Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 12
12 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvaða ályktanir má draga af nýjum uppgötvunum á sviði geimrannsókna? Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Leitin að „ofurjörðum“ utan sólkerfisins Geimkíkirinn Kepler – sem skotið var á loft í fyrra til að leita að plánetum líkum jörðinni utan sólkerfis okkar – hefur fundið yfir 700 vænlega kand- ídata. Þó svo að flestar „ofur-jarðir“ sem fundist hafa til þess séu risar sem líkari eru Júpíter, getur verið að sumar séu ekki ýkja ólíkar jörðinni. Kepler- geimrannsóknastöðin Leitar að smávægilegum birtubreytingum sem orsakast af því þegar plánetum bregður fyrir á sporbaug sínum um stjörnur. Ljós Pláneta Tími B ir ta Stjarna Júpíter: „Gasrisi“ með 2,5 sinnum meiri massa en allar hinar pláneturnar í sólkerfi okkar saman- lagðar. Pláneta: JÖRÐIN Massi: 1 jarðarmassi Lengd sporbaugs: 365 dagar Pláneta: JÚPÍTER Massi: 318-faldur massi jarðar Lengd sporbaugs: 11,8 ár Pláneta: COROT-7b Massi: 4,8-faldur massi jarðar Lengd sporbaugs: 20 klukkustundir Pláneta: GJ1214b Massi: 6,55-faldur massi jarðar Lengd sporbaugs: 38 klukkustundir Pláneta: HD149026b Massi: 0,36-faldur massi Júpíters Lengd sporbaugs: 69 klukkustundirPláneta: Osiris HD209458b Massi: 0,69-faldur massi Júpíters Lengd sporbaugs: 3,5 dagar F í t o n / S Í A Nú er rétti tíminn til að kaupa sér notaðan bílaleigubíl Notaðir bílar · Kletthálsi og Laugavegi 174 · Umboðsmenn um land allt · www.hekla.is · Sími: 590-5040 · Opið virka daga 10–18. TAKMARKAÐUR FJÖLDI BÍLA Á ÞESSU TILBOÐSVERÐI Opel Corsa 300.000 KR. AFSLÁTTUR Staðalbúnaður: Fjarstýrðar samlæsingar, rafmagn í rúðum að framan, hiti í sætum, aðgerðarstýri, útvarp/CD, ABS hemlalæsivörn og ESP stöðugleika- stýring. Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og þokuljós. Tilboðsverð: 990.000 kr. Afborgun aðeins: *Miðað við bílasamning hjá Íslandsbanka til 60 mánaða með breyti- legum vöxtum og 30% innborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,95% Ásett verð er 1.290.000 kr. Nokkrir bílaleigubílar, árg. 2008, eknir frá 80–98 þús. km á frábæru tilboðsverði! 14.903 kr. á mán.* Nýverið hefur verið upplýst að lífvænlegar plánetur eru mun fleiri en áður var talið. Þá hefur verið sýnt fram að að líf finnst í umhverfi sem talið var baneitrað. Vísinda- menn telja því öll rök hníga í þá átt að líklegra sé að jörðin sé ekki eina plánetan þar sem líf hafi orðið til. Nokkrar nýjar uppgötvanir sem nýverið hefur verið greint frá renna stoðum undir þá skoðun að jörðin sé ekki eina plánetan í óravíddum geimsins þar sem líf hafi kviknað — að við séum ekki ein, svo gripið sé til orðaleppa úr sjónvarpsþáttum á borð við X-files og V. Í nýrri umfjöllun fréttastofunn- ar AP kemur fram að vísindamenn hafi fyrir nokkrum dögum upplýst að stjörnur séu þrisvar sinnum fleiri en þeir hafi áður talið. Annar hópur vísindamanna hafi uppgötv- að að örverur geti lifað á arseniki og þar með aukið skilning fólks á því að líf kunni að þrífast við ólíf- vænlegustu aðstæður. Og svo var það fyrr á þessu ári að stjörnu- fræðingar upplýstu í fyrsta sinn um fund plánetu sem gæti fóstrað líf líkt og jörðin. „Vísbendingarnar hrannast upp,“ segir Carl Pilcher, forstjóri Geim- lífeðlisfræðistofnunar Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA Astrobiology Institute) sem rann- sakar uppruna, þróun og mögu- leika lífs í alheiminum. „Ég held að hver sem horfir á þessar niður- stöður hljóti að komast að þeirri niðurstöðu að líf sé víðar að finna í geimnum.“ Líkast til er þó rétt að slá þann varnagla að vegna þess hve nýjar þessar rannsóknir og niðurstöð- ur þeirra eru tekst fræðiheimur- inn ennþá á um það hversu miklar ályktanir megi af þeim draga. Þá vara vísindamenn við of miklum væntingum vegna þess að leitin að lífi á öðrum hnöttum eigi sér stað á frumstigi, líklegra sé að uppgötvanir framtíðar snúist um slím, fremur en að E.T. komi í ljós. Síðan verði af áhuga fylgst með þróun slímsins. Vísindamenn hafa búið sér til jöfnu til að reikna út líkindin á því að þróað líf sé að finna á annarri plánetu. Stórir þættir jöfnunnar byggja hins vegar á ágiskunum sem ekki eru beint á sviði geim- vísindanna. Þar á meðal er hverjar líkurnar séu á því að vitsmunalíf hafi náð að þróast og hver sé líf- tími menningar. En sé málið ein- faldað og kröfur um vitsmuni og menningu fjarlægðar úr jöfnunni byggja útreikningarnir á tveimur meginþáttum: Hversu víða er að finna staði úti í geiminum þar sem líf getur þrifist? Og hversu mikl- um vandkvæðum er það bundið fyrir líf að kvikna? Uppgötvanir síðustu viku hafa bæði aukið mögulega kviknunar- staði lífs og útvíkkað skilgrein- ingu vísindamanna á lífi. Líf í geimnum er því sagt líklegra en nokkru sinni. Líf á öðrum hnöttum þykir sífellt líklegra ENCELADUS Þessi mynd NASA af Enc- eladusi, einu tungla Satúrnusar, var tekin þegar geimfarið Casini átti leið hjá 11. ágúst 2008. Grænleit svæði eru sögð sýna grófkorna ís og íshnullunga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.