Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 42
 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR34 sport@frettabladid.is HANDBOLTI EM í handbolta hefst í Noregi og Danmörku í dag og mætir Ísland sterku liði Króata í fyrsta leik í Árósum. Íslenska liðið æfði í keppnishöllinni í gær og er klárt í slaginn fyrir átök dagsins. „Mér líst vel á mitt lið,“ sagði Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari eftir æfinguna í gær. „Það er mikið búið að tala um þær þjóðir sem við erum að fara að spila við og meta þeirra styrkleika. Við vitum alveg hvað liðin geta. Mínir leikmenn þurfa þó fyrst og fremst að ein- beita sér að okkar leik og hvernig við ætlum að tækla verkefnið.“ Ísland er í sterkum riðli á mótinu og mætir Svartfellingum og Rúss- um síðar í vikunni. Þrjú af fjórum liðum komast áfram í milliriðla- keppnina og er markmið Íslands að komast þangað. Til þess þarf liðið að vinna minnst einn leik. „Eins og alltaf í alþjóðlegum handbolta er lykilatriði að hafa vörn og markvörslu í lagi. Við þurf- um einnig að spila skynsamlega í sókninni og nýta okkur hraðann, án þess þó að gera mikið af mis- tökum. Króatarnir búast greini- lega ekki við miklu af okkur og því liggur ef til vill okkar styrkur fyrst og fremst í því að vera betri en þær halda. Við ætlum að koma þeim á óvart.“ Hann segir að undirbúning- urinn hafi gengið vel þó svo að liðið hafi ekki spilað æfingaleik gegn Spánverjum á sunnudaginn eins og áætlað var. Spænska liðið komst ekki til Danmerkur í tæka tíð vegna verkfalls flugumferðar- stjóra á Spáni. „Þetta er eitt af því sem getur gerst og við látum það ekki hafa áhrif á okkur. Það er mikil og góð stemning í leikmannahópnum en einnig mikill metnaður. Þær gera sér grein fyrir því að verkefn- ið verður erfitt. En við ætlum að hafa gaman af þessu og skemmta okkur vel eins og við höfum alla tíð gert.“ Júlíus segir það eðlilegt að ein- hver sviðsskrekkur verði hjá leik- mönnum sem spila sinn fyrsta leik á stórmóti í dag. „Það er ekk- ert óeðlilegt og við verðum að taka á því þegar þess gerist þörf. Við erum búin að undirbúa liðið eins vel og kostur er, meðal annars hvernig eigi að takast á við álag- ið og athyglina sem fylgir því að spila á móti sem þessu. Við munum reka okkur á veggi en við getum brugðist við því.“ Rakel Dögg Bragadóttir fyrir- liði sagði það vera grundvallar- atriði að spila öflugan varnarleik gegn Króatíu í dag. „Þær eru með góðar skyttur og við þurfum að vera mjög grimmar í okkar varn- arleik til að stöðva þær. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni – hún kemur með góðum varnar- leik. Með varnarleiknum koma einnig hraðaupphlaupin og auð- veldu mörkin. Þetta er algjört lykilatriði fyrir okkur ætlum við okkur að ná stigi eða stigum úr leiknum í dag. Við þurfum einnig að passa upp á að gera ekki mikið af mistökum og vera skynsamar í sóknarleiknum. Ef þetta allt geng- ur eftir er ég mjög bjartsýn fyrir leikinn,“ segir Rakel. „Það sagði við mig góður maður að það væru alltaf óvænt úrslit í fyrstu umferðinni á stórmótum. Króatarnir þekkja okkur ekki það vel og sáu bara að við töpuð- um stórt fyrir Noregi um síðustu helgi. En ég á ekki von á öðru en að þær mæti klárar í slaginn,“ bætir Rakel við. Hún segir að mótinu sé ekki lokið þó svo að leikurinn tapist í dag. „Fyrsti leikurinn er alltaf erfiður. Við rennum blint í sjóinn og þær líka. En sama hvernig fer þá eigum við alltaf tvo leiki eftir. Möguleikinn verður enn til stað- ar.