Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 24
 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR4 „Hjólin biluðu oft á dag, suma daga komumst við ekki nema 70-80 kíló- metra en aðra fórum við nærri 400 kílómetra, hámarkshraði var þó ekki nema um 40-45 kílómetrar á klukkustund,“ segir Birna Jónas- dóttir um þátttöku í rallíi sem fór fram á vélknúnum rickshaw, hjól- um með yfirbyggðum vagni. „Við byrjuðum í Gangtok í Sikkim, uppi í Himalajafjöllum þar sem var rétt um 15 gráðu hiti. Enduðum í Jaisal- mer við landamæri Pakistans þar sem var um 45 gráðu hiti. Leið sem er um það bil 2.500 til 3.000 kíló- metrar,“ segir Birna. „Við fórum í gegnum Bihar, sem ekki hefur verið mikið sótt af ferðamönnum og þar voru margir sem sennilega höfðu aldrei séð hvítt fólk áður. Við náðum í endann á monsúninu, svo við vorum ansi oft vel blaut og gott betur en það. Hefðum þó fegin þegið smá af monsúni síðustu dag- ana þegar við vorum komin inn í eyðimörkina og hitinn var yfir fjörutíu stigum.“ Hvernig kom það til að Birna tók þátt í þessu rallíi? „Ég fór nú bara með Helen Webb og Sebastian Kruijthoff vinum mínum sem búa á sama stað og ég úti í Frakklandi. Seb hefur oft tekið þátt í svona góðgerðarallíi og þetta var í þriðja sinn sem Helen tók þátt. Ég ákvað að skella mér með núna. Við Helen vorum saman á hjóli og máluðum á það skrautlega múrsteina svo það var alltaf kallað Bricks. Við vorum einu stelpurnar í hópnum og vökt- um mikla undrun hjá Indverjun- um, sem sumir höfðu aldrei séð hvíta konu fyrr, hvað þá keyrandi rickshaw.“ Og gekk ferðin alveg áfallalaust? „Já, já, þannig. Það var þó ekkert auðvelt að komast áfram á rick- shawunum. Upp brattar brekkur þurfti að hlaupa með og ýta á eftir hjólinu, endaði stundum með að sumir þurftu að labba marga kíló- metra upp snarbrattar brekkur þar sem sá sem keyrði gat ekki stopp- að fyrr en komið var á jafnsléttu. Gat verið pínu skelfilegt þegar farið var að rökkva og maður einn inni í miðjum frumskógi.“ Var auðvelt að koma hjólunum í viðgerð? „Þeir fara reyndar ansi frjálslega með orðið bifvélavirki þar sem allir sem maður spurði sögðust vera „mechanic“, en það kom oft í ljós að þeir vissu minna um vélina en við og ekki sjald- an þurftum við sjálf að setja allt saman aftur. Ég er orðin algjör sérfræðingur í að gera við rick- shaw, þótt ég hafi ekki vitað nokk- urn skapaðan hlut um vélar áður en við lögðum af stað. Gæti örugg- lega fengið vinnu sem „mechanic“, allavega á Indlandi,“ segir Birna og hlær. Hvað er nú eftirminnilegast úr ferðinni? „Úff, svo svakalega margt. Við sáum Himalajafjöllin, Darjeeling, Bihar eins og það legg- ur sig, Varanasi þangað sem fólk fer til að deyja og sáum lík brennd á báli, Taj Mahal, eitt af undr- um veraldar, Jaipur bláu borgina og frægt virki, Phuskar heilagan bæ í miðri eyðimörk sem heldur kamel dýrahátíð og svo Jaisalmer þar sem endalínan var efst í gömlu virki. Við gistum á alls kyns stöð- um, sumum flottum öðrum algjör- um holum. Þurftum að heimsækja nokkra lækna þar sem strákarnir í hópnum voru oft slappir. Við stelp- urnar stóðum að sjálfsögðu allt af okkur,“ segir Birna Jónasdóttir sigri hrósandi. fridrikab@frettabladid.is Margir höfðu aldrei séð hvíta konu fyrr en mig Birna Jónasdóttir tók í haust þátt í rickshaw-rallíi á Indlandi til að safna peningum fyrir Frank Water Foundation. Rallíið tók tvær vikur og Birna sá staði sem yfirleitt eru ekki opnir ferðamönnum. „Við vorum einu stelpurnar í hópnum og vöktum mikla undrun hjá Indverjunum.“ Birna og Helen við Bricks. Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Borgardekk Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. Til- gangurinn er að auka upplýsingamiðlun frá lögreglunni til almennings. Síðan verður notuð til að vekja athygli á fréttum og tilkynningum frá lögreglunn. Þeir sem vilja gerast kunn- ingjar lögreglunnar geta fundið síðuna með leitarorðinu „vinir lögreglunnar“ á Facebook.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.