Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 4
4 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 11° -1° -1° 0° 6° 1° 1° 22° 2° 18° 0° 17° -8° 0° 14° -3° Á MORGUN 10-18 m/s. LAUGARDAGUR Dregur úr vindi, vestan til fyrst. 2 -2 3 2 5 6 6 6 8 0 2 10 9 15 13 12 8 7 7 4 3 10 7 4 2 6 6 3 3 1 5 4 NOKKUÐ MILT Það verður nokk- uð milt á landinu næstu daga með stífri vestanátt og vætu, einkum vest- an til. Svipað veður á morgun en á laugardag dregur úr vætu og lægir en þá kólnar lítillega. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ALÞINGI Þingverðir þurftu að rýma þingpalla vegna hrópa sem trufluðu fund Alþingis. Hátt í 100 manns komu saman við Alþingi á þriðja tímanum í gærdag til að mótmæla ákærum á hendur nímenningunum svokölluðu, sem sakaðir eru um árás á Alþingi fyrir tveimur árum. Á milli 20 og 30 manns komu sér fyrir á þingpöllum við upphaf þingfundar, en eftir skamma stund ákvað Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir að fresta þingfundi eftir ítrek- uð hróp og köll af pöllunum. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþing- is, segir að vegna frétta af fyrirhuguðum mótmælum hafi verið gerðar ráðstafanir, og voru lögreglumenn á staðnum til að fylgjast með mótmælendum og gæta þess að ekki færu fleiri á þingpallana en þar mega vera. Helgi segir að vel hafi gengið að rýma þing- pallana og engin átök hafi verið milli mót- mælenda og starfsmanna þingsins. Fundi var svo fram haldið en þingpallarnir hafðir lok- aðir. Helgi segir að þar hafi þó ekki verið þingað fyrir luktum dyrum, enda útsending í sjón- varpi og á netinu frá umræðum og ræður birt- ar á vef Alþingis. Hann segir að síðast hafi verið fundað fyrir luktum dyrum samkvæmt heimild þar um fyrir miðjan sjötta áratuginn, og þar hafi eftir því sem næst verði komið þingað um sáttatillögu Dana í handritamálinu. - bj Hátt í 100 manns mótmæltu ákærum á hendur nímenningum í og við Alþingi tveimur árum eftir handtöku: Þingpallarnir rýmdir vegna háreysti MÓTMÆLI Til lítils háttar stimpinga kom fyrir utan Alþingi þegar þingpallarnir voru rýmdir, en mótmælin fóru að öðru leyti friðsamlega fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON CHILE, AP Talið er að eldsvoða í San Miguel-fangelsinu í Chile í gær megi rekja til slagsmála milli fanga. Eldurinn varð óviðráðanlegur á fáum mínútum og kostaði yfir áttatíu fanga lífið. Neyðaróp fanganna mátti heyra í fjölmiðlum þegar spiluð var upp- taka úr síma eins fangans, sem hringdi í ríkissjónvarpið til að biðja um hjálp. „Aðstæður í fangelsinu eru ómannúðlegar,“ sagði Sebastian Pineira, forseti Chile, í heimsókn á sjúkrahús þar sem fangar með brunasár voru til meðferðar. - gb Áttatíu fangar fórust: Fangelsi í Chile í ljósum logum HARMLEIKUR Viðbrögð ættingja þegar lesin voru upp nöfn hinna látnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK Evrópa unga fólksins úthlut- aði rúmum 30 milljónum króna til verkefna ungs fólks og æskulýðs- samtaka í gær. Umsóknarfrestir eru fimm á ári og voru í gær afgreiddar síðustu umsóknir þessa árs. Sótt var um styrki til 18 verkefna og fengu 12 af þeim úthlutun. Félagsmiðstöðin Zero á Flúðum fékk hæsta styrk- inn, 3,5 milljónir króna, til verk- efnisins Let‘s do business. Evrópa unga fólksins er sam- starfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. - sv Styrkir Evrópu unga fólksins: 30 milljónum króna úthlutað VIÐSKIPTI Frjálsi lífeyrissjóður- inn, sem er í rekstri hjá Arion banka, hefur verið valinn besti lífeyrissjóður landsins annað árið í röð af fagtímaritinu Invest- ment Pension Europe (IPE). Í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að eignastýr- ing lífeyrissjóðsins hafi gengið vel þrátt fyrir erfiðar markaðs- aðstæður, gagnsæi í fjárfesting- um hafi aukist og samskipti við sjóðfélaga verið eflt til að upplýsa þá sem best um stöðu sjóðsins. Árið 2005 var Frjálsi lífeyris- sjóðurinn valinn besti lífeyris- sjóður Evrópu í flokknum Upp- bygging lífeyrissjóða af IPE. - sv Frjálsi lífeyrissjóðurinn vinnur: Valinn besti sjóðurinn á ný SKIPULAGSMÁL „Ég tel þetta vera innrás inn á mitt land,“ segir Virgill Scheving Einarsson, jarð- eigandi á Vatnsleysuströnd sem kom fyrir vegartálma á landi sínu sem bæjaryfirvöld í Vogum létu fjarlægja á þriðjudag. Virgill er meðeigandi móður sinnar að jörðunum Skjaldarkoti og Efri-Brunnastöðum I og II. Vigill og fleiri íbúar í nágrenn- inu eru ósáttir við hringveg sem liggur um bæjarhlöð þeirra og niður að sjóvarnargarði þar fyrir neðan. Neðsti hluti vegarins var að sögn Virgils á sínum tíma lagður í tengslum við gerð varnargarðs- ins og er ekki á vegaskrá. Fyrir tæpum mánuði lokuðu Virgill og nágranni hans, Stefán Árnason í Austurkoti, veginum þar sem hann fer yfir neðsta hluta lands Virgils. „Hér eru börn, þannig að óheft umferð er glapræði. Við Stefán svöruðum kalli íbúanna og lokuð- um,“ segir Stefán. Bæjarráð Voga tók málið fyrir í síðustu viku. Í niðurstöðu þess er vitnað í ákvæði vegalaga varðandi óskráða vegslóða sem liggja yfir eignarlönd. „Er landeiganda þá heimilt að gera girðingu yfir þann veg með hliði á veginum en eigi má hann læsa hliðinu né með öðru móti hindra umferð um þann veg nema sveitarstjórn leyfi,“ vitnaði bæjaráðið í lögin og krafðist þess að Virgill fjarlægði vegartálm- ana ellegar yrði það gert á hans kostnað. Og á þriðjudag gær bær- inn vinnuvél á vettvang til að ryðja tálmanum burt. „Eignarréttur minn er vanvirt- ur og á honum troðið,“ segir Virg- ill og þeir Stefán ítreka að mikið ónæði sé af hringakstri um bæjar- hlöð þeirra. Meðal annars hafa komið heilu rúturnar með hópa af útlendingum að skoða fjöruna. „Það er öllum til óþæginda að hafa þennan hring opinn. Það er einn bær sem virðist standa fyrir því að veginum er ekki lokað. Mér finnst alveg nóg að það sé ein heimreið að hverjum bæ – það hefur dugað fram að þessu,“ segir Stefán. Virgill segist telja að fólk sem tengist bænum Neðri- Brunnastöðum og vill hafa hring- veginn opinn hafi beitt ítökum sem það hafi í H-listanum sem mynd- ar meirihluta í bæjarstjórn Voga ásamt E-lista. „Það er pólitískur óþefur af þessu máli,“ segir Virg- ill, sem aðspurður kveður næsta skref að leita til dómsmálaráðu- neytisins og dómstóla. „Slóðanum verður lokað,“ fullyrðir hann. Bergur Álfþórsson úr E-listan- um staðfestir að það hafi verið gert vegna óskar frá Neðri-Brunnastöð- um. Eigandi þeirra er fyrrverandi bæjarfulltrúi H-listans. Bergur hafnar því að pólitík ráði för. gar@frettabladid.is Hringakstri sagt stríð á hendur í Vatnsleysu Íbúar í húsaþyrpingu á Vatnsleysuströnd vilja loka vegslóða sem liggur í hring umhverfis byggðina vegna ónæðis af akstri annarra. Eigandi eins hússins vill halda hringveginum. Bæjarráðið lét fjarlægja vegartálma sem settir voru upp. VIRGILL SCHEVING EINARSSON OG STEFÁN ÁRNASON Á veginum handan bílsins var vegartálminn sem bæjaryfirvöld í Vogum létu fjarlægja af landi Virgils í gær. Fjær sést í Neðri-Brunnastaði. Fólkið þar vill halda hringveginum opnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Skipti hf. skiluðu 4,4 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2010. Sala fyrirtækisins nam 26,9 milljörðum króna samanborið við 29,8 milljarða á sama tímabili í fyrra og skýrist söluhagnaðurinn einkum af sölu á erlendum eignum og gengisþróun íslensku krónunnar. Tap Skipta á sama tímabili árið 2009 var 1,6 millj- arðar króna. Eigið fé Skipta er 29,2 milljarð- ar króna og eiginfjárhlutfall 26 prósent. Fyrirtækið hefur að mestu lokið samningum við lánardrottna og telst vinna við skjalagerð á lokastigi, er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Já upplýsingaveitur hefur verið selt úr eigu Skipta og nemur sölu- hagnaður 1,3 milljörðum króna. Greitt verður fyrir söluna í reiðu- fé og færist það til bókar á fjórða ársfjórðungi 2010. - sv Afkoma Skipta hf. árið 2010: Hagnast um 4,4 milljarða króna AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 08.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 204,8599 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,38 114,92 180,15 181,03 151,34 152,18 20,300 20,418 18,978 19,090 16,553 16,649 1,3627 1,3707 175,62 176,66 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR – GEFÐU HLÝLEGA JÓLAGJÖF! DEVOLD – FULLT HÚS JÓLAGJAFA •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.