Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 20
20 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Ég hef verið að skoða og kynna mér nýja háskólasjúkrahús-
ið. Þetta nýja háskólasjúkrahús
á að vera mjög flott og standast
nútímakröfur. Þar er meðal ann-
ars talað um að allar sjúkrastofur
verði einstaklingsherbergi með
sér baðherbergi og aðgengi út á
skjólsæla þakgarða sem snúa vel
við sólu þar sem rækta má rósir
og lækningajurtir.
Þetta hljómar mjög vel og finnst
mér þetta vera góð þróun. Það sem
stakk mig þegar ég var að skoða
teikningarnar er að geðsviðið á
ekki að færast inn í nýja háskóla-
sjúkrahúsið. Það á að halda áfram
starfsemi í núverandi geðdeild-
arbyggingu. Ég fór að lesa mér
til og skoða eins mikið af gögn-
um í sambandi við nýja háskóla-
sjúkrahúsið eins og ég komst yfir.
Ég sá að í upphafi ferlisins var
hugmyndin
að geðsviðið
fengi aukið
húsnæði en
samkvæmt
nýjustu
skýrslum og
teikningum
er svo ekki.
Það er samt
talað um að
endurbæta
húsnæðið en
ekki stækka
það. Ég sé því ekki hvernig hægt
sé að bæta aðstöðuna mikið því
byggingin er nú þegar sprungin.
Oft þarf að vísa sjúklingum frá
eða útskrifa þá of snemma vegna
skorts á plássum. Það er því ekki
hægt að fjölga herbergjum til að
allir fái eins manns herbergi, eða
bæta við aðstöðu inni á deildum
fyrir til dæmis iðjuþjálfun.
Af hverju fá geðsjúkir ekki
sömu aðstöðu og aðrir sjúkling-
ar? Ég persónulega hef legið inni
á geðdeild og finnst aðstaðan
þar vera óviðunandi. Flest her-
bergin eru tveggja manna sem
getur verið mjög erfitt því sjúk-
lingar eru í mismunandi ástandi.
Ég hef oft lent í því að herberg-
isfélagi minn hefur haldið fyrir
mér vöku eða truflað mig á annan
hátt. Þetta er mjög slæmt þar sem
margir sjúklingar hafa átt erfitt
með svefn og þurfa nauðsynlega
að komast í ró og næði. Hreinlæt-
isaðstaðan er líka slæm, allt að
fimm sjúklingar nota sama bað-
herbergið og sömu sturtuna. Þeir
geta verið af báðum kynjum og í
misjöfnu ástandi. Þetta aðstöðu-
leysi hefur áður verið í umræð-
unni og kallað hefur verið eftir
úrbótum frá sjúklingum, starfs-
fólki og aðstandendum án mikils
árangurs.
Það má samt nefna að flytja á
bráðamóttöku geðsviðs inn í nýja
háskólasjúkrahúsið þar sem verð-
ur sameinuð bráðamóttaka fyrir
allt sjúkrahúsið. Að sumu leyti er
það jákvætt og væntanlega verð-
ur þar mun betri aðstaða en er
á núverandi bráðamóttöku. Það
eru samt ekki allir sammála um
kosti þess að hafa eina sameinaða
bráðamóttöku, ég veit til dæmis
um einstaklinga sem finnst það
hræðileg tilhugsun að þurfa að
fara á svona stóra bráðamóttöku
þegar þeim líður svona illa. Það
má líka nefna að á teikningu fyrir
annan áfanga er sýnd möguleg
stækkun geðdeildar. En því miður
er það bara framtíðarmöguleiki
eftir að annarri áætlaðri upp-
byggingu er lokið.
Mér og félögum mínum í Hug-
arafli finnst það mjög alvarlegt
mál að verið sé að mismuna geð-
sjúkum í heilbrigðiskerfinu á
Íslandi árið 2010! Eru þetta for-
dómar? Eru geðsjúkdómar ann-
ars flokks sjúkdómar í heil brigðis-
kerfinu?
