Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 46
38 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGURMORGUNMATURINN
„Ég fæ mér yfirleitt franskan
morgunmat sem samanstendur
af kaffibolla og sígarettu.“
Valdís Thor ljósmyndari.
„Hann vaknaði um daginn með
þvílíka magapínu sem endaði með
því að hann var lagður inn,“ segir
Jóhannes Bachmann, bróðir André
Bachmann sem hefur skipulagt
jólaball fatlaðra undanfarin ár.
Jólaballið verður haldið á Hilton-
hótelinu á miðvikudaginn og heið-
ursgestir verða forsetahjónin, eins
og komið hefur fram í Fréttablað-
inu. Jói sér um skipulagninguna
í fjarveru bróður síns og eins og
staðan er í dag treystir André sér
ekki til að mæta. „Ég er búinn að
vera með honum í þessu í gegnum
árin og þekki þetta allt saman mjög
vel. Ég sagði honum að það væri
langt í samkvæmið og hann skyldi
bara hafa sig hægan og góðan,“
segir Jói sem telur veikindin ekki
alvarleg og vonast til að sjá bróður
sinn á ballinu þrátt fyrir allt. „Ég
sagði við hann að hann ætti ekkert
bágt við hliðina á þessu fólki. Ef
hann kemur gerir hann það sem ég
skipa honum, að sitja á rassinum
og njóta kvöldsins. Þá myndi þetta
vera í fyrsta sinn sem hann myndi
fá að njóta samveru með fólkinu í
staðinn fyrir að vera á bak við og
reka á eftir skemmtikröftunum og
skipuleggja.“
Jói segir viðbrögðin við þessu
28. jólaballi hafa verið sérlega
góð en á meðal þeirra sem troða
upp verða Bubbi, The Charlies
og Ingó Veðurguð. „Við
höfum talað um það
bræðurnir að við
ætlum að halda
þetta út í þrjátíu
ár. Svo sjáum
við til hvort
við tökum
önnur tíu,“
segir hann
og hlær.
- fb
André Bachmann lagður inn á sjúkrahús
ANDRÉ BACHMANN
Liggur á sjúkrahúsi
með magapínu og
gæti misst af sínu
fyrsta jólaballi í
28 ár.
Ein umfangsmesta og umtalað-
asta auglýsingaherferð sem ráðist
hefur verið í hér á landi, Inspired
by Iceland, er tilnefnd til tveggja
verðlauna á einni glæsilegustu
auglýsingahátíð Evrópu, Europ-
ean Exellence Awards. Verðlaun-
in verða veitt á fimmtudaginn við
hátíðlega athöfn í Prag.
Inspired By Iceland er tilnefnd í
flokki bestu herferða Norðurland-
anna og keppir þar við risa á borð
við Coca Cola. Auk þess er hún til-
nefnd í flokknum krísu-stjórnun en
þar er að finna herferðir sem leit-
ast við að lappa upp á eða bjarga
löskuðum ímyndum hjá stórfyr-
irtækjum. Keppinautar Íslands í
þeim flokki eru meðal annars her-
gagnafyrirtækið BAE og bílaris-
inn Saab.
„Í ljósi alls þess sem á undan er
gengið þá erum við mjög ánægð og
þetta er mikill heiður fyrir okkur,“
segir Atli Freyr Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Íslensku auglýs-
ingastofunnar, en hún var leiðandi
aðili í skipulagningu herferðarinn-
ar sem var ýtt úr vör þegar eld-
gosið í Eyjafjallajökli lamaði flug-
samgöngur um Evrópu. Allt kapp
var lagt á að bjarga íslenskum
ferðamannaiðnaði og lögðu stjörn-
ur á borð við Eric Clapton, Viggo
Mortensen og Yoko Ono lóð sitt á
vogarskálarnar. Flaggskipið var
heimasíðan InspiredbyIceland.
com en samkvæmt skýrslu sem
var unnin um herferðina er talið
að gestir hennar nemi í kringum
þremur milljónum og enn þann
dag í dag heimsækja hana sjö þús-
und gestir á hverjum degi.
Atli segir keppnina vera ein-
staka, hún sé ekki bara hönnun-
arkeppni heldur sé einnig verið að
verðlauna fyrir framúrskarandi
árangur á sviði boðskipta og sam-
skipta, eitthvað sem Inspired By
Iceland gerði mikið út á.
„Mörgum fannst 700 milljónir
mikill peningur og hann er það á
íslenskan mælikvarða. En ekki á
heimsmælikvarða. Kanaríeyjar
fóru til að mynda í herferð á svip-
uðum tíma og eyddu í hana fjórum
milljörðum og Queensland í Ástr-
alíu fór í svipaða herferð og notaði
til þess tuttugu milljarða.“
Atli segir að þeir hafi þurft að
reiða sig á aðra hluti eins og netið,
og þar sannaðist rækilega gildi
Facebook, Twitter og bloggsins við
að breiða út boðskapinn. Atli ætlar
sjálfur að vera viðstaddur ásamt
öðrum samstarfsfélaga sínum.
Hann er hóflega bjartsýnn á sigur.
„Það er valið úr fimmtán hundr-
uð umsóknum og það er mjög góð
viðurkenning að vera meðal fimm
bestu.“
freyrgigja@frettabladid.is
ATLI FREYR SVEINSSON: ÞETTA ER MIKILL HEIÐUR FYRIR OKKUR
Inspired By Iceland til-
nefnd til virtra verðlauna
„Þetta leggst bara vel í mig,“ segir
Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó
eins og hann er jafnan kallaður, en
hann er fluttur frá Selfossi og í sína
fyrstu íbúð.
Fréttablaðið sagði frá því í sept-
ember að Ingó væri búinn að festa
kaup á íbúð í Gerðunum í Reykja-
vík og áætlað væri að hann myndi
flytja inn í byrjun desember. Hann
er nú fluttur inn og byrjaður að inn-
rétta. „Ég fór frekar oft í IKEA í
síðustu viku, er búinn að skrúfa
saman nokkur borð og mamma kom
og hengdi upp myndir,“ segir Ingó.
Hann segir jafnframt að búið
sé að vígja eldhúsið en að það hafi
ekki verið í hans höndum. „Ég bauð
nokkrum vinum mínum í heim-
sókn og sagði við einn þeirra að ef
hann ætlaði að koma, þá yrði hann
að elda.“ Ingó segir að fyrsta Bón-
usferðin verði samt að bíða, þar
sem hann sé ekki enn þá kominn
með ísskáp. Hann telur sig ekki
vera góðan kokk en ætlar samt að
láta reyna á hæfileikana. „Ég held
að þetta geti ekki verið mikið mál,
maður hefur séð alls konar vitleys-
inga elda mat,“
Þegar Ingó festi kaup á íbúðinni
sagði hann að innflutningspartíið
stæði fram í febrúar. Er Ingó búinn
að halda partí? „Já nokkur, en þau
verða samt fleiri. Maður á vini
héðan og þaðan.“ Hann segist ekki
hafa fengið margar innflutnings-
gjafir en að það sé í lagi. „Ég sagði
við vini mína að þeir ættu frekar
að koma og fylla húsið af stemningu
heldur en að gefa mér einhverjar
gjafir,“ segir Ingó. - ka
Ingó fluttur í fyrstu íbúðina
SÁTTUR Á NÝJA STAÐNUM Ingó er fluttur inn í íbúðina sína og búinn að fara nokkrar
ferðir í IKEA. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ALLT FYRIR
ÁSTINA?
Myrkvun er
þriðja spennu-
sagan í Twilight-
seríunni.
Magnþrungin,
heillandi og
háskalega
rómantísk saga.
„Ég gat ekki hætt að lesa … besta bókin
af þeim þremur sem komnar eru.“
KÓS / MIDJAN.IS
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI
AFÞREYING
Meiri Vísir.
m.visir.is
Fáðu Vísi í símannog iPad!
Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja
„like“ við Vísi á Facebook geta unnið
óvænta vinninga í hverri viku.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
ATHYGLISVERÐ
Inspired By Iceland hefur vakið mikla
athygli en herferðin er tilnefnd í tveimur
flokkum hjá European Exellence Awards.
Atli Freyr er framkvæmdastjóri Íslensku
auglýsingastofunnar sem var einn skipu-
leggjenda herferðarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM