Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 36
28 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR28
menning@frettabladid.is
„Mér þykir mjög við hæfi að heiðra
minningu Ellýjar á afmælisdegin-
um hennar, sérstaklega þar sem
hún hefur alla tíð verið mín fyr-
irmynd í söngnum,“ segir Guð-
rún Gunnarsdóttir, sem syngur
lög Ellýjar Vilhjálms á tónleikum
í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn
28. desember, en þann dag hefði
Ellý orðið 75 ára. Uppselt er á tón-
leikana klukkan 20 og því hefur
aukatónleikum verið bætt við sama
dag klukkan 17.
Guðrún segist ávallt hafa dáðst
að söngkonunni. Hún kynntist Ellý
lítillega þegar þær störfuðu saman
á RÚV og söng með henni á lýð-
veldishátíðinni á Þingvöllum árið
1994.
„Árið 2002 hélt ég minning-
artónleikana „Óður til Ellýjar“ í
Salnum, sem áttu að standa yfir í
eitt kvöld en urðu að fjölmörgum
tónleikum um allt land, sem allt-
af var uppselt á,“ segir Guðrún og
hlær. „Svo það var alveg ljóst að
landsmenn þyrsti í að heyra lögin
hennar, enda var hún svo glæsileg
söngkona.“
Guðrún segir tónleikana í Saln-
um fremur einfalda í sniðum, en
með henni leika þeir Agnar Már
Magnússon á píanó, Sigurður
Flosason á saxófón og slagverk,
Birgir Bragason á kontrabassa og
Hannes Friðbjarnarson á tromm-
ur. „Raggi Bjarni, sem var góður
vinur Ellýjar, syngur líka nokkra
dúetta með mér og Dagný Atla-
dóttir, barnabarn hennar, segir
frá ævi og ferli ömmu sinnar. Það
verður vinaleg stemning.“
- kg
Heiðrar minningu Ellýjar
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Ellý Vilhjálms hefði orðið 75 ára 28. desember og heiðrar
Guðrún minningu hennar í Salnum í Kópavogi af því tilefni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Tónleikar/ ★★★★
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Vasily Petrenko stjórnaði. Á efn-
isskrá voru verk eftir Schubert og
Mahler.
Stundum er fyndið að lesa há stemmt
lofið á vef Sinfóníunnar um stjórn-
endur hljómsveitarinnar. Auðvitað
þarf að selja inn á tónleikana, en af
skrifunum að dæma mætti ætla að
þetta séu allt rokkstjörnur.
Ég er t.d. ekki viss um að rúss-
neski hljómsveitarstjórinn Vas-
ily Petrenko hafi „lagt heim-
inn að fótum sér á síðustu árum
með tilfinningaþrunginni túlkun
sinni“. Hann er vissulega aðal-
stjórnandi Konunglegu fílharm-
óníunnar í Liverpool og hann fékk
Gramo phone-verðlaun í fyrra. En
að hann hafi lagt allan heiminn
að fótum sér? Hann er ekki Lady
Gaga.
Petrenko er þó fínn stjórnandi.
Það var auðheyrt strax á fyrstu
tónum Ófullgerðu sinfóníunn-
ar eftir Schubert á tónleikum í
Háskólabíói á fimmtudagskvöldið.
Sinfónían heitir þessu nafni vegna
þess að hún er bara í tveimur köfl-
um, ekki fjórum. En auðvitað er
hún ekki ófullgerð. Schubert sagði
allt sem segja þurfti í tveimur köfl-
um. Hún endar ekki á glæsilegri
flugeldasýningu, heldur rennur út
í þögnina. Það þótti einkennilegt og
ófullgert árið 1822.
Sinfónían fór rólega af stað á tón-
leikunum, en formfegurðin í túlk-
uninni skilaði sér strax í byrjun.
Jafnvægið á milli ástríðufullra og
innhverfra kafla var sannfærandi.
Það var jafnvægi, en samt tog-
streita. Togstreitan skapaði spennu
sem gerði að verkum að skáld-
skapurinn komst á flug. Ljóðræna
stemningin var óheft, skáldavíman
óhamin. Einmitt þannig á Schubert
að hljóma.
Í hinu verkinu á dagskránni,
fimmtu sinfóníu Mahlers, gekk
meira á. Kaflarnir eru fimm, og
fyrir þá sem hafa ekki heyrt sin-
fóníuna áður, kemur hún stöðugt á
óvart. Tónmálið er ótrúlega fram-
sækið fyrir upphaf 20. aldarinnar.
Það eru sífellt óvæntar uppákom-
ur, maður veit aldrei hvað kemur
næst. Sökum lengdar gerir verk-
ið miklar kröfur til áheyrandans,
og það er ekki sama hvernig það
er framreitt. Ófókuseruð, máttlítil
túlkun er ekki bara leiðinleg, hún
bókstaflega drepur fólk úr leiðind-
um.
Það er til marks um vandvirkni
og listrænan þroska Petrenkos
að sinfónían kom einstaklega vel
út. Hljómsveitin spilaði sérlega
fallega og af öryggi. Kaflaskipti
voru ávallt trúverðug, framvind-
an eðlileg en samt fersk. Dram-
atískar andstæður voru skarpar
og spennuþrungnar. Hinn flókni,
margbrotni söguþráður gekk full-
komlega upp. Endirinn var einhver
magnaðasti hápunktur sem ég man
eftir á Sinfóníutónleikum.
