Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 28
 8. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● jólagjöfi n hans Það getur kostað kvenþjóðina heilabrot að velja hinar réttu gjafir til herramannanna í lífi hennar. Talsverður léttir er að því að skart fyrir karlmenn hefur rutt sér til rúms á síðari árum. Íslenskar skartgripaverslanir eru með á nótunum þegar kemur að skarti fyrir karlmenn, eins og vænta má. Mörgu fallegu er þar úr að velja. Það ætti því ekki að vera vandkvæðum bundið að finna gjöf þegar kemur að því að velja eitthvað fallegt handa syninum, bróðurnum, kærastanum, eiginmanninum eða öðrum herra í miklum metum. - gun Harðir pakkar til herranna Ermahnapp- ar úr silfri í íslensku línunni Icecold hjá Jóni og Óskari. Verð: 15.900 krónur. Grófur silfurhringur smíð- aður hjá Jóni og Óskari. Kostar 13.500 krónur. Laufið, úr silfri – íslensk silfursmíði með rhodium-húð, frá Jóni og Óskari á Laugavegi 61. Mynstrið er sótt í fornt ennislauf á reiðbeisli eftir Ólaf Þórarins- son koparsmið. Verð: 6.900 kr. Armband úr ryðfríu stáli sem afgreitt er í öskju og kostar 2.990 krónur í versluninni Skarta á Laugavegi 72. Armband með leður- skrauti. Dönsk hönnun frá Dyrberg/kern. Fæst í Rhodium, Kringlunni og kostar 15.400 krónur. Stálkross frá ítalska fyrir- tækinu Rochet. Fæst í Rhodium, Kringlunni og kostar 8.900 krónur. Þessi hjörtum skreytti silfurkross með rhod- ium-húð ber heitið Kærleiks- kross. Hann er smíðaður hjá Jóni og Óskari á Laugavegi 61 og kostar 10.600 krónur. ● FYRIR HANDLAGNA Úr ýmsu er að velja fyrir handlagna karlmenn. Borar, topplyklasett, hamar og jafnvel skófla og sleggja falla í góðan jarðveg. Slík tæki og tól fást meðal annars í Byko og Húsa- smiðjunni en einnig er góð hugmynd að renna einu sinni í gegnum Europris þar sem ægir saman hinum ólíklegustu hlutum og oft er hægt að finna eitthvað gott, flott eða fyndið í jólapakkann. Gullúr, BMX-hjól, púsluspil og einka- æfingar hjá átrúnaðargoðum í fótbolta er meðal þess sem moldríkir og heims- frægir karlmenn hafa gefið eða fengið að gjöf á jólunum. Að gefa gullúr er í heimi milljarða- mæringa svolítið eins og að gefa bækur – skotheld gjöf sem gengur fyrir bæði kynin. David Beckham er einn þeirra sem hafa þegið slíkt að gjöf, Rolex GMT Ice, frá eiginkonu sinni Victoriu Beck- ham. Tónlistarmaðurinn John Mayer er þó líklega kon- ungur Rolex- úra-gjafa og hefur gefið fyrr- verandi kærust- um sínum, Jennifer An- iston og Jess- icu Simpson, gullúr. Leiðin að hjarta konu er þó varla gullúr því þrátt fyrir slíka gjöf entist samband hans við til að mynda Jennifer Aniston leikkonu aðeins í fjóra mánuði. Bílar, lestir og hvers kyns farar- tæki á hjólum eiga alltaf upp á pallborðið, og breytast stundum úr leikföngum í alvöru tól þegar drengirnir verða fullorðnir og jú ríkir. Sú jólagjöf sem er alltaf í uppáhaldi hjá leikaranum Roger Moore er rafmagnslest og ekkert skákar BMX-hjólinu sem Robbie Williams fékk þegar hann var sjö ára. George Clooney gaf sjálfum sér svo rafknúinn Tesla Roadster þegar hann varð „stór“. Og eng- inn er of gamall eða ungur til að leika sér. Justin Timberlake fékk Playstation-tölvu ein jólin frá sinni fyrr- verandi, Cameron Diaz, og Brad Pitt gaf Maddox, syni sínum, einkafótboltaæf- ingu hjá David Beckham. - jma Bílar og Playstation Sonur Brads Pitt fékk einkatíma í fótbolta hjá David Beckham. Tónlistarmaðurinn John Mayer hefur oftar en einu sinni gefið kærust- um sínum Rolex-úr. Bækur eru nauð- syn legar í jóla- pakkann hans, e n au ð v i t a ð fer eftir aldri og áhugasviði hvers og eins hvaða bækur rata í pakkana. Fyrir spennu- sagnafíkla hefur úrvalið sjald- an verið meira, Furðustrandir Arnaldar Ind- riðasonar verða ör ugglega í mörgum pakk- anum og sömu- leiðis Önnur líf Ævars Arnar Jóseps sonar, Ég man þig eftir Yrsu Sigurðar- d ó t t u r , o g Morgun engill Árna Þórarins- sonar. Fyrir spennu- sagnaáhugamanninn sem einnig er áhugasamur um fornsögurnar og góðan texta er Mörg eru ljóns- ins eyru eftir Þórunni Erlu- Valdimarsdótt- ur góður kostur og Skáldsaga um Jón eftir Ófeig Sigurðs- son gæti komið honum skemmtilega á óvart. Poppkorn eftir Sigur- geir Sigurjónsson og Einar Kárason ætti að gleðja poppáhugamenn og fyrir marga eru jólin ekki jól nema Íslensk knattspyrna eftir Víði Sigurðsson leynist í einhverjum pakkanum. Ævisög- ur og þjóð- málaspegl- ar eru allt- af vinsæl og þessi jólin ætti Ævisaga Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Jóhannesson að gleðja stjórnmála- spekúlanta. Alvara leiksins, ævi- saga Gunnars Eyjólfssonar eftir Árna Bergmann, vekur einnig áhuga og bók þeirra Jakobs Bjarn- ars Grétarssonar og Þórarins Þórarinssonar Hið dökka man er örugglega efst á lista margra for- vitinna karla. Hér er aðeins stiklað á stóru í bókaflóðinu eins og gefur að skilja. Fjölmargar aðrar áhugaverðar bækur koma út fyrir þessi jól og ætti að vera vandalaust að finna bók sem fellur í kramið. - fsb Spenna, popp, pólitík og knattspyrna Trúbrot Gunnar Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.