Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 10
 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hver er hlutur ríkisins af hverjum seldum bensínlítra? Þegar litið er aftur til desember 2008 á meðfylgjandi skýringar- mynd má sjá að ríkið tók til sín 70 krónur af hverjum seldum lítra, og hefur því aukið sinn hlut um 34 krónur á lítrann, sem er nær 50 pró- senta aukning. Ef litið er til viðmiða Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem gera ráð fyrir að fjölskyldubíll eyði um 2.000 lítrum af bensíni, sést að þar er um að ræða aukna skatt- heimtu um 68.000 á hvern bíl á ári. Frá hruni hafa bensíngjöld verið hækkuð fjórum sinnum. Fyrsta hækkunin varð í desember 2008 þegar vörugjöld voru hækkuð um rúmar fimm krónur á lítrann, en þeim var fylgt eftir með ríflegri hækkun vorið eftir þegar almennt bensíngjald hækkaði um 10 krónur á lítrann. Í byrjun þessa árs voru svo almenn gjöld hækkuð á ný auk þess sem lagt var á kolefnisgjald, sem er 2,6 krónur á hvern lítra. Þessar miklu skattahækkanir koma samhliða gríðarlegri hækk- un á heimsmarkaðsverði bens- íns og samanlögð áhrif af þessum tveimur þáttum eru undirliggjandi í þeim miklu hækkunum á útsölu- verði undanfarna mánuði. Enn er svo frekari skattahækk- ana að vænta um næstu áramót þar sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 4 prósenta hækkun á bensín- gjöldum og jafnframt verður kol- efnisgjaldið hækkað upp í 3,9 krón- ur á lítrann. Það eru fjórar krónur á hvern lítra að minnsta kosti og telja má nær öruggt að þær hækk- anir munu skila sér í hærra útsölu- verði. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við Fréttablaðið að um alvarlegt mál sé að ræða. „Þetta er nokkurs konar aðför að ákveðnum lífsgildum þar sem bíll- inn gefur fólki fjölbreyttari mögu- leika á búsetu og atvinnu og er auk þess mikilvægt öryggistæki.“ Runólfur segir FÍB einnig hafa bent á að hækkanir sem þessar geti í raun haft neikvæð áhrif á hagkerf- ið þar sem hærra bensínverð hefur í för með sér samdrátt í ferðalög- um, og þar af leiðandi minni tekjur af ferðamennsku. thorgils@frettabladid.is Ríkið tekur æ stærri skerf af bensínverði Álögur ríkisins á hvern lítra bensíns hafa stóraukist síðustu tvö ár og renna nú um 104 krónur í ríkissjóð af hverjum seldum bensínlítra. Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi felur í sér enn frekari hækkanir á bensíngjöldum. Ríkið innheimtir í raun þrenns konar gjöld af hverjum bensínlítra. Bensíngjöld eru tvenns konar. Annars vegar eru það almenn bensíngjöld, sem renna í ríkissjóð, og hins vegar sérstök bensíngjöld sem ganga að langmestu leyti til vegaframkvæmda. Virðisaukaskattur er innheimtur bæði af bensíngjöldum og kostnaðarverði, sem er innkaupsverð og álagning olíufyrirtækjanna. Kolefnisgjald var fyrst lagt á eldsneyti í upphafi árs. Það er ákvarðað með hliðsjón af verði losunarheimilda á uppboðsmarkaði ESB og er 2,60 krónur á hvern bensínlítra hér á landi. Þrenns konar bensínskattar 100 80 60 40 20 0 Hlutur ríkisins af hverjum bensínlítra Desember 2008 Desember 2010 Janúar 2011* 70 kr/l 103,6 kr/l 107,8 kr/l *Miðað er við gildandi lög um skatta og álögur á hverjum tíma, en í síðasta tilfellinu er gert ráð fyrir að hugmyndir í fjárlagafrumvarpi nái fram að ganga og bensínverð haldist nokkuð stöðugt fram yfir áramót. STJÓRNLAGAÞING Sjötta hvert atkvæði sem greitt var í kosningunum til stjórnlagaþings féll dautt og nýttist ekki neinum þeirra sem að lokum náði kjöri. Alls voru 82.335 gild atkvæði greidd. Tæp 83,3 prósent þeirra atkvæða nýttust einhverjum þeirra sem komst á þingið, en um 16,7 ekki neinum. Af þeim eru nær öll heil atkvæði, sem þýðir að val 13.770 kjósenda hafði engin áhrif á niðurstöðuna. Þátttaka þeirra hafði þó áhrif á útreiknað lágmarksmagn atkvæða sem frambjóðendur þurftu til að ná kjöri. Úr þessum upplýsingum má lesa að nöfn þeirra fjórtán stjórnlagaþingmanna sem komust síðastir inn, með minna en lágmarksmagn atkvæða, hafi hvergi verið að finna á neinum þessara 13.770 seðla. Kosningakerfið var ekki síst valið með tilliti til þess að atkvæði kjósenda nýttust betur en í öðrum kosningakerfum. Tæpur þriðjungur kjósenda , eða 29,4 prósent, nýtti möguleika sína til fulls og raðaði 25 frambjóðendum á kjörseðil sinn. Einungis 3,4 prósent létu nægja að velja einn. Meðalfjöldi frambjóðenda á kjörseðlum var 14,8. - sh Atkvæðaseðlar 13.770 kjósenda höfðu engin áhrif á kjörið til stjórnlagaþings: Sjötta hvert atkvæði féll dautt Á KJÖRSTAÐ Einn af hverjum sex sem mættu á kjörstað hafði lítil sem engin áhrif á niðurstöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL NÁTTÚRA Hafís gæti ógnað sigl- ingaleiðum norðvestur af landinu. Ísröndin kemur næst landi 21,7 sjó- mílur norður af Horni, 25,3 sjómíl- ur frá Straumnesi og 43,6 sjómíl- ur frá Barða. Nokkuð virðist hafa myndast af nýjum ís þar sem jak- arnir koma næst landi og vekur það nokkra athygli veðurfræðinga. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Gná, flaug á þriðjudag gæslu- og hafíseftirlit fyrir Vestfirði og kom að ísrönd milli Íslands og Græn- lands. Er hafísinn samfrosinn með stórum íshellum sem geta verið hættulegar skipum. Sáust fimm stórir borgarísjakar úti fyrir Barða, frá 30 til 110 metra á hæð. Landhelgisgæslan telur að ekki stafi mikil hætta af borgar- ísjökunum þar sem þeir voru vel innan við ísröndina og sáust vel á ratsjá. Þeir séu þó nokkuð sprungn- ir og brotnað gæti úr þeim. Því fylgir öllu meiri hætta. Veðurstofa spáir suðvestanátt fram yfir helgi og er því ekki gert ráð fyrir að ísinn færist nær landi á þeim tíma. - bþh TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar, í hafíseftirliti fyrir Vestfjörðum: Allt að 110 metra háir ísjakar BORGARÍSJAKI Jakarnir eru sprungnir og nokkur hætta er á að brotni úr þeim. Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiilmsins, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu gott kaff i á góðu verði í da g MYND/LANDHELGISGÆSLAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.