Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 4
4 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
GENGIÐ 06.12.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
205,1709
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,32 114,86
179,22 180,10
151,63 152,47
20,344 20,464
18,956 19,068
16,618 16,716
1,381 1,389
175,95 176,99
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Læknastö›in, Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is
Ókeypis
heyrnarmæling
úrvals
heyrnartæki
og afbragðs þjónusta!
ALÞINGI Margrét Tryggvadótt-
ir, Hreyfingunni, kvaddi sér
hljóðs á Alþingi í gær til að þakka
Jóhönnu Sig-
urðardóttur,
formanni Sam-
fylkingarinn-
ar, fyrir afsök-
unarbeiðni til
íslensku þjóð-
arinnar, sem
flokksráð Sam-
fylkingarinnar
samþykkti um
síðustu helgi.
Margrét
sagði að afsökunarbeiðnin mark-
aði tímamót og væri þakkarverð.
Hingað til hefði enginn beðið
íslensku þjóðina afsökunar á
hruninu. Ýmsir hefðu látið nægja
að biðja kjósendur sína, hluthafa
og aðra aðila afsökunar. „Mér
þótti vænt um og ég vil bara
koma þessu þakklæti á fram-
færi,“ sagði Margrét. - pg
Margrét Tryggvadóttir á þingi:
Þakklát fyrir af-
sökunarbeiðni
MARGRÉT
TRYGGVADÓTTIR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
19°
7°
-2°
2°
0°
4°
2°
2°
23°
2°
17°
3°
12°
-9°
0°
14°
-3°
Á MORGUN
3-8 m/s.
FIMMTUDAGUR
5-10 m/s. Hlýnandi.
-3
-3
-4
-4
-1
0
-6
-10
-10
-8
-7
6
4
5
4
2
1
3
2
3
2
1
-2
0
-7
-9
-4
2
3
-2
-4
6
HLÝNAR VESTRA
Það þykknar smám
saman upp og
hlýnar hægt vest-
an til á morgun. Á
fi mmtudag má bú-
ast við slyddu eða
rigninu á vestur-
helmingi landsins
en norðan og aust-
an til verður áfram
þurrt og fremur
kalt í veðri.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun telur óljóst hvaða
lagaheimildir ríkið hafði til að leggja Sjóvá til 11,6
milljarða króna vegna fjárhagslegrar endurskipu-
lagningar félagsins í fyrra. Þetta kemur fram í
skýrslu stofnunarinnar um ríkisreikninginn á árinu
2009.
Í skýrslunni er rakinn aðdragandi þess að ríkið
kom að endurskipulagningu tryggingafélagsins, og
bent á að ríkinu hafi ekki borið nein skylda til að
bjarga félaginu frá falli.
Ríkisendurskoðun telur ámælisvert að þessi við-
skipti upp á 11,6 milljarða króna hafi ekki verið
færð í bókhaldi ríkisins. Vitnað er til þeirrar skýr-
ingar Fjársýslu ríkisins að ekki hafi verið talin
þörf á því þar sem viðskiptin hafi flust frá ríkinu
til Eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands í árslok
2009.
Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráð-
herra til að fá sjónarmið ráðuneytisins vegna þessa
máls við vinnslu fréttarinnar í gær.
Ríkisendurskoðun gerir fjölmargar athugasemd-
ir við fjármálastjórnina hjá ríkinu á síðasta ári í
skýrslu sinni. Þar er til að mynda gerð alvarleg
athugasemd við að Landbúnaðarráðuneytið hafi
keypt bankabréf hjá Kaupþingi árið 2005 fyrir fé
sem með réttu hefði átt að skila til ríkisféhirðis.
Um var að ræða lausafé sem Lánasjóður landbún-
aðarins hafði yfir að ráða, samtals 214,2 milljónir
króna. Lánasjóðurinn var seldur Landsbankanum
árið 2005, en lausaféð var undanskilið og varð því
eftir hjá ráðuneytinu.
Í stað þess að skila fénu til ríkisféhirðis keypti
ráðuneytið bankabréf hjá Kaupþingi fyrir milljón-
irnar 214. Við hrun Kaupþings árið 2008 voru bréf-
in skilgreind sem almennar kröfur. Í dag er talið að
20 til 30 prósent fáist til baka af fénu. Tapið gæti
miðað við það verið á bilinu 150 til 172 milljónir
króna. Guðni Ágústsson var landbúnaðarráðherra
þegar bréfin voru keypt.
Að mati Ríkisendurskoðunar er ástæða til að
setja skýrar og samræmdar reglur um eignaum-
sýslu ríkissjóðs og heimildir einstakra ráðuneyta
til að ráðstafa eignum hans, eins og segir í skýrslu
stofnunarinnar. brjann@frettabladid.is
Óljóst hvaða heimildir ríkið
hafði til að leggja Sjóvá til fé
Ríkisendurskoðun gerir fjölmargar athugasemdir við fjármálastjórn ríkisins í nýrri skýrslu. Landbúnaðar-
ráðuneytið tapaði vel á annað hundrað milljóna króna vegna kaupa á bankabréfum í Kaupþingi árið 2005.
WIKILEAKS Eftir að Wikileaks hóf að
birta bandarísku sendiráðsskjölin
hafa verið gerðar allmargar árás-
ir á starfsemina, nú síðast var net-
þjónum í Svíþjóð lokað og banka-
reikningi í Sviss sömuleiðis.
„Það er merkilegt að sjá þarna
framan í grímulaust andlit Banda-
ríkjastjórnar, að hún skuli skipa sér
þarna við hlið ríkja á borð við Kína
með þessari massívu árás á fyrir-
tæki sem er að berjast fyrir opnara
samfélagi,“ segir Kristinn Hrafns-
son, talsmaður Wikileaks.
