Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 2
2 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR SKIPULAGSMÁL Nýtt götusalerni fyrir almenning sem framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar leigir af AFA JCDecaux og stendur í Tryggvagötu fellur í grýttan jarðveg innandyra í Tollhúsinu. Snævar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Fasteigna ríkis- sjóðs, segir að þegar fréttist af því að koma ætti götusalerninu fyrir hafi hann eftirlátið Snorra Olsen tollstjóra, sem notanda hússins, að gera þær athugasemdir sem hann vildi. Snorri benti meðal annars á að salernið yrði við aðalinngang Toll- hússins og ætti að standa á bílastæði fyrir fatlaða. Það myndi skerða útsýni ökumanna og valda slysa- hættu. Embætti skipulagsstjóra sagði að stæði fyrir fatlaða á þess- um stað hefði jafnvel meiri áhrif á útsýni ökumanna en „salernissílóið“ eins og það var kallað. „Síðan hefur ekkert frést af þessari fyrir- ætlan fyrr en í síðasta mánuði að „stóreflis ÚFÓ af himnum ofan datt,“ svo vísað sé í frægan texta Stuðmanna,“ skrifar Snævar Guð- mundsson, sem blandaði sér form- lega í málið og sendi skipulagssviði borgarinnar athugasemdir. Snævar segir engan hafa órað fyrir að sal- ernið yrði á fimmta metra að hæð. „Í raun er um risavaxinn og upp- lýstan auglýsingastand að ræða með innbyggðri salernisaðstöðu,“ segir Snævar sem kveður salernið því ekki aðeins vera þjónustu við borg- arana heldur einnig mannvirki fyrir atvinnustarfsemi sem þarfnist stað- festingar byggingarfulltrúa. Þá segir Snævar salernið inni á leigulóð Tollhússins og spilli ásýnd þess. „Hætt er við að mósaíklista- verk Gerðar Helgadóttur, á suður- hlið hússins, hverfi í skuggann af neonljósunum,“ segir í athugasemd- um Snævars, sem einnig bendir á að starfsmenn Tollhússins geti orðið fyrir óþægindum af staðsetningunni steinsnar frá mötuneyti þeirra. „Starfsmenn hafa af því miklar áhyggjur að útöndun úr lofttúðum mannvirkisins leggi inn um glugga mötuneytisins og spilli vistinni þar,“ skrifar Snævar sem kveðst eiga von á því að málið fari nú í eðlilegan far- veg innan borgarkerfisins. Hann bendir til dæmis á að betra pláss sé fyrir salernisturninn austan Toll- hússins. Erindi Snævars var tekið fyrir hjá skipulagsstjóra fyrir ellefu dögum og sent þaðan til umsagn- ar hjá framkvæmda- og eignasviði borgarinnar. „Við vonum að þetta muni reynist borgarbúum vel,“ segir Jóhann Christiansen verkefnastjóri þar sem kveður salernið verða tekið í notkun fljótlega. gar@frettabladid.is Í raun er um risavax- inn og upplýstan aug- lýsingastand að ræða með innbyggðri salernisaðstöðu. SNÆVAR GUÐMUNDSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI FASTEIGNA RÍKISSJÓÐS. Tollstjóri í stríði við fljúgandi furðuhlut Götusalerni á Tryggvagötu mætir mótspyrnu innan úr Tollhúsinu. Það er sagt eins og furðuhlutur af himnum sem sendi óþef inn í mötuneyti starfsmanna. Það sé risavaxinn auglýsingastandur sem skyggi á mósaíklistaverk Tollhússins. SNORRI OLSEN GÖTUSALERNIÐ Fasteignir ríkissjóðs vilja ekki sjá þetta götusalerni við Tryggvagötu. „Stóreflis ÚFÓ af himnum ofan datt,“ segir framkvæmdastjórinn um tilkomu mann- virkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS „Óskar, er þetta útrás?“ „Þetta losar allavega um spennu.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson er höfundur spennusögunnar Martröð millanna, sem kom út nú fyrir jólin og fjallar um íslenska útrásarvíkinga. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að þrjátíu erlendir bókaút- gefendur bítist um bókina eftir kynningu hennar á bókamessunni í Frankfurt í Þýskalandi á dögunum. DANMÖRK Stjórnendur þátta í Danska ríkisútvarpinu (DR) mega ekki minnast á iPod-tæki á útsendingartíma. Frá þessu er greint á vef Berl- ingske Tidende og er vísað í úrskurð útvarpsréttarnefndar þar í landi. Þar var ályktað að stjórnandi útvarpsþáttar á DR hafi gert iPod of hátt undir höfði er hann beindi því til hlustenda að þeir gætu sótt þáttinn á netið og hlustað eftir hentugleik „ef þeir eiga iPod“. Vörn DR fólst í því að iPod væri eins konar samnefnari fyrir Mp3-spilara, en eftir samráð við málfarsnefnd var þeim rökum vísað frá og við það sat. - þj Útvarpsmenn í Danmörku: Bannað að nefna iPod ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra býst við að það dragi til tíðinda í samningavið- ræðum við Breta og Hollendinga vegna Icesave fljótlega og von- andi í þessari viku. Tvö til þrjú atriði standi enn út af í viðræð- unum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði form- lega eftir fundi í utanríkismála- nefnd til þess að ræða um þau drög að samkomulagi sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum und- anfarna daga. Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar gagnrýndu harðlega á Alþingi í gær að verið væri að kynna þau drög samtökum í atvinnulífinu og ýmsum hagsmunaaðilum þótt þau hefðu hvorki verið kynnt í utan- ríkismálanefnd né fjárlaganefnd þingsins. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hefðu fylgst með gangi viðræðnanna og gætu ef þeir kysu upplýst þing- flokka sína í trúnaði. Þegar niður- staða liggi fyrir verði hún kynnt utanríkismálanefnd og fjárlaga- nefnd Alþingis. - pg Tvö til þrjú atriði standa enn út af borði í viðræðum við Breta og Hollendinga: Vonast eftir tíðindum í þessari viku ÓLJÓS STAÐA Stjórnarandstaðan gagnrýnir að drög að samkomulagi um Icesave séu kynnt fjölmörgum hags- munaaðilum en ekki þingmönnum. VARNARMÁL „ Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum frá Varnarmálastofnun þá voru þetta ekki níu sjómílur heldur níu mín- útur, en það eru 40 sjómílur,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upp- lýsingafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, um misræmi á full- yrðingum um flug rússneskra sprengjuflugvéla við Ísland árið 2007, annars vegar í tilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu og hins vegar í skýrslu frá sendiráði Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneytið fullyrti að flugvélarnar hefðu ekki farið inn í lofthelgi Íslands, sem er 12 sjómílur, en sendiráðið fullyrti að flugvélarnar hefðu flogið næst í níu sjómílna fjarlægð frá Kefla- vík, sem er innan lofthelginnar. Eftir að frá þessu misræmi var skýrt í Fréttablaðinu í gær hóf utanríkisráðuneytið að kanna hvernig á því stæði, og svo virð- ist sem skýringin sé sú að starfs- manni sendiráðsins hafi þarna orðið á mistök. - gb Leituðu skýringar á misræmi: Níu mínútur, ekki sjómílur SJÁVARÚTVEGUR Loðnuvertíðin er hafin og eru skip úr íslenska flotanum þegar farin að fiska. Tvö skipa HB Granda, Ingunn AK og Faxi RE, fóru út á miðin í síðustu viku en auk þeirra hefur Börkur NK verið að veiðum. Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni, sagði í frétt á vef HB Granda í gær að skipin væru stödd á austanverðum Kolbeins- eyjarhryggnum, um 70 sjómílur norðvestur af Melrakkasléttu. Áður voru þau í loðnuleit norður af Vestfjörðum. Þokkalegar torf- ur fundust norður af Kögri en áður en hægt var að kasta á þær lagðist rekís yfir svæðið. - jhh Loðnuveiðar komnar í gang: Skipin hafa fundið loðnu Á LOÐNUSLÓÐ Loðnuskipin hafa orðið vör við myndarlegar torfur norður af landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SVISS, AP Fulltrúar íranskra stjórnvalda ræddu í gær við fulltrúa sex ríkja um kjarnorkuáætlun lands- ins. Þetta eru fyrstu viðræðurnar í meira en ár sem írönsk stjórnvöld samþykkja að taka þátt í. Þær halda áfram á næstu dögum. Fulltrúar Íran hittu samningamenn frá Banda- ríkjunum, Rússlandi, Kína, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi í Genf í Sviss í gær, ásamt yfirmanni utanríkismála hjá Evrópusambandinu. Þar ítrekuðu fulltrúar ríkjanna sex þá kröfu að stjórnvöld í Teheran í Íran hættu alfarið við kjarn- orkuáætlun sína. Því höfnuðu fulltrúar Íran strax, og sögðust ekki til viðræðu um slíkt. Stjórnvöld í Teheran fullyrða að þau ætli ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum, heldur ætli þau aðeins að framleiða raforku í kjarnorkuverum sínum. Fulltrúar íranskra stjórnvalda fullyrtu raunar að tilgangur fundarins væri allt annar en að ræða um kjarnorkumál, en hátt settir embættismenn hafa staðfest að rætt hafi verið fátt annað en kjarnorku- málin á fundinum. Yfirmaður kjarnorkuáætlunar Írans sagði á sunnu- dag að vísindamenn í landinu hafi flutt úraníum í kjarnorkuver í fyrsta skipti. Bannað er að flytja úran til landsins, og mikilvægt fyrir stjórnvöld þar að komast hjá þeim viðskiptahindrunum. - bj Fulltrúar Íran ræddu kjarnorkuáætlun landsins á fundi með fulltrúum sex ríkja: Ekki til viðræðu um að hætta FUNDAÐ Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans (til vinstri), heimsótti Grikkland sama dag og fulltrúar Írans fund- uðu um kjarnorkumál í Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Meðlög í vanskilum nema tæplega 21 milljarði króna. Ellefu þúsund karlar greiða meðlög og nemur skuld þeirra 20 milljörðum. Rúmlega 500 konur greiða meðlag og skulda tæpar 600 milljónir. Þetta kemur fram í svari sveit- arstjórnarráðherra við fyrir- spurn Birkis Jóns Jónssonar Framsóknarflokki. Vanskil hafa aukist ár frá ári. Á síðasta ári var meðaltalsskuld hvers karlkyns meðlagsgreiðenda 1,6 milljónir en meðaltalsskuld kvenkyns meðlagsgreiðanda rúmar 900 þúsund krónur. - bþs 12.000 meðlagsgreiðendur: Milljarðameð- lög í vanskilum ÁRÓSAR Feðgar fundust látnir í íbúð í fjölbýlishúsi í Sködstrup, úthverfi Árósa í gær. Lögreglan rannsakar málið og segir það bera þess merki að um fjölskylduharmleik sé að ræða Fréttir herma að faðirinn, sem var 47 ára gamall sé grunaður um að hafa deytt 8 ára son sinn og svipt sig lífi eftir það. Húsvörður í blokkinni kom að feðgunum en lögregla sagðist í gær ekki geta gefið frekari upp- lýsingar um málsatvik. - þj Harmleikur í Árósum: Feðgar fundust látnir í íbúð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.