Geðsjúkum
mismunað?
Heilbrigðismál
Elín Ósk
Reynisdóttir
verkfræðinemi og
meðlimur í Hugarafli
Geðsviðið
á ekki að
færast inn í
nýja háskóla-
sjúkrahúsið.
Forsetinn og stefnan
Forsetinn hefur enn einu sinni hugsað upphátt í útlöndum.
Nú í The Banker. Blaðið segir að
hann sé ekki að leita eftir erlend-
um fjárfestingum til Íslands og
hann láti að því liggja að þær
séu ónauðsynlegar. Raunar séu
þær ein meginorsök þess að
landið hafi farið eins illa út úr
fjármálakreppunni og raun bar
vitni. Um þetta atriði deila hinir
lærðu. Ekki er þó ástæða til þess
að véfengja það mat forsetans að
of viðamiklar erlendar fjárfest-
ingar geti stuðlað að ofhitnun lít-
ils hagkerfis, og að í náinni fram-
tíð muni erlent fjármagn á Íslandi
verða undir strangari reglum og í
smærri skala en var í byrjun ald-
arinnar.
Forsetinn gerir rétt í því að ein-
beita sér að spurn eftir sérþekk-
ingu Íslendinga á vinnslu jarðhita
víða um heim. Þar hafa hann og
ráðherrar í ríkisstjórnum unnið
þarft verk. Ekki veitir af, því að
forsvarsmenn sólar- og vindorku-
iðnaðar rægja jarðhitann látlaust
á alþjóðavettvangi, enda ekki
nema von því hann getur keppt
við olíu meðan önnur nýorka er
háð niðurgreiðslu hins opinbera.
Ríkisstjórn Íslands telur bein-
ar erlendar fjárfestingar ekki
ónauðsynlegar. Þvert á móti seg-
ist hún vilja stuðla að þeim sem
lið í endurreisn atvinnulífs og
sett hafa verið rammalög um
ívilnanir til þess að fylgja eftir
því sjónarmiði. Hún leggur sér-
staka áherslu á græna atvinnu-
lífssýn og í samræmi við það
hefur Íslandsstofa (Fjárfestingar-
stofa) aðallega unnið að kynningu
á Íslandi sem ákjósanlegum kosti
fyrir gagnaver, sólarkísilvinnslu,
græna iðngarða í tengslum við
gufuaflsvirkjanir, gróðurhús í
iðnaðarskala, lífræna efnaferla,
innlenda eldsneytisvinnslu,
heilsuþorp og beinar fjárfesting-
ar í landbúnaði og ferðaþjónustu.
Hvað sem líður deilum um álver
þá virðist vera pólitískur ein-
hugur í landinu um að leitað sé
fjölbreyttra tækifæra í bein-
um erlendum fjárfestingum til
Íslands. Þeim fylgja fyrirfram
ljós áhrif á atvinnustig, ný þekk-
ing, ný tækni og ný útflutnings-
tækifæri.
Við erum hluti af innra markaði
Evrópusambandsins og undir fjór-
frelsið sett, enda þótt við höfum
fengið tímabundið frí frá því með
gjaldeyrishöftum sem ætlunin er
að aflétta. Það er sem sagt opin-
ber stefna að við verðum aftur
þátttakendur í opnu og alþjóð-
legu efnahags- og fjármagnskerfi
þegar okkur vex fiskur um hrygg.
Ljóst er því að íslenskt atvinnulíf
mun þurfa á erlendu fjármagni
að halda, rekstrar- og lánsfé og
ekki síður erlendri fjárfestingu.