Petrenko hefur kannski ekki
lagt heiminn að fótum sér, en ég
persónulega féll kylliflatur fyrir
honum!
Jónas Sen
Niðurstaða: Afar trúverðug túlkun
á Ófullgerðu sinfóníu Schuberts og
fimmtu sinfóníu Mahlers.
Stórfenglegur Mahler
VASILY PETRENKO „Það er til marks um
vandvirkni og listrænan þroska Petrenk-
os að sinfónían kom einstaklega vel út,“
segir í dómnum.
Bækur ★★
Martröð millanna
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Harðsoðinn krimmi
Óskar Hrafn Þorvaldsson er nýjasti spennusagnahöfundurinn í íslenskum
bókmenntum. Hann er velþekktur sem blaðamaður, síðast sem fréttastjóri
Stöðvar tvö og Vísis, og þekkir sem slíkur vel til íslensks viðskiptalífs og
innviða þess. Titill fyrstu glæpasögu hans gefur innihaldið skýrt til kynna.
Martröð millanna fjallar um eftirköst
kreppunnar og áhrif þeirra á nokkra
íslenska milljarðamæringa, nánar
tiltekið þrjá skólafélaga úr Versló
sem flugu hátt á tímum góðærisins.
Sá ríkasti þeirra, piparsveinninn og
glaumgosinn Reynir Sveinn, kemur
til Íslands í stutta ferð í brúð-
kaup systur sinnar og er myrtur á
hrottalegan hátt. Sagan sem fylgir í
kjölfarið greinist í fernt. Við fylgjumst
með rannsókn lögreglu á morðinu,
blaðamönnum á Dagblaðinu sem
líta á morðið sem algera gullnámu
fyrir fyrirsagnir og tilheyrandi met-
sölu, lífi morðingjans og að lokum
er stór hluti sögunnar upprifjun á
forsögu málsins og ferli félaganna
þriggja.
Það fer ekki fram hjá neinum að
Óskar notar miskunnarlaust ýmislegt
úr fari og sögu íslenskra útrásar-
víkinga við mótun persóna sinna,
útrásarvíkingarnir Reynir Sveinn,
Steinn Þorri og Jón eiga það sameiginlegt að vera óttalegir skíthælar og
óhófsmenn á flest. Í sögunni eru skrautlegar lýsingar á hlutum sem flestir
þekkja af óljósum sögusögnum: óhófi og sukki í partíhaldi, þar sem eiturlyf,
kampavín og vændi leika aðalhlutverkið og þar fram eftir götunum. Þessu er
öllu lýst af lítilli samúð, millarnir eru fremur óspennandi persónur, hégóm-
legir og sjálfumglaðir og kæmi ekki á óvart þótt þetta væri raunsæ lýsing á
sumum útrásarvíkinganna.
Martröð millanna er eins og sýnisbók um allt sem tilheyrir heimi íslenskra
glæpasagna undanfarin ár. Hér er mansal og vændi, austurevrópskir glæpa-
menn í slagtogi við íslenska kollega, miðaldra lögregluforingi og stressaðir
blaðamenn sem eltast við forsíðufréttir. Þeir einu sem eru fjarverandi að
mestu – og kemur kannski einhverjum á óvart – eru eigendur dagblaðsins,
þeirra ljóti haus gægist bara einu sinni úr vegg og þeir hafa engin teljandi
áhrif á söguna.
Þessi frumraun Óskars Hrafns við glæpasöguskrif er ágætlega heppnaður
harðsoðinn krimmi, hann vinnur vel úr þeim sagnaheimi sem skapast hefur
í íslenskum krimmum. Það eru einstaka brotalamir á plottinu – hver trúir því
til dæmis að leigumorðingi panti sér flugmiða til útlanda viku eftir morðið
í stað þess að drífa sig strax úr landi? En þetta skiptir ekki öllu máli og í
heildina er sögufléttan ágætlega gerð.
Jón Yngvi Jóhannsson
Niðurstaða: Martröð millanna er ekki frumleg glæpasaga en stendur ágæt-
lega fyrir sínu og lýsir vel öfgunum og ruglinu sem einkenndu þátttakendur
í útrásinni.
Einföld gjöf. Einfalt líf!
Til allra jólasveina.
Gefum eitthvað sem gerir það auðveldara að eiga samskipti.
Eitthvað sem allir geta notað.
Doro PhoneEasy® 332gsm er á íslensku
og er með flýtihnapp til að senda SMS
Doro PhoneEasy® 410gsm
samlokusíminn er sérstaklega einfaldur í notkun.
DESIGN BY DORO OF SWEDEN
- EINS AUÐVELT OG 1, 2, 3
og söluaðilar um land allt Gerum heiminn aðeins einfaldari.
Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34
KAMMERKÓR Í KRISTSKIRKJU Kammerkór Reykjavíkur heldur tónleika í Kristskirkju klukkan 20 í kvöld. Stjórnandi
kórsins er Sigurður Bragason og orgelleikari Bjarni Þ. Jónatansson. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á efnisskránni er íslensk
og erlend kirkjutónlist. Frumflutt verður verkið „Barnabænir“ eftir Oliver Kentish. Einnig verður frumflutt lagið „Jólanótt“ eftir Sigurð
Bragason við ljóð Þorsteins Valdimarssonar.