Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 22
Kátir kroppar heitir íslenskur barnamatur sem kom á markað í gær. Um er að ræða fjórar teg- undir af mauki fyrir sex mánaða og eldri; tvær í sérstökum mat- arpakkningum og tvær í dósum. Maturinn er unninn úr íslensku hráefni. Hann er án allra auka- efna og er seldur frosinn. Vin- konurnar Þórdís Jóhannsdótt- ir og Guðrún Stefánsdóttir hafa þróað hann í sameiningu og verð- ur hann einungis seldur í Fjarð- arkaupum fyrst um sinn. „Ég er í mastersnámi í iðnað- arverkfræði en Guðrún er hjúkr- unarfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Við eigum báðar tvö börn og höfum lagt ríka áherslu á að gefa þeim hollt og gott að borða. Ég var búin að vera að vinna í alls kyns nýsköpun og frumkvöðla- starfi tengdu náminu en við höfð- um báðar gengið með þessa hug- mynd í kollinum hvor í sínu lagi. Við ákváðum svo að sameina krafta okkar og hefja þróunar- vinnu,“ segir Þórdís Vinkonurnar byrjuðu í mat- arsmiðju Matís á Höfn í Horna- firði en þar voru gerðar alls kyns prufur og mælingar. „Síðan náðum við samstarfi við Í einum grænum sem er dótturfélag Sölu- félags garðyrkjumanna og þar fer framleiðslan fram.“ Enn sem komið er fást fjórar tegundir af mauki eða gulrótar- mauk, rófumauk, spergilkáls- og blómkálsmauk og gulrótar- og steinseljumauk. „Með tímanum munum við svo vonandi bæta við fleiri tegundum,“ segir Þórdís. Hún segir að það sem geri vör- urnar frábrugðnar niðursoðn- um barnamat sé að þær séu seld- ar frosnar en þannig segir hún næringarefnin haldast betur. „Þá leggjum við áherslu á að hægt er að nota vöruna út í matseld eins og lasagne, inn í skinkuhorn, í fiskrétti og til að þykkja súpur en þannig má með auðveldum hætti koma grænmeti ofan í börn sem eru rög við það ásamt því að auka næringargildi matarins.“ Með tímanum langar þær Þór- dísi og Guðrúnu til að geta boðið upp á mat fyrir eldri börn og þá jafnvel með kjöt og fiski og þá vonandi í fleiri verslunum. vera@frettabladid.is Alíslenskur barnamatur Barnamatur úr íslensku grænmeti kom á markað í gær. Maturinn er seldur frosinn og hentar börnum frá sex mánaða aldri. Hann er góður einn og sér og í ýmis konar matseld handa börnum. Maukið sem þær Guðrún og Þórdís hafa þróað í samstarfi við matarsmiðju Matís er hugsað fyrir börn, sex mánaða og eldri. FRÉTTABLAÐÐ/ANTON Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur Úrval af vönduðum og fallegum dömuskóm úr leðri, fóðruðum. Til dæmis: Teg: K 4321 Litir: rautt og svart Stærðir: 36 - 40 Verð: 19.500.- Teg: K 5725 Litir: gráröndótt og brúnröndótt Stærðir: 36 - 40 Verð: 17.500.- Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Áttablaðarós Sængurfatnaður ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKAR 2010 Í HÁSKÓLABÍÓI BUBBI MORTHENS BYLGJAN KYNNIR: ÁRLEGIR ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKAR BUBBA MORTHENS VERÐA Í HÁSKÓLABÍÓI ÞANN 23. DESEMBER OG HEFJAST KL. 22.00. SÉRSTAKUR GESTUR BUBBA ER JÓNAS SIGURÐSSON. MIÐASALA ER HAFIN Á MIDI.IS. MIÐAVERÐ 3.500 KR. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á PRIME.IS. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Sofið með tóman maga „Snæddu morgunverð eins og kóngur, hádegisverð eins og prins og kvöldverð eins og betlari“ er eitt af hollráðum Michaels Pollan í bókinni Mataræði – handbók um hollustu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.