Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 38
folk@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 07. desember ➜ Tónleikar 19.00 Tvennir jólatónleikar Fíladelfíu verða haldnir í kvöld og hefjast kl. 19 og 21. Sérstakur tónleikagestur verður Eiríkur Hauksson. Miðaverð er 4.000 krónur. 20.00 Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur verður með jólatónleika í Bústaðakirkju kl. 20 í kvöld. Einsöngvar- ar með kórnum eru Sigríður Thorlacius og Hildigunnur Einarsdóttir. Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Tómas R. Einarsson og Kjartan Guðnason spila undir. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Miðaverð er 3.000 krónur. ➜ Upplestur 20.00 Les- hópur FEBK í Gullsmára, félagsheimil- inu Gullsmára 13 í Kópavogi kemur saman í kvöld kl. 20. Njörður P. Njarðvík, rithöfundur og skáld, segir frá ævi- ferli sínum og ræðir um síðustu bækur sínar. Stjórnandi er Tryggvi Gíslason. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir. -Stjórn FEBK. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Tónlist ★★★ Puzzle Amiina Plata sem vinnur á Puzzle er önnur plata Amiinu í fullri lengd, en sú fyrri, Kurr, kom út 2007 og þótti framúrskarandi. Auk þess hefur Amiina verið dugleg að senda frá sér smáskífur og EP-plötur. Amiina varð fyrst þekkt sem strengjasveit Sigur Rósar. Þær Edda Rún, Hildur, María Huld og Sólrún eru allar búnar að vera með- limir lengi, en á nýju plötunni hafa þeir Guðmundur Vignir Karlsson (öðru nafni Kippi Kanínus) og Magnús Tryggvason bæst í hópinn. Stelpurnar spila sem fyrr á ýmis hljóðfæri, en Magnús er slagverks leikari og Kippi er raftóla- og tölvugaur. Fyrstu viðbrögðin þegar maður hlustar á Puzzle eru vonbrigði. Fyrri platan var einstök á sinn sveimkennda og ofurró- lega hátt. Á Puzzle eru komnir skröltandi raftaktar og ásláttur þannig að það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Amiina sé farin hljóma eins og múm fyrir nokkrum árum, sem væri ekki endilega slæmt þannig lagað, en ekki það sem maður er að leita eftir. Þegar maður hlustar betur kemur hins vegar þessi ósvikni Amiinu-hljómur í gegn og lögin vinna á. Mín uppáhaldslög eru What Are We Waiting For?, Púsl, Mambó, Thoka og sérstaklega Sicsak sem er frábært. Og þá er ég kominn í fimm lög af átta. Ekki slæmt … Trausti Júlíusson Niðurstaða: Amiina heldur kjarnanum, en bætir í litrófið. „Við erum að fara í þessa leit til að undirstrika að Harpan er tón- listarhús allra Íslendinga,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdótt- ir, tónlistarstjóri Hörpunnar. Á morgun mun hún og Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamra- hlíðakórsins, hefja ansi merki- legt ferðalag um allt Ísland. Til- gangurinn er að finna raddir, á aldrinum 16 til 23 ára, til að vera með í kór sem hefur verið gefið vinnuheitið Raddir Íslands en hann á að taka þátt í opnunarhá- tíð Hörpunnar á næsta ári. Þær Þorgerður og Steinunn Birna munu heimsækja alla landshluta og byrja leitina reyndar í öðru menningarhúsi, Hofi á Akur- eyri. Steinunn segir að raddirnar sem þær hyggist finna nemi nokkrum tugum, það velti auðvitað allt á efni og aðstæðum. Þær stöll- ur verða eflaust ekki í vandræðum með að manna þær stöður enda þátttaka í kóra- starfi með eindæmum góð á Íslandi. „Valið verður auðvitað í höndunum á mjög reyndum kór- stjórnanda, svo vægt sé til orða tekið, því Þor- gerður er auðvit- að frumkvöðull í kórastarfi ungs fólks og kórinn hennar, Hamra- hlíðakórinn, verð- ur grunnurinn sem byggt verður á,“ útskýrir Steinunn Birna. Allar æfing- ar og þjálfun verða í höndum Þorgerð- ar. - fgg Leitað að röddum í kór Hörpunnar HÖRPUKÓR Steinunn Birna og Þorgerður Ingólfsdóttir ætla að fara út um allt land og finna raddir í kór sem á að syngja í tengslum við opnun Hörpunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nick Lachey, fyrrverandi eig- inmaður söngkonunnar Jessicu Simpson, er nú trúlofaður kær- ustu sinni, sjónvarpsstjörnunni Vanessu Minnillo. Stuttu eftir að trúlofun Lachey og Minnillo var gerð opinber lýsti Simpson því yfir að hún væri einnig trúlofuð sínum kærasta. Lachey segist þó lítið hafa velt sér upp úr þessari tilviljun. „Ég hef í raun ekkert um þetta að segja. Tímasetningin kemur mér ekki við,“ sagði hann í viðtali við USA Today. Þegar Lachey var spurður hvernig sambandið við unnustuna gengi nú þegar þau væru trúlofuð svaraði hann: „Við erum í það minnsta enn lofuð hvort öðru.