Mörg fyrirtæki eins og Median,
Meniga, Gogogic, Andersen og
Lauth, Handpoint, Mentor, Mar-
orka, Nikita, Lífeind, Primex,
Alur-álvinnsla og Kine ehf., svo
aðeins nokkur sé nefnd, eru nú
að vaxa út fyrir landsteina eins
og CCP, Marel, Össur og Actavis
gerðu áður. Þau munu þurfa erlent
fjármagn, erlenda samstarfsað-
ila, erlent hlutafé og erlenda lána-
fyrirgreiðslu til þess að halda
áfram að vaxa og dafna.
Það er staðreynd að vægi utan-
ríkisviðskipta á Íslandi er lítið
mælt sem hlutfall af landsfram-
leiðslu. Við flytjum inn lítið af
hráefnum til fullvinnslu nema til
frumframleiðslu á áli. Útflutningi
á sjávarafurðum eru takmörk sett
af náttúrulegum ástæðum. Flest-
ar smáþjóðir í Evrópu hafa mun
hærra hlutfall utanríkisviðskipta
en Ísland. Á þessu sviði er til mik-
ils að vinna því hver milljarður í
útflutningsverðmæti eykur lands-
framleiðslu um tilsvarandi upp-
hæð og helst því beint í hendur
við tekjur og atvinnu fólksins í
landinu.
Tækifærin til þess að auka
útflutning eru ekki síst á nýjum
sviðum atvinnulífs þar sem
sprotavirkni er lífleg og fjöl-
breytt. Án beinnar erlendrar fjár-
festingar og eðlilegra tengsla við
alþjóðlegan fjármagnsmarkað
mun verða minna úr sprotunum
en efni standa til.
Forsetinn
Einar Karl
Haraldsson
ráðgjafi hjá Innform
Ljóst er því að
íslenskt atvinnu-
líf mun þurfa á erlendu
fjármagni að halda
Mikilvæg vitneskja um eldvirkni
Eldgos eru algengt umræðu-efni um þessar mundir og oft
spurt: Hvar gýs næst? Af nógu er
að taka. Eldvirku svæðin á Íslandi
ná yfir um fjórðung af flatarmáli
landsins. Þar eru ein 30 eldstöðva-
kerfi, hvert með fleiri en einni eld-
stöð og menjum um mörg eldgos.
Tíðni eldgosa á Íslandi er há, um
30 gos að lágmarki á öld. Núna er
t.d. horft til Heklu og Grímsvatna
sem eru komin í „skotstöðu“ miðað
við gögn úr jarðeðlisfræðilegum
mælingum fyrir síðustu eldsum-
brot þar. Menn líta á kvikusöfnun
undir Kötlu og norðvestanverðum
Vatnajökli og nágrenni (í Bárðar-
bungukerfinu) og túlkun athugana
á svæði austan við Öskju bendir til
kvikuflutninga á töluverðu dýpi.
Svo koma til aðrir staðir þar sem
eitthvað kann að vera í uppsigl-
ingu. Margir muna Kröfluelda
1975-1984 en þá urðu níu fremur
lítil eldgos á níu árum eftir hress-
ilega plötuskriðshrinu (landgliðn-
un) í eldstöðvakerfinu sem kennt
er við megineldstöðina Kröflu. Allt
voru þetta hefðbundin sprungugos
með hraunrennsli. Þau efldust með
hverju gosi, en teljast samt lítil
eða fremur lítil, og gossprungur
lengdust í norður. Þetta er ágætt
að hafa í huga þegar menn horfa
til Suðvesturlands.
Jarðhræringar eru
tíðar á Reykjanesskaga.
Þar eru fjögur eld-
stöðvakerfi með tilheyr-
andi sprungusvæðum
og það austasta hreyk-
ir Hengli, ungri megin-
eldstöð, en hin bera ekki
þróuð eldfjöll. Marg-
ar sprungur á skagan-
um stefna í norðaustur,
innan eldstöðvakerf-
anna. Þar skelfur alloft
og stundum gýs, ein-
mitt í hrinum ekki ólík-
um Kröflueldum. Svo er
annað sett af sprungum
að finna á skaganum.
