Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 38
 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns og Krist- ín Jónsdóttir, húsnæðisfulltrúi Öryrkja- bandalagsins, hljóta viðurkenningu frá Mannúðar- og mannræktarsamtök- unum Höndinni. Viðurkenningarnar verða veittar á árlegum jólafundi sam- takanna sem haldinn verður í Áskirkju í kvöld klukkan 20.30 í neðri sal. „Mannúðar- og mannræktarsam- tökin Höndin leitast við að vera vett- vangur fólks til sjálfstyrkingar og samhjálpar,“ segir í fréttatilkynningu samtakanna. Þar segir enn fremur að Höndin hjálpi fólki að fóta sig aftur í lífinu eftir áföll. Dagskrá fundarins verður fjölbreytt, Einar Kárason rithöfundur og Guðrún Ögmundsdóttir munu meðal annars lesa upp úr nýútkomnum bókum, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, flyt- ur gamanmál með alvarlegu ívafi, Gunnar Páll Ingólfsson flytur nokkur lög og séra Pálmi Matthíasson flytur hugvekju. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.hondin.is Jólafundur Handarinnar í Áskirkju LESIÐ ÚR BÓKUM Einar Kárason verður meðal rithöfunda sem lesa upp úr verkum sínum á jólafundi Handarinnar í Áskirkju í kvöld. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og samúð vegna fráfalls elskulegs sonar, stjúpsonar, bróður og mágs, Sigurjóns Guðmundssonar Vesturbergi 138, Reykjavík. Hjartans þakkir til allra þeirra sem hlúðu að Sigurjóni í veikindum hans. Sérstakar þakkir til Elísabetar og Kristjáns. Oddný Ólafía Sigurjónsdóttir Benedikt Hermannsson Sævar Benediktsson Ástríður Sólrún Grímsdóttir Hermann Benediktsson Þórunn Kristjánsdóttir Rannveig Benediktsdóttir Ómar Garðarsson Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hermann Stefánsson Vallargerði 2c, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. desember kl. 13.30. Kristín Friðbjarnardóttir Ólafur Ingi Hermannsson Bjarnheiður Ragnarsdóttir Elva Hermannsdóttir Einar Jóhannsson Atli Hermannsson Ingibjörg Róbertsdóttir afa- og langafabörn Okkar ástkæri Eggert Sigurðsson Borgarholtsbraut 36, Kópavogi, lést miðvikudaginn 24. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auð- sýnda samúð og hlýhug við andlát hans. Unnur Ólafsdóttir Júlíus Kristófer Eggertsson og aðrir aðstandendur og vinir Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Cornelía Ingólfsdóttir Hrísmóum 1, Garðabæ, áður Háholti 15, Keflavík, lést á Líknardeild Landspítalans að morgni 6. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þór Helgason Karl Jóhann Ásgeirsson Ragnheiður Helga Gústafsdóttir Þórólfur Ingi Þórsson Eva Margrét Einarsdóttir Jóhannes, Gabríel og Lilja. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Júlíus Bjarnason Akurgerði 41, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans á Landakoti laugardaginn 4. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eva Dagbjört Þórðardóttir Ragnheiður Kristjánsdóttir Óli Grétar Metúsalemsson Siguður Þ. Kristjánsson Steingerður Á. Gísladóttir Bjarni R. Kristjánsson Dagný Blöndal afabörn og langafabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Björg Elísabet Elísdóttir sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 4. desember, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 10. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Reidar J. Óskarsson Husby Þórdís Óskarsdóttir Husby Örlygur R. Þorkelsson Ragnar M. Óskarsson Husby Edda Baldvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Gísladóttir Kröyer hárgreiðslumeistari, Bakkahlíð 13, Akureyri, lést 2. desember á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Birgir Steindórsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Drengjakór Reykjavíkur heldur árlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju á sunnudag en hann fagnar auk þess tuttugu ára afmæli um þessar mund- ir. Kórinn var stofnaður af Ronald Turner, organista Laugarneskirkju, árið 1990. Hann hélt um stjórnartaum- ana til ársins 1994 en þá tók Friðrik S. Kristinsson, núverandi stjórnandi kórsins við, en hann er einnig stjórn- andi Karlakórs Reykjavíkur. Kórinn hafði aðsetur í Laugarneskirkju fyrst um sinn en flutti sig yfir í Neskirkju árið 2001. Hann hefur svo verið í Hall- grímskirkju frá árinu 2004. Í kórnum eru 34 drengir á aldrinum sjö til fimmtán ára. „Við æfum tvisvar í viku og syngjum í messu einu sinni í mánuði. Þá förum til útlanda annað hvert ár og ferðumst innanlands þess á milli,“ segir Friðrik en kórinn er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem drengirnir voru heiðursgestir á nor- rænni hátíð í Minneapolis. „Drengirn- ir fá því víða tækifæri til að sýna hvað í þeim býr.“ Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakórinn á Íslandi og á þetta söngform sér ekki sérlega langa sögu hér á landi. „Fyrirmyndin kemur aðallega frá Englandi þar sem drengjakórar voru fyrst stofnaðir á fjórtándu öld,“ segir Friðrik. Hann segir lítið mál að manna kórinn en á hverju hausti berast tíu til fimmtán umsóknir. Drengjarnir syngja ýmist fyrsta sópran, annan sópran eða alt og stundum bætast tenórar og bassar úr Karlakór Reykjavíkur við. En hvað er það sem einkennir drengjakór? „Það er sérstakur hljómur eða klang sem fólk hefur gaman af að heyra. Ég legg síðan mikið upp úr góðum reglum og aga því annars væri þetta ekki hægt. Ég held að í starfinu felist gott uppeldi og hafa margir drengjanna haldið áfram í alls kyns söng- og tónlistarnám.“ Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 17 og munu drengirnir flytja ýmis jólalög og sálma. Undir- leikari kórsins er Lenka Matevoa og Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Sérstakir gestir verða meðlimir Karla- kórs Reykjavíkur. vera@frettabladid.is DRENGJAKÓR REYKJAVÍKUR: ER TUTTUGU ÁRA Margir halda áfram í tónlist EKKI ERFITT AÐ MANNA KÓRINN Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakórinn á Íslandi. Hann heldur árlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.