“ Spáir ekki í Simpson ALVEG SAMA Nick Lachey er ekkert að spá í þá tilviljun að fyrrverandi eigin- kona hans hafi trúlofað sig tæpri viku á eftir honum. NORDICPHOTOS/GETTY Þögnin hefur verið rofin því fyrsta plata Apparat Organ Quartet í átta ár, Pólýfónía, er loksins að koma út. Útgáfutónleikar verða á Nasa á fimmtudagskvöld þar sem öllu verður tjaldað til. Hljómsveitin Apparat Organ Quartet heldur útgáfutónleika á Nasa á fimmtudagskvöld í tilefni þess að önnur plata hennar, Pólýf- ónía, kemur í verslanir sama dag. Átta ár eru liðin frá útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar en upptökur á nýju plötunni hófust fyrir þrem- ur árum. „Við erum rosamiklir dútlar- ar. Svo hafa menn verið upptekn- ir í mörgu öðru, hvort sem það er að gera aðra tónlist eða eign- ast börn,“ segir Úlfur Eldjárn um þessa löngu bið. „Við ætluðum að vera rosalega snöggir með þessa plötu og gera þetta dálítið „live“ en það klikkaði aldeilis.“ Aðrir meðlimir Apparats eru Jóhann Jóhannsson, Arnar Geir Ómars- son, Hörður Bragason og Sighvat- ur Ómar Kristinsson. Pólýfónía, sem er gefin út af 12 Tónum, inniheldur níu lög sem fá innblástur úr ýmsum áttum, þar á meðal frá þýska vísindamann- inum Alfreð Wegener. „Hann er maðurinn sem lagði fram grunn- inn að landrekskenningunni. Að heimurinn hefði verið meira og minna ein heimsálfa. Hann kall- aði hana Pangaea, eða Landið eina. Við erum svolítið hrifnir af þeim kenningum öllum og okkar draumur er að reyna að sameina heiminn aftur í þessa Pangaea,“ segir Úlfur. Aðrir áhrifavald- ar er guðfaðir gufutölvunnar, Charles Babbage, rokksveitirn- ar The Ramones og Motörhead, Karlheinz Stockhausen, Buxte- hude og Pólýfónkórinn. Söngur- inn á plötunni er að mestu í hönd- um talgervla en lögin eru sungin á ensku, íslensku, þýsku og jap- önsku. Úlfur segir hljóminn á Pólýf- óníu töluvert frábrugðinn fyrstu plötunni og þeir hafi reynt að fanga betur kraftinn sem ein- kennir Apparat á tónleikum. Til þess notuðu þeir fjölda hljóð- færa, aðallega gömul orgel og hljóðgervla frá níunda áratugn- um. „Það eru mikil tímamót að hafa tekist að klára þessa plötu og þetta er vítamínsprauta fyrir tón- leikaprógrammið okkar. Við erum mjög mikið tónleikaband í raun og veru þótt við komum ekki alltof oft fram,“ útskýrir hann. „Það var eiginlega allt „live“ spilað á plöt- unni og mjög lítið svindlað. Í stúd- íóinu vorum við ekkert að forrita hlutina nema við notuðum nýja tækni við sönginn sem við höfum verið að tileinka okkur. Við förum kannski aðeins meira út í öfgar á þessari plötu. Þarna eru nokk- ur lög sem eru mjög mikið rokk og önnur sem eru meira popp en í raun og veru erum við ekkert að rembast við að fara í ákveðna stefnu.“ Útgáfutónleikar Apparats hefj- ast kl. 21 og kostar 1.500 kr. inn. Miðasala fer fram í 12 Tónum og á Nasa á fimmtudag. Sérstakir gestir eru Sykur, D.J. Flugvél og geimskip og japanski orgelsnill- ingurinn Junichi Matsumoto. Einnig hefur rykið verið dustað af sápukúluvél Apparats. „Það var fjárfest í sápukúluvél í góðærinu 2005. Hún hefur bara verið notuð einu sinni og er dregin fram við extra hátíðleg tækifæri,“ segir Úlfur. freyr@frettabladid.is Langþráð vítamínsprauta APPARAT ORGAN QUARTET Átta ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar kom út. Útgáfutónleikar verða á fimmtudagskvöld. 30 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Jólagjöfin í ár er gjafakort í Jóga stúdió Seljavegur 2 - 101 Reykjavík 772-1025 - Ágústa | 695-8464 - Drífa www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com JÓGA Stúdíó Jóga er gjöf sem heldur áfram að gefa Gefum þeim sem okkur þykir vænt um, tíma til að fylla á sjálfan sig meira súrefni og tíma til að styrkja sig og slaka á. 7,9 EINKUNNAGJÖF bandarísku tónlistarsíðunnar Pitchfork fyrir tónleikaplötu Jónsa, Go Live, sem er nýkomin út.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.