Tatari í leik með landsliði Króatíu. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Það mun mikið reyna á markverði íslenska kvennalands- liðsins á komandi Evrópumóti í Danmörku og Noregi. Berglind Íris Hansdóttir og Íris Björk Símonar- dóttir eru þessa dagana að skoða myndbönd með skotum væntan- legra mótherja þeirra í Króatíu, Svartfjallalandi og Rússlandi. „Nú fer allt á fullt hjá okkur markvörðunum að skoða mótherj- ana. Við fáum klippur með liðun- um. Við erum þegar búnar að fá leik með Króatíu. Ég og Íris vinn- um þetta saman og mun skoða þessar klippur saman. Við ætlum að fara vel yfir þetta þannig að við getum skilað okkar besta leik,“ segir Berglind sem telur þetta vera mikilvægan þátt í undirbún- ingnum. „Það er gott að fá að sjá hvernig hreyfingarnar leikmann- anna eru. Það er líka þannig að allir leikmenn eiga sitt uppáhalds- horn og það er gott að vita af því,“ sagði Berglind. Berglind spilaði sinn hundrað- asta leik á æfingamótinu í Noregi þegar íslenska liðið steinlá fyrir ólympíu- og Evrópumeisturum Norðmanna. Berglind ætlar því ekki að láta hundraðasta leikinn lifa lengi í minningunni. „Þetta var lélegur leikur frá A til Ö og það þýddi ekki að hanga of lengi yfir honum til þess eins að brjóta sig niður. Ég má ekki bara einbeita mér að þessum leik því ég er búin að spila 99 aðra A-lands- leiki og það er margt eftirminni- legt frá þeim öllum leikjum,“ segir Berglind. Hún segir að samstaða íslenska liðsins geti skilað liðinu langt. „Við ætlum klárlega að komast upp í milliriðil og við teljum að mestu möguleikararnir séu á móti Króatíu og Svartfjallalandi. Okkar styrkur er að fá vörn, markvörslu og spila hraðan bolta,“ segir Berg- lind og markmið liðsins eru skýr. „Við erum ekki fara þarna til að vera með því við ætlum að ná árangri. Við höfum allar mikla trú á því að við getum það,“ segir Berglind að lokum. - óój Berglind Íris Hansdóttir undirbýr sig vel fyrir EM: Það eiga allar sitt uppáhaldshorn BERGLIND ÍRIS HANSDÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.