„En þetta eru sögulegir tímar og
við erum núna að fá mikinn stuðn-
ing þegar ljóst er að þetta er orðin
grímulaus árás á tjáningarfrelsið.“
Kristinn segir að þótt þessar
árásir trufli óneitanlega starfið, þá
hafi tekist að verjast. Nú þegar hafa
nærri þúsund skjöl verið birt af alls
250 þúsund, en þau sem eftir eru
munu smám saman líta dagsljósið
á næstu vikum og mánuðum.
Kristinn segir að hjá Wikileaks
setji menn ekkert fyrir sig þótt
Fréttablaðið hafi komist í íslensku
sendiráðsskjölin áður en til var ætl-
ast.
„Það var alltaf ætlunin að þetta
kæmi fyrir almenningssjónir.“ - gb
Kristinn Hrafnsson segir merkilegt að sjá Bandaríkjastjórn skipa sér við hlið Kína:
Árásirnar orðnar grímulausar
KRISTINN HRAFNSSON Þrátt fyrir truflan-
ir halda Wikileaks-menn ótrauðir áfram.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ríkið hefur ekki enn fengið greitt fyrir Sements-
verksmiðjuna hf., sem seld var Íslensku sementi
ehf. í október 2003. Söluverðið var 68 milljónir
króna, en skuld við ríkissjóð stendur nú í 118
milljónum króna með vöxtum og dráttarvöxtum,
að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar. Stofnunin gagnrýnir hvernig fjármálaráðuneyt-
ið hefur haldið á málinu.
Fyrirvarar voru í kaupsamningnum um sam-
þykki ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, og Samkeppn-
iseftirlitsins. Rannsókn ESA tók fimm ár, og átelur
Ríkisendurskoðun eftirlitsstofnunina fyrir hversu
langan tíma rannsóknin tók.
Eftir að ESA og Samkeppniseftirlitið höfðu sam-
þykkt söluna var reynt að innheimta söluverðið
frá kaupanda. Lögmaður Íslensks sements lýsti
því hins vegar yfir að þar sem ákvörðun ESA hafi
ekki verið birt hefði fyrirvörum sölusamningsins ekki verið aflétt.
Í samningnum var kveðið á um að kaupandinn skyldi leggja fram bankaábyrgð fyrir kaupverðinu
sem gilda ætti til greiðsludags. Við undirritun lagði kaupandinn hins vegar fram bankaábyrgð sem
gilti einungis í tæpa sex mánuði, án þess að ríkið sem seljandi gerði athugasemd við það.
Fjársýsla ríkisins sendi innheimtubréf til Íslensks sements í maí síðastliðnum. Í skýrslu ríkisendur-
skoðunar segir að bréfinu hafi ekki verið svarað.
Sementsverksmiðjan ógreidd í sjö ár
■ Margar stofnanir ríkisins urðu ekki við tilmæl-
um ríkisstjórnarinnar um að laun starfsmanna
ríkisins yfir 400 þúsundum króna yrðu
lækkuð.
■ Í fyrra sömdu 43 stofnanir ríkisins af 198 um
kaupleigu eða fjármögnunarleigu, til dæmis á
bílum, án þess að fá heimild síns ráðuneytis
og fjármálaráðuneytisins, sem þeim er skylt
að gera.
■ Setja þarf samræmdar reglur um hvernig
innheimta á skammtímakröfur ríkisins. Í dag
er ekki alltaf ljóst hver ber ábyrgð á eftirfylgni
og innheimtu ekki alltaf sinnt með eðlilegum
hætti.
■ Huga þarf að öðrum úrræðum en að áætla
virðisaukaskattgreiðslur á einstaklinga og
fyrirtæki sem ekki skila skýrslu þar sem það
úrræði virkar ekki. Yfir 500 einstaklingar og
fyrirtæki hafa ekki skilað skýrslu um virðis-
aukaskatt í fimm ár í röð eða lengur.
Fjölmargar athugasemdir í skýrslu Ríkisendurskoðunar
KJARAMÁL Ekki eru forsendur til
að gera kjarasamninga til lengri
tíma en eins árs, að mati Kenn-
arasambands Íslands.
Rætt var um kjaraviðræður á
fundi stjórna og samninganefnda
kennara á föstudag.
Á honum var ákveðið að taka
ekki þátt í heildarsamfloti um
gerð kjarasamninga. Kennarar
eru hins vegar tilbúnir til sam-
vinnu um greiningu forsendna
sem kjarasamningar gætu byggst
á, að því gefnu að sú vinna verði á
ábyrgð og undir verkstjórn ríkis-
sáttasemjara. - bþs
Kennarar ekki í heildarsamflot:
Vilja að samið
verði til eins árs
ALÞINGI Í nýju frumvarpi forseta
Alþingis er settur rammi utan
um rannsóknarnefndir á vegum
þingsins og málsmeðferð fyrir
þeim.
Gert er ráð fyrir að slíka nefnd
skuli skipa ef þingið samþykkir
áyktun þar um.
Verður skylt að afhenda rann-
sóknarnefndum þau gögn sem
þær kalla eftir en skýrslugjöf
fyrir nefndunum er frjáls.
Ekki hafa verið til almenn lög
um rannsóknarnefndir á vegum
Alþingis. Þegar þingið hefur séð
ástæðu til að setja slíka nefnd á
fót hefur þurft að setja um það
sérstök lög. - bþs
Lög um rannsóknarnefndir:
Rammi um þing-
rannsóknir