Þær stefna norður og
einnig þar skelfur jörð
en gýs ekki. Ástæðu
þessarar tvískiptingar
er m.a. að finna í þeirri
staðreynd að plötuskilin
á skaganum eru þvinguð og beygð
til austurs en tengjast þar á Suð-
urlandsskjálftabeltinu og Hengil-
skerfinu.
Saga eldvirkni á Reykjanes-
skaga eftir lok síðasta jökulskeiðs
(á umliðinum 12.000 árum eða svo)
er fjölbreytt. Fyrstu árþúsundin
voru svokölluð dyngjugos algeng,
með þunnfljótandi hrauni. Einnig
kom þá upp jarðeldur á sprungum
með bæði þunn- og þykkfljótandi
hraunum, í öllum kerf-
unum. Eftir því sem
lengra leið á hlýskeið-
ið hurfu dyngjugosin
úr sögunni og slitnar
gígaraðir á sprungum
urðu algengustu nýju
eldstöðvarnar.
Jarðeldurinn hefur
gjarnan gengið yfir í
hrinum, jafnvel svo að
fleiri en eitt eldstöðva-
kerfi hafa verið virk á
ólíkum tímum, innan
tveggja til þriggja alda.
Engar „reglur“ eru þó
algildar. Á milli slíkra
eldvirknistímabila eða
óróalda virðast líða 500-
1000 ár.
Lærdómsríkt getur
verið að skoða síðasta
eldvirknistímabilið á
Reykjanesskaganum. Þá
kom upp jarðeldur beggja vegna
Bláfjalla á 10. og 11. öld (t.d. Eld-
borgir með Svínahraunsbruna og
eldstöðvar nálægt skíðasvæðun-
um). Hraun runnu m.a. í átt að
Heiðmörk og Húsfelli en enduðu
fjarri núverandi byggð. Á 12. öld
brunnu Krýsuvíkureldar á gos-
sprungum sem teygðu sig með
hléum frá Ögmundarhrauni, um
dalinn vestan við Sveifluháls, að
Helgafelli við Hafnarfjörð. Þá
náði hraun til sjávar bæði sunn-
an og norðan á skaganum. Á fyrri
hluta 13. aldar hrökk Reykjanes-
kerfið í gang með gjóskugosi í sjó
og hraungosum úr sprungum rétt
hjá Reykjanesvirkjun, í Eldvörp-
um og t.d. við Svartsengi. Hraun
við Grindavík er aftur á móti for-
sögulegt og yngsta gossprungan
í Hengilskerfinu (nær frá Hellis-
heiði, sundurslitin um fjallið til
Nesjavallasvæðisins og Sandeyjar
í Þingvallavatni) er um 2.000 ára.
Á þetta er minnt í þessum stutta
pistli til að ítreka löngu fenginn
fróðleik um eldvirkni í nágrenni
mesta þéttbýlis landsins. Þekk-
ing er ávallt mikilvæg. Hún getur
mildað óþarfa áhyggjur núna eða
of sterk viðbrögð síðar, sjáist til
jarðelds á Reykjanesskaga. Eldgos
í einhverju eldstöðvakerfa skag-
ans getur gengið um garð án telj-
andi tjóns en það getur líka verið
varasamt og valdið tjóni. Kerfin
eru vöktuð og landsmenn vissu-
lega undir eitt og annað búnir.
Betra er að minna á staðreyndir
en að láta eins og ekkert sé.
Eldvirkni
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur
Eldgos í
einhverju
eldstöðva-
kerfa skagans
getur gengið
um garð án
teljandi tjóns
en það getur
líka verið
varasamt og
valdið tjóni.
Ein gjöf sem
hentar öllum
GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
18
8
Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður upp
á að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn
velji gjöfina. Gjafakortið er viðskiptavinum að
kostnaðarlausu til áramóta.
Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.