Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 18 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud. - föstud. kl.11.00 - 1800. laugardaga 11.00 - 16.00Kíktu – það er þess virði ÚTSALAN Á HAUST OG VETRARLISTA FRIENDTEX 2010 ER HAFIN Ingibjörg Brynjólfsdóttir nýtir sér vel leikfimisaðstöðuna á Skjóli. Patti is Jurtate hefur ýmsa góða eiginleika og þykir til að mynda vatnslosandi og hreinsandi. Prófið að sleppa kaffinu í nokkra daga og drekka te í staðinn. Þegar fráhvarfseinkennin frá kaff- inu hverfa fer teið að gera sitt gagn auk þess sem það gefur góðan hita í kroppinn. SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag 7. desember 2010 287. tölublað 10. árgangur Villidýr á v erði www.tiger. is 7. desembe r 2010 Villidýr á verði · www.tiger.is Jólabæklingurinn fylgir með Fréttablaðinu í dag Kringlan / Laugavegur / Smáralind / Akureyri Ný smáréttabók eftir Nönnu Rögnvaldardóttur Ótal hugmyndir fyrir matarboðin, saumaklúbbana og partíin Fáðu vatn í munninn! Opið til 10 öll kvöld frá 1. des. til jóla. 22.00 KRINGLUNNI Fyrsti leikurinn í kvöld Stelpurnar okkar ætla að koma Króötum á óvart á EM í kvöld. sport 34 Fastagestur í IKEA Popparinn Ingó fluttur í sína fyrstu íbúð. fólk 38 FÓLK Auglýsingaherferðin Inspired By Iceland er tilnefnd til tvennra verðlauna á European Exellence Awards en verðlauna- afhendingin fer fram í Prag á fimmtudaginn. Herferðin þykir meðal fimm bestu á Norður- löndunum og meðal fimm bestu í krísu- stjórnun. Atli Freyr Sveinsson, framkvæmda- stjóri Íslensku auglýsingastof- unnar, sem var einn af skipu- leggjendum herferðarinnar, segir þetta fyrst og fremst vera mik- inn heiður, enda er att kappi við stórfyrirtæki. „Í ljósi alls þess sem á undan er gengið þá erum við mjög ánægð og þetta er mik- ill heiður fyrir okkur,“ segir Atli Freyr Steinsson. - fgg / sjá síðu 38 Inspired By Iceland-herferðin: Tilnefnd til virtra verðlauna ATLI FREYR SVEINSSON Óeigingjarnt starf Harpa Dís Harðardóttir hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ 2010. tímamót 22 FROST Á FRÓNI Í dag verður yfirleitt hæglætis veður og bjart en skýjað og stöku él norðan og norð- austan til. Frost 0-12 stig. VEÐUR 4 -6 -3 -8 -10 -7 ÆFA FYRIR AÐVENTUNA Drengjakór Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika í Hallgríms- kirkju næstkomandi sunnudag. Á tónleikunum syngja drengirnir sígild aðventu- og jólalög undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, en æfingar voru í fullum gangi þegar ljósmyndara bar að í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM WIKILEAKS Bandarísk stjórnvöld beittu Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var til Wikileaks. „Sú freisting að geta skorið nærri tíu prósent af framlagi á fjárlögum til utanríkisráðuneyt- isins gæti einfaldlega reynst of mikil til þess að hinn hviklyndi Össur Skarphéðinsson geti staðist hana,“ skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkj- anna, í bréfi til stjórnvalda í Wash- ington í febrúar árið 2009. Hún sagði Össur greinilega finna fyrir þrýstingi frá öðrum ráðherr- um í minnihlutastjórn Samfylking- ar og Vinstri grænna um aðhald í rekstri á vegum utanríkisráðu- neytisins. Þar hafi verið vænleg- ur sá kostur að leggja einfaldlega niður Varnarmálastofnun. Sendiherrann sagði Bandaríkja- menn ekki sátta við þá hugmynd, þegar Össur spurði hvort það skipti einhverju máli hvort Varnarmála- stofnun eða einhver önnur stofnun færi með verkefni hennar. Hún segist hafa hvatt Össur til að standa í vegi fyrir að dregið yrði úr útgjöldum til varnarmála. Hún segist jafnframt ætla að fá sendiherra annarra NATO-ríkja með sér í lið án þess að mikið beri á til að beita Össur þrýstingi. „Hver króna sem Varnarmála- stofnun fær til lofthelgiseftirlits fer í kaup á vörum eða þjónustu frá íslenskum seljendum,“ segist hún hafa sagt við Össur. - gb, bj / sjá síður 4, 6, 12 og 16 Bandaríkin börðust gegn lokun Varnarmálastofnunar Sendiherra Bandaríkjanna þrýsti mjög á utanríkisráðherra um að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Sagði aðra ráðherra beita utanríkisráðherra þrýstingi og óttaðist „hviklyndan“ Össur. Fjallað er um harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004 í leyniskjölum bandaríska sendiráðsins. Þar urðu íslenskir friðargæsluliðar fyrir árás sem kostaði tvo vegfarendur lífið. „Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherran- um fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið,“ skrifar bandaríski sendiherrann. Vildu sópa Kjúklingastræti undir teppið LANDBÚNAÐUR Bjóða á út 200 tonna innflutningskvóta á kjúklingakjöti. Birgðir af innlendum kjúklingi hafa minnkað um rúm 85 prósent á árinu. Í lok janúar voru til 370 tonn en um síðustu mánaðamót rúm 50 tonn. Tugir salmonellutilfella hafa komið upp hjá íslenskum kjúklinga- framleiðendum á árinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafull- trúi sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytisins, segir síendurtekin salmonellusmit alvarleg en telur að staðan væri önnur ef heilbrigð- iskröfur hér væru þær sömu og á meginlandi Evrópu. „Mesta vanda- málið varðandi birgðir og salmon- ellu er hversu strangar heilbrigðis- kröfur eru. Mér er bent á að ef hér væru gerðar sambærilegar kröfur og erlendis þá væri ekkert vandamál til staðar.“ Hildur Traustadóttir, formaður Félags kjúklingabænda, segir að þrátt fyrir að birgðir hafi minnk- að til muna sé ekki skortur á mark- aðnum. Hugsanlegt sé að óeðlilega mikið hafi verið til í byrjun árs. „Þetta er spurning um hvað sé pass- legt og hvort menn vilji eiga kjötfjall eða ekki. En hvað sem því líður þá er það fjall allavega farið.“ Hildur segir eftirlit með salm- onellusýkingum ekki jafn strangt erlendis og hér og því líklegra að erlent kjöt sé sýkt en íslenskt. - sv Upplýsingafulltrúi ráðuneytis segir strangar heilbrigðiskröfur vera vandamál: 200 tonn af kjúklingakjöti flutt inn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.