Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 12
12 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
FRAMÚRSKARANDI UM JÓLIN
Síðastliðin ár hafa hamborgarhryggir og hangikjöt
frá Norðlenska skarað framúr í bragðkönnunum
DV. Ár eftir ár hafa neytendur sett traust sitt á
Norðlenska þegar kemur að jólamatnum. Fyrir það
erum við þakklát og ætlum að halda áfram að
uppfylla kröfur um indæla jólasteik.
BRAGÐKÖNNUN MATGÆÐINGA DV
2009 – Húsavíkurhangikjöt í 1. sæti
2008 – Húsavíkurhangikjöt í 1. sæti
2008 – KEA-hamborgarhryggur í 1. sæti
2007 – KEA-hangikjöt í 1. sæti
2006 – KEA-hamborgarhryggur í 2. sæti
2004 – KEA-hamborgarhryggur í 1. sæti
2002 – KEA-hamborgarhryggur í 2. sæti
2002 – KEA-hangikjöt í 1. sæti
–einfalt og ódýrt
TILBOÐ MÁNAÐARINS
PANODIL HOT
926 KR.
TILBOÐ GILDIR ÚT DESEMBER
Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?
Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.
SAMFÉLAGSMÁL Fangar á Litla-Hrauni
afhentu fulltrúum Mæðrastyrksnefndar
og Jólaaðstoðar 36 þúsund smákökur í gær.
Nokkrir fangar tóku sig saman og ákváðu
á dögunum að baka smákökur og gefa þær
til góðgerðarmála fyrir jólin. Nokkur fyr-
irtæki gáfu allt hráefni til bakstursins og
segir Eyrún Guðmundsdóttir, umsjónar-
maður eldhússins á Litla-Hrauni, elda-
mennskuna hafa gengið vonum framar.
„Þetta eru snillingar. Þeir voru bara eins
og maskínur þegar verkefnið var farið af
stað,“ segir Eyrún. „Það var unnið stans-
laust í um það bil viku og eftir það var
varla hægt að þverfóta yfir kökum.“
Jónas Árni Lúðvíksson er í forsvari fyrir
bakarana og átti upprunalegu hugmyndina
að framtakinu. Jónas segir ástandið í sam-
félaginu hafa ýtt undir framtakið og það sé
kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja láta gott
af sér leiða.
David Crunkleton frá Florida vann sem
bakari á unglingsárunum og var því kær-
komin viðbót í hópinn.
„Ég held að fangelsiskerfið hér á Íslandi
sé einstakt,“ segir Crunkleton. „Það gerir
föngum kleift að taka þátt í verkefnum sem
þessum og þau veita okkur tækifæri til að
nýta tímann á uppbyggilegan hátt með því
að gefa til samfé lagsins.“ - sv
Fulltrúar Mæðrastyrksnefndar og Jólaaðstoðar 2010 tóku á móti góðri gjöf frá föngum á Litla-Hrauni:
Fangar bökuðu 36 þúsund smákökur
KÖKURNAR AFHENTAR Fulltrúar Mæðrastyrksnefndar og
Jólaaðstoðar 2010 tóku við smákökukössunum á Litla-Hrauni í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
WIKILEAKS Nokkurrar togstreitu
gætti milli bandaríska sendiráðs-
ins hér á landi og íslenskra stjórn-
valda um þátttöku Íslendinga í
friðargæslustörfum í Afganistan á
árunum 2006 til 2008, samkvæmt
frásögnum sendiherrans í skeytum
til stjórnvalda í Washington.
Íslendingar vildu draga úr hern-
aðaryfirbragði starfseminnar, en
Bandaríkjamönnum þótti það glap-
ræði.
„Sendiráðið telur að „mýkri“
stefna íslensku stjórnarinnar í máli
friðargæslunnar séu skynsamleg
viðbrögð við áhyggjum almennings,
en því fylgir sú áhætta að boðið sé
upp á óraunhæf loforð um að friðar-
gæslu sé hægt að gera örugga frek-
ar en bara öruggari,“ skrifar Carol
van Voorst, þáverandi sendiherra, í
skýrslu frá í nóvember 2006.
Hún segir að umfjöllun íslenskra
fjölmiðla hafi átt þátt í að draga
upp þá mynd af íslenskum friðar-
gæsluliðum, að þar væru á ferðinni
„ofvaxnir unglingar í hermanna-
leik, og spyrja sumir hvort íslensk-
ur her hafi verið stofnaður án vit-
undar almennings“.
Í kaldhæðnislegri millifyrirsögn
lýsir sendiherrann afstöðu Íslend-
inga eins og hún kemur henni fyrir
sjónir: „Engar byssur, takk – við
erum Íslendingar.“
Haft er eftir starfsmönnum utan-
ríkisráðuneytisins að þeir telji
almenning á Íslandi ekki undir það
búna að íslenskur friðargæsluliði
láti lífið, „sem myndi vekja spurn-
ingar um tilgang þessa starfs og
hvort við ættum að vera að standa
í þessu“, eins og einn orðar það.
Minnst er á harmleikinn í Kjúkl-
ingastræti í Kabúl árið 2004, þegar
nokkrir íslenskir friðargæsluliðar
urðu fyrir árás sem kostaði tvö
mannslíf.
„Háttsettur embættismaður í
utanríkisráðuneytinu sagðist ósátt-
ur við það hvernig tekið hefur verið
á atvikinu í Kjúklingastræti, og
trúði sendiherranum fyrir því að
þeir sem fóru með málið hafi reynt
að sópa vandamálinu undir teppið,“
skrifar van Voorst.
Árið 2007 ræðir hún þessi mál
aftur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, sem þá var orðin utanríkis-
ráðherra, og Geir Haarde forsætis-
ráðherra. Hún segir þau hafa haft
nokkurn áherslumun í utanríkis-
málum, en Ingibjörg hafi hlustað
á rök fyrir því að Íslendingar taki
áfram þátt í uppbyggingarstarfi í
Afganistan, „þótt augljós varfærni
hennar gagnvart öllum tengslum
Íslendinga við hernaðarstörf þýði
að við þurfum enn að vinna að því
að sannfæra hana um að fram-
lengja þátttökuna áður en vetur
skellur á“.
Eftir að kreppan skall á haustið
2008 skýrði Ingibjörg síðan frá því
að friðargæsluliðar myndu einung-
is í undantekningartilvikum bera
vopn.
Sendiherrann telur þetta mis-
ráðið og segir þessa breyttu stefnu
sýna að menn átti sig ekki á því
að „þetta dregur verulega úr gildi
stuðnings Íslands við fjölþjóðalið
NATO í Afganistan“.
gudsteinn@frettabladid.is
Ágreiningur
um hernað-
aryfirbragð
Sendiherra Bandaríkjanna reyndi að bregðast við
tregðu íslenskra stjórnvalda til að láta friðargæslu-
liða bera vopn. Íslenskur embættismaður trúði
sendiherra fyrir því að reynt hefði verið að sópa
Kjúklingastrætismálinu undir teppið.
INGIBJÖRG Í KABÚL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, á tali
við íslenska friðargæsluliða á flugvellinum í Kabúl í mars 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐSTEINN
MÆÐGIN Móðirin „Bety“ sinnir
afkvæmi sínu í dýragarðinum í Bueon-
os Aires í Argentínu. Bengal-tígurinn
er í mikilli útrýmingarhættu en aðeins
munu um 210 dýr vera lífs. MYND / AFP