“ UTAN VALLAR Eiríkur Stefán Ásgeirsson segir sína skoðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Árósum eirikur@frettabladid.is FH-INGAR urðu í gær síðastir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Eimskips-bikars karla þegar þeir lögðu 1. deildarlið ÍR naumlega 24-23 í spennandi leik. Breiðhyltingar leiddu með einu marki í hálfleik en með naumindum tókst FH að snúa við blaðinu. Auk FH verða Fram, Valur og Akureyri í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins. Ætlum að koma á óvart Ísland hefur í dag leik á EM í Danmörku og Noregi er liðið mætir Króatíu í Árósum. „Við ætlum að sýna þeim að við erum betri en þær halda,“ segir Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari. Rakel Dögg Bragadóttir er vongóð fyrir leikinn. Á ÆFINGU Í GÆR Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska liðsins, sést hér á æfingu í Árósum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN Íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta ritar nýjan kafla í sögu sína í dag þegar úrslitakeppni Evrópu- meistaramótsins hefst í Danmörku og Noregi í dag. Aldrei áður hafa íslensku konurnar komist í úrslit stórmóts í handbolta og er því um sögulega stund að ræða þegar flautað verður til leiks í Árósum í kvöld. Fyrsti mótherjinn er öflugt lið Króatíu. Reyndar eru öll liðin í riðli Íslands gríðarlega sterk og bíður því liðsins ærið verkefni. Fyrirfram er talið að Ísland eigi minnstan möguleika á því að kom- ast áfram upp úr riðlin- um – það er að minnsta kosti skoðun annarra en Íslendinga. Fyrsti leikurinn er gríðarlega mikilvæg- ur fyrir íslenska liðið. Króatía er líklega með lak- ara lið en bæði Svartfjallaland og Rússland sem Ísland mætir síðar í vikunni. Þar að auki er ekki búist við miklu af íslenska liðinu og því verður eitt sterk- asta vopn liðsins að geta komið andstæðingnum á óvart. Ef eitthvert vanmat verður til staðar hjá Króötum þarf að nýta það til fulls. Dagskipunin hjá Júlíusi Jón- assyni landsliðsþjálfara er ein- föld: berjast eins og ljón í vörninni, vera skynsöm í sókninni og sækja hratt á andstæðinginn þegar tæki- færið gefst. Það er einnig gríðar- lega mikilvægt að gefast ekki upp þótt á móti blási á fyrstu mínút- um leiksins. Íslenska karlalands- liðið hefur margoft sýnt í leikjum sínum gegn sumum Balkanþjóð- unum að þær geta verið fljótar að brotna við minnsta mótlæti. Króat- ía hefur á sterku liði að skipa en hefur aldrei komist mjög langt á stórmóti í handbolta. Það er ekki nóg að vera sterkari á „pappírn- um“ margfræga. Það var ekki annað að sjá á stelp- unum en að þær væru gríðarlega vel stemmdar fyrir átökin sem eru fram undan hér í Árósum. Það ríkir mikil gleði meðal leikmanna en það mátti einnig sjá á þeim að þær vita vel hvað þarf til á morg- un. Einbeitingin leyndi sér ekki á æfingu í íþróttahöllinni í Árósum í gærmorgun. Liðið náði gríðarlega mikilvægum áfanga með því að tryggja sér þátt- tökurétt í sjálfri úrslita- keppninni og þar með brjóta niður þann þykka múr. En nú er komið að því að sýna að það búi jafnvel enn meira í liðinu. Mark- miðið er að komast í milli- riðlana og ekki ólíklegt að það þurfi ekki nema einn sigurleik til þess. En það dylst engum að verkefnið er afar erfitt enda gríðarlega sterk lið í riðli Íslands – reyndar eru allir fjórir riðlarnir á mótinu afar sterkir. Handboltanum hafa oft fylgt óvænt úrslit og til eru mörg dæmi þess að „litlu liðin“ hafa oftar en ekki komist lengra á mótum sem þessum en nokkur hafði búist við fyrirfram. Það er hægt að ná langt með réttu hugarfari og mikilli bar- áttu. Íslensku landsliðskonurn- ar eru vel meðvitaðar um það og munu mæta dýrvitlausar til leiks í dag. Komið að kaflaskilum ÞJÁLFARINN AFSLAPPAÐUR Júlíus Jónason á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN HANDBOLTI Íslenska landsliðið mætir Svíum í kvöld í undanúrslit- um heimsbikarsins og spilar síðan annaðhvort til úrslita (sigur) eða um 3. sætið (tap) á móti Dönum eða Norðmönnum á morgun. Ólíkt fyrri heimsbikarkeppnum er nú um að ræða tveggja daga hrað mót þar sem Norðurlandaþjóðirnar fjórar taka þátt. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari getur ekki teflt fram sínu besta liði á mótinu en vonast engu síður til að sjá liðið spila betur en í leikjunum á móti Austurríki og Lettlandi. „Það vantar auðvitað ansi mikið í liðið en það er þó ákveðinn kjarni hérna og við eigum að geta spilað ágætis vörn,“ sagði Guðmundur í gær. Meðal annars vantar báða markverði liðsins því Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Levý Guðmundsson fengu ekki leyfi frá félögum sínum þar sem þetta er ekki opinber landsleikjadagur. „Það verður fróðlegt að sjá hvernig markvarslan verður því þeir Birkir og Sveinbjörn verða bara að vera tilbúnir í þetta,“ sagði Guðmundur. Hann var þá enn að bíða eftir því að Aron Pálmarsson og Ingi- mundur Ingimundarson mættu á svæðið. „Það er enginn undirbún- ingur því við fáum eina æfingu og svo eru bara leikirnir,“ segir Guðmundur. „Við erum fyrst og síðast að horfa á okkur sjálfa. Við þurfum að vinna í ákveðnum málum og laga ákveðna hluti hjá okkur og ég er því bara að einblína á mitt lið,“ segir Guðmundur og hann vill sjá allt annan og betri leik en í tapinu á móti Austurríki í undankeppni EM. „Ég hlakka til að sjá hvar menn standa. Við vorum ekki að leika vel þegar við komum síðast saman í lok októb- er. Þess vegna er ég forvit- inn að sjá hvar liðið stendur. Við þurfum að sjá ákveðnar framfarir frá því síðast. Ég vil sjá meiri hraða í sóknarleiknum og ég vil sjá grimman varnarleik,“ segir Guðmundur. Leik- ur Íslands og Sví- þjóðar hefst klukk- an. 19.20 og er í beinni á Stöð 2 Sport en á undan verður leikur Dana og Norðmanna einn- ig sýndur. - óój Íslenska karlalandsliðið mætir Svíum í undanúrslitum heimsbikarsins í kvöld: Vill sjá framfarir frá því síðast FÓTBOLTI Liverpool stökk upp í átt- unda sæti úrvalsdeildarinnar með öruggum 3-0 sigri á Aston Villa á Anfield í gær. Fernando Torres var ekki með í leiknum þar sem hann fór á fæðingardeildina með konu sinni. Þá eru Jamie Carr agher og Steven Gerrard á meiðslalistan- um en óhætt er að segja að þessara lykilmanna hafi ekki verið sakn- að í gær. Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, var mættur á Anfield í fyrsta sinn síðan hann lét af störf- um sem knattspyrnustjóri Liver- pool en endurkoma hans varð að martröð snemma leiks. David Ngog braut ísinn með marki eftir hornspyrnu á 14. mín- útu og tveimur mínútum síðar bætti Ryan Babel við öðru marki fyrir heimamenn. Þar sem Torres gat ekki tekið þátt í leiknum fékk Babel óvænt tækifæri í byrjunar- liðinu og það ákvað sá hollenski að nýta sér. Bitlausir gestirnir náðu ekki að koma sér á blað og Maxi Rodríguez innsiglaði öruggan sigur Liverpool í seinni hálfleik. Aston Villa er sem stendur í sex- tánda sæti, aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. - egm Liverpool vann Aston Villa án þriggja lykilmanna: Enginn söknuður GREIP GÆSINA Babel skoraði eitt af mörkum Liverpool. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.