Fréttablaðið - 09.12.2010, Side 22

Fréttablaðið - 09.12.2010, Side 22
22 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvernig gengur rekstur nýju bankanna? Viðskiptabankarnir þrír sem féllu fyrir rétt rúmum tveimur árum eru að taka við sér. Tekjur af reglulegri starfsemi hafa aukist en eft- irspurn eftir lánsfé er lítil. Forstjóri bankasýslu ríkis- ins segir bankana verða að samræma uppgjör sín. Viðskiptabankarnir þrír högnuð- ust samtals um 35 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þriðji ársfjórðungur var bönkun- um erfiður; hann einkenndist öðru fremur af tengdum málum; óvissu um útreikning á gengistryggðum lánum eftir dóm Hæstaréttar í júní og úrlausn á skuldavanda heim- ilanna, og setti skarð í rekstrar- niðurstöðu þeirra. Afkomutölur bankanna sýna ástandið öðru fremur. Ætla má að hagnaður þeirra þriggja hafi numið rétt rúmum 1,4 milljörðum króna að meðaltali á mán- uði frá janúar til júníloka sem er sambærilegur meðalhagnaður á mánuði og í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi var meðalhagnaður bankanna um fjögur hundruð milljónum krón- um minni að meðaltali á mánuði til loka september, en á fyrsta árshelm- ingi. Léleg afkoma í fyrra Í fyrsta mati Bankasýslu ríkisins í júlí kom fram að bankakerfið væri enn of stórt og arðsemi Arion banka og Landsbankans væri langt undir því sem undir venjulegum kringum- stæðum sé krafist. Þá kom fram að þótt hagnaður bankanna hafi numið 51 milljarði króna í fyrra skrifist stór hluti af tekjum þeirra á end- urmat á bókfærðu virði eigna við yfirfærslu frá gömlu bankanna til þeirra nýju. Færslan fór fram með töluverðum „afslætti“ frá bókfærðu virði. Áhrifin komu skýrt fram í upp- gjöri Landsbankans í fyrra auk þess sem gengisbreytingar höfðu neikvæð áhrif á afkomu bankans. Gengissveiflur höfðu jákvæð áhrif á afkomu Arion banka og Íslands- banka. Bankarnir skríða saman eftir hrun ELÍN JