Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 34
26 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
BAKÞANKAR
Þórunnar
Elísabetar
Bogadóttur
Það getur verið mjög skemmtilegt að skoða blogg – eins og það getur líka
verið óstjórnlega leiðinlegt og mann-
skemmandi. Undanfarið hafa einhvers
konar lífsstílsblogg skotið upp kollinum í
stórum stíl á íslenskum vefsíðum og þau
eru afskaplega misjöfn.
LÍKLEGA hefur aldrei verið eins mikið
framboð af efni á íslensku um það hvernig
konur eiga að mála sig, greiða sér, klæða
sig og hegða sér. Þetta gildir já sérstak-
lega um konur. Stundum getur verið mjög
skemmtilegt að skoða síður um tísku
og fleira sem á að heita „kvenlegt“ en
mikið er það þreytandi þegar gert
er ráð fyrir því að þessir hlutir séu
það eina sem ég og kynsystur mínar
getum haft áhuga á.
EN í stað þess að einblína á hvað
sumar þessara síða eru ömurlegar
fyrir konur langar mig líka að koma
inn á hvernig komið er þar fram við
karlmenn. Mér finnst ég hafa
lesið og pirrað mig á óteljandi
greinum undanfarnar vikur
þar sem talað er hrein-
lega illa um karlmenn og
tönglast á því hversu
einfaldir þeir séu. Það
sé hægt að skipta
þeim niður í ákveðið margar týpur (og
sumar beri auðvitað að varast), þeir geti
ekki verið bara vinir kvenna, það sé ekki
í eðli þeirra að sýna konum umhyggju í
veikindum og svona væri lengi hægt að
nefna dæmi. Og svo heldur fólk því fram
að það séu femínistar sem eru á móti karl-
mönnum?
SUMIR vilja nefnilega meina að allar
konur séu í einu hólfi og allir karlar í
öðru. Konurnar hafi áhuga á ákveðn-
um hlutum og karlarnir einhverjum allt
öðrum. Oftast heyrist: karlar eru bara
svona og konur eru bara öðruvísi. Svo
er hommum skipað í hólf með konum og
lesbíum með körlum. Afskaplega einfalt.
EN hvað með alla sem falla bara ekkert
í þessi tvö hólf? Alla karlana sem hafa
engan áhuga á fótbolta eða bílum. Alla
karlana sem hafa áhuga á tísku og því
að líta vel út. Alla sem þykir bara mjög
eðlilegt að annast fólkið sitt óháð kyni.
Allt samkynhneigða fólkið sem pass-
ar ekki inn í útjöskuðu staðalmyndina af
drottningum og trukkalessum. Hvernig
á að útskýra allt þetta fólk eftir þessum
skilgreiningum? Ætli við ættum ekki að
hætta að reyna að einfalda hina flóknustu
hluti og viðurkenna og vernda fjölbreyti-
leikann.
Viðurkennum fjölbreytileikann
1. Léttir réttir Hagkaups
2. Stóra Disney
matreiðslubókin
3. Eldað með Jóa Fel
4. Ég man þig
Yrsa Sigurðardóttir
5. Furðustrandir
Arnaldur Indriðason
6. Ertu Guð, afi?
Þorgrímur Þráinsson
7. Lífsleikni Gillz
8. Þokan
Þorgrímur Þráinsson
6. Stelpur
Kristín og Þóra
10. Gunnar Thoroddsen
Guðni Jóhannesson
METSÖLULISTI
HAGKAUPS
29. nóv. - 5. des.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Komdu
bara,
Skrýmsli!
Ég veit
að þú ert
þarna!
Mikið var
að þú
komst
út úr
skápnum!
Meira te?
Ekki gleyma að setja
diskinn þinn í vaskinn!
Og farðu með skóna
þína fram! Hvenær varð lífið svona krefjandi?
Höndin
mín,
höndin
mín!
Hvað skeði?
Ég hras-
aði og
datt og
þetta er
virkilega
vont!
Guð minn
góður, þetta er
hræðilegt!
Ég veit! Við getum látið
lækninn kíkja á hann
þegar hann er búin að
sauma litlu systur.
Fyrir utan
allt blóðið
og sársauk-
ann þá er
þetta allt
þess virði,
ekki satt?
Klikk-aður
Klikk-aður
LÁRÉTT
2. sælgæti, 6. kusk, 8. mjöl, 9. bók-
stafur, 11. aðgæta, 12. slagorð, 14.
urga, 16. rás, 17. ennþá, 18. rell, 20.
tveir eins, 21. nabbi.
LÓÐRÉTT
1. munnvatn, 3. kringum, 4. pen-
ingagræðgi, 5. skáhalli, 7. ólaglegur,
10. framkoma, 13. gerast, 15. sál, 16.
egna, 19. tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mél, 9. eff,
11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17.
enn, 18. suð, 20. dd, 21. arða.
LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd,
5. flá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15.
anda, 16. æsa, 19. ðð.