Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 7. desember 2010 5 „Þetta er í senn prjónabók með uppskriftum fyrir reyndara prjónafólk, og dagbók eða skipu- lagsbók,“ útskýrir Guðrún Hann- ele Henttinen sem ásamt Helgu Thoroddsen hefur sett saman bók- ina Prjónatal. Hún segir prjóna - áhuga gjarnan þróast út í prjóna- ástríðu og þá sé gott að geta gripið til bókar sem þessarar. „Þegar lengra er komið í prjóna- skap vaknar oft þörf fyrir að breyta uppskriftum og þá þarf að skrifa hjá sér ýmislegt. Fyrir þá sem hafa prjón sem áhugamál er þetta skemmtileg bók að eiga og þvælast með allt árið. Hún er inn- bundin og góður pappír í henni sem gott er að skrifa á og hún er líka fyrir augað.“ Í bókinni er að finna frumsamd- ar uppskriftir eftir Helgu. Hver kafli hefst á yfirliti yfir mánuðinn, þá kemur uppskriftin og svo tekur við ein blaðsíða fyrir hverja viku. Aftast í bókinni er að finna fróðleik og nytsamlegar upplýsingar, svo sem um prjóna stærðir, garn og lista yfir prjónahugtök á ensku. Þær Helga og Guðrún eru báðar textílmennt- aðar og segja prjóna- skap sínar ær og kýr. Við vinnslu bókarinn- ar nutu þær aðstoðar sona sinna, þeirra Helga Gunnarsson- ar Thoroddsen og Egils Kalevi Karls- sonar. „Helgi er að klára grafíska hönn- un við LHÍ og sá um útlit bókarinnar. Hann tók líka allar ljósmyndirn- ar,“ útskýrir Guðrún. „Egill, sonur minn er myndlistarmaður og hönn- uður og vann teikningarnar í bók- ina. Við erum mjög ánægð- ar með útkomuna enda lögðum við metnað í að gera eigulega bók.“ Bókin er þegar komin í dreifingu hjá Storkinum ehf. og fæst í einnig í flestum bókabúðum. Guðrún tekur fram að prjónafólk búsett úti á landi þurfi ekki að borga flutningskostn- að þegar það panti bókina, til að allrar sanngirni sé gætt. En er von á árlegu Prjónatali? „Það er strax komin af stað hugmyndavinna fyrir næstu bók. Við lögðum svo mikla vinnu í þessa að það er ekki hægt annað en halda áfram.“ heida@frettabladid.is Haldið utan um lykkjur Prjónaáhugi getur hæglega breyst í prjónaástríðu, segja Guðrún Hannele Henttinen og Helga Thorodd- sen. Þær hafa nú gefið út bókina Prjónatal, skipulagsbók fyrir áhugasamt prjónafólk. Guðrún Hannele Henttinen og Helga Thoroddsen hafa gefið út bókina Prjónatal, skipulagsbók fyrir prjónafólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kynning PRJÓNATAL 2011 er í senn dagbók fyrir áhugafólk um prjón og prjónabók með fallegri íslenskri prjónhönnun. Dagatal er fremst í hverjum mánuði og svo vika per blaðsíðu. Aftast í bókinni er kafli með hagnýtum upplýsingum um garn, prjóna og margt fleira sem nýtist þeim sem prjóna. Innbundin, vönduð og metnaðarfull bók prýdd fjölda ljósmynda og teikninga. Upplýsingar og dreifing: Storkurinn, Laugavegi 59, 101 Reykjavík, sími 551 8258, storkurinn@storkurinn.is Heildsöludreifing: Satúrnus ehf. Brautarholti 4A, Reykjavík. Fæst í hannyrðavöruverslunum Gæða prjónar Eftirlæti hand a þi nna Gæð prjónar Íslensk ull er samsett úr tveimur hárgerðum, þeli og togi. Þelið er fín, mjúk og liðuð hár sem einangra vel. Togið er löng og slétt hár sem hrinda frá sér vatni. Þessar tvær hárgerðir gera íslensku ullina létt- ari en flestar ullartegundir, hún hrindir frá sér regni og heldur húðinni þurri með því að hleypa í gegn útgufun frá líkamanum. Oft nægir að viðra ullarflík vel í stað þess að þvo hana. Heimild: www.handknit.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.