Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 8
8 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR 1. Hvað eru nemendurnir gamlir sem tóku þátt í PISA-könnuninni? 2. Hvaða íslensku rithöfundar eru að stinga af í jólabókaflóði ársins? 3. Hversu stórt töpuðu íslensku stelpurnar fyrsta leik sínum á EM í handbolta? SVÖR: 1. 15 ára. 2. Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir. 3. Með 10 mörkum. RADISSON BLU HÓTEL SAGA (Harvard II) Föstud. 10. des. kl. 8-10 Fundarstjóri: Bolli Héðinsson Vilhálmur Bjarnason viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta Vala Valtýsdóttir héraðsdómslögmaður, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs hjá Deloitte SAMGÖNGUMÁL Ríkið myndi bera umtalsverðan kostnað af því að heimila fyrirtækinu ECA að hefja starfsemi hér á landi. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar samgönguráðherra á Alþingi í gær. Þar sagðist hann alfarið á móti því að ráðast í þetta verkefni. Ögmundur sagðist meta það svo að með því að heimila ECA að hefja starfsemi á sviði flugþjón- ustu fyrir herflugvélar hér á landi væri mjög mikilvægum fjárhags- legum hagsmunum og atvinnu- hagsmunum Íslendinga í flugheim- inum teflt í tvísýnu. „Það er mjög eindregin afstaða flugmálayfirvalda að [...] það sé ekki ráðlegt að ráðast í þetta verkefni og menn eigi ekki að láta undan þrýstingi í þeim efnum,“ sagði Ögmundur í svari sínu við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Fram- sóknarflokksins. Sigurður benti hins vegar á að ECA hefði lýst því yfir að fyrir- tækið myndi greiða allan kostn- að sem á ríkið myndi falla. Þessi afstaða Ögmundar varpaði ljósi á eina helstu ástæðuna fyrir því að atvinnusköpun gengi svo illa hér á landi. Hún virtist vera sú að ráðherrarnir þvældust fyrir upp- byggingu. - bj Samgönguráðherra segist eindregið á móti því að ECA hefji starfsemi á Íslandi: Hagsmunum stefnt í tvísýnu ÞOTUR Fyrirtækið ECA vill reka þjónustu fyrir orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli, en sérstakt leyfi þarf til að skrá slíkar þotur. NORDICPHOTOS/AFP HVALVEIÐAR Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa 3.276 tonn af frystum hvalaafurðum, öðrum en lýsi og mjöli, verið flutt út til Jap- ans fyrstu níu mánuði ársins 2010. Enginn útflutningur var árið 2009, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta eru samtals 23 prósent af heildarafla hvalveiðimanna hér á landi árin 2009 og 2010 samanlagt. Samkvæmt innflutningstölum í Japan hafa hins vegar einungis 164 tonnum af hvalkjöti verið komið til Japans frá Íslandi þetta sama tíma- bil. Hlutfallið af heildarafla er þá orðið aðeins fimm prósent. Þetta kemur fram á yfirliti frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og alþjóðlega dýraverndarsjóðnum IFAW. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að sumarið 2009 hefði sjávarútvegs- ráðherra, sem þá var reyndar Jón Bjarnason en ekki Einar Guðfinns- son eins og ranglega var fullyrt í fréttinni, látið sér fátt um finnast í viðræðum við bandaríska sendiráð- ið í Reykjavík þótt enginn markað- ur myndi reynast fyrir afurðir lang- reyðar í Japan. - gb Um fjórðungur afla hvalveiðimanna fluttur til Japans: Aðeins hluti aflans komst á leiðarenda JÓN BJARNASONEINAR K. GUÐFINNSSON BRUSSEL, AP Álagspróf banka í Evr- ópusambandinu (ESB) hafa ekki verið nógu ströng og stendur til að hefja nýja lotu prófana í febrúar næstkomandi. Þetta er meðal nið- urstaðna funda fjármálaráðherra ESB í vikunni. Önnur niðurstaða er að ekki verða lagðir frekari fjármunir í sjóði til aðstoðar evr- uríkjum í efnahagsvanda. Þýskaland, með stuðningi Hol- lands og Austurríkis, neitar að bæta við 750 milljarða evra (um 114 þúsund milljarðar íslenskra króna, eða 114 billjónir) sjóð til að aðstoða evruríki í efnahags- kröggum. Þá vilja ríkin ekki heldur styðja útgáfu nýrra sam- evrópskra verðbréfa. Löndin segja að nú sé tími til kominn að hrinda í framkvæmd ákvörðunum síðustu mánaða. „Það er engin skynsemi í að hefja stöðugt nýjar viðræður,“ sagði Wolfgang Schaeuble, fjár- málaráðherra Þýskalands, eftir fundalotu síðustu daga með kol- legum sínum. ESB er nú sagt reiða sig á að mjög skuldsett evrulönd, á borð við Spán og Portúgal, hrindi umfangsmiklum aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum í framkvæmd. Um leið vinnur sambandið að því að takmarka hættuna á því að óstöðugleiki í fjármálageiranum smiti út frá sér. Hluti af því eru ný álagspróf banka í ESB í febrúar. Olli Rehn, sem fer með peninga- mál í framkvæmdastjórn ESB, sagði nýju prófin verða „ítarlegri og yfirgripsmeiri“ en álagspróf sem lögð voru á 91 banka í júlí síðastliðnum. Þá muni verða lagt ítarlegt mat á lausafjárstöðu bank- anna, sem fyrri útgáfa álagsprófs- ins hafi ekki gert. Rehn upplýsti ekki um hvort niðurstöður prófanna yrðu gerðar opinberar, líkt og gert var í sumar. Sjálfur sagðist hann talsmaður fulls gagnsæis, en viðurkenndi að færð hefðu verið rök fyrir því að halda niðurstöðunum leyndum og gefa bönkunum rými til að vinna úr sínum málum í næði. Álagsprófanirnar í júlí hafa verið gagnrýndar eftir að í síð- asta mánuði varð ljós þörf írskra banka fyrir neyðaraðstoð. Írsku bankarnir stóðust allir júlíprófið, en einungis sjö af 91 banka fengu þá falleinkunn. Ekki hefur því tekist að eyða áhyggjum fjárfesta af heilsu- fari evrópskra fjármálastofn- ana og mögulegum áhrifum þess á skuldbindingar ríkisstjórna þeirra. Mestar áhyggjur hafa þeir af Portúgal og Spáni sem margir virðast telja veikustu hlekkina í myntsamstarfi evruþjóðanna. olikr@frettabladid.is Þrýsta á um- bætur hjá evru- þjóðum í vanda Frekari fjármunir verða ekki lagðir í sjóð til aðstoð- ar evrulöndum í skuldavanda. Fjármálaráðherrar ESB-landa funduðu í höfuðstöðvum ESB í Brussel á mánudag og þriðjudag. Ný álagspróf verða lögð fyrir evrópska banka í febrúar. LAGT Á RÁÐIN Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, og Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ræðast við í Brussel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í BRUSSEL Elena Salgado, fjármálaráðherra Spánar, ræðir við kollega sína Didier Reynd- ers frá Belgíu, Jyrki Katainen frá Finnlandi og George Osborne frá Bretlandi fyrir fund efnahagsráðs ráðherraráðs ESB í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í gær. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Tveir fíkniefna- salar voru handteknir í Reykja- vík í fyrrakvöld. Jafnframt lagði lögregla hald á tæplega hálft kíló af marijúana. Annar mannanna var með barnið sitt með í för þegar þeir voru teknir við að selja fíkniefni. Afskipti lögreglu af þeim áttu sér stað á bílastæði í úthverfi. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. - jss Tveir fíkniefnasalar teknir: Dópsali með barn með sér BÚRMA, AP Kvikmyndaleikkonan Michelle Yeoh hefur síðustu daga átt fundi með baráttukonunni og friðarverð- launahafanum Aung San Suu Kyi í Búrma. Fundirnir eru vegna undir- búnings banda- rískrar kvik- myndar þar sem Yeoh mun fara með hlut- verk baráttu- konunnar. Á þriðjudag fylgdust Yeoh og Suu Kyi að á flugvelli í Búrma þar sem baráttukonan kvaddi 33 ára gamlan son sinn sem hún hitti í fyrsta sinn í áratug fyrir hálfum mánuði. Suu Kyi var leyst úr haldi 13. nóvember síðastliðinn. - óká Hollywood-mynd í bígerð: Yeoh fundar með Suu Kyi MICHELLE YEOH VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.