Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2010 Þú sérð það strax, við fyrstu sýn, þetta er Hátíðar Appelsín Hátíðar Appelsín er nýtt íslenskt appelsín frá Vífilfelli. Hátíðar Appelsín er ekta jóladrykkur sem fangar anda hátíðarinnar, þessi sérstöku tækifæri sem gefast til að hittast og njóta. Þú færð Hátíðar Appelsín á frábæru verði í næstu verslun. Ný hljómsveit Liams Gallagher, Beady Eye, gefur út sína fyrstu plötu 28. febrúar. Hún nefnist Different Gear, Still Speeding og hefur að geyma þrettán lög, þar á meðal fyrsta smáskífulag- ið Bring the Light. Einnig eru á plötunni lög á borð við Four Lett- er Word, Millionaire og Beatles and Stones. Upptökustjóri plöt- unnar er Steve Lilywhite, sem er þekktastur fyrir að hafa unnið með U2 í gegnum árin. Auk Gallaghers eru í Beady Eye Oasis- mennirnir fyrrver- andi Gem Archer og Andy Bell, auk trommarans Chris Shar- rock. Fyrsta platan í febrúar LIAM GAL- LAGHER Oasis- söngvarinn fyrrverandi gefur út sína fyrstu plötu með Beady Eye í febrúar. Nýjasta plata rapparans Kanye West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, fór beint í efsta sætið á bandaríska vinsældalistanum sína fyrstu viku á lista. Þetta er fjórða plata West sem nær þess- um merka áfanga. Alls seldust 496 þúsund eintök af plötunni og vantaði því aðeins fjögur þúsund upp á að hún næði gull- sölu. Nýjasta platan hefur selst aðeins betur en hans síðasta, 808 and Heartbreaks, sem kom út fyrir tveimur árum. Besta árangrinum náði West með plöt- unni Graduation sem seldist í 957 þúsund eintökum árið 2007. Rétt missti af gullinu Hljómsveitin Hjaltalín heldur á sunnudag í tónleikaferð til Þýskalands og Belgíu og stendur ferðin til 18. desember. Tónleik- arnir verða sex talsins og verða fimm þeirra í Þýskalandi. Snorri Helgason mun hita upp á tón- leikunum í Þýskalandi. Hjaltalín ætlar að einnig að ferðast til Parísar þar sem sveitin kemur fram í sjónvarpsþættinum vin- sæla Soiree de Poche sem er gerður í samstarfi við sjónvarps- stöðina Arte. Þátturinn er þannig uppbyggður að hljómsveitum er komið fyrir í íbúð þar sem haldnir eru tónleikar fyrir helstu aðdáendur sveitar innar og herleg- heitin eru síðan tekin upp. Stutt er síðan Hjaltalín sendi frá sér mynddiskinn og plötuna Alpanon sem hefur að geyma efni frá tónleikum hennar með Sinfóníu hljómsveit Íslands. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís um næstu helgi. Hjaltalín til Evrópu HJALTALÍN Hljómsveitin er á leiðinni í tónleikaferð um Þýskaland og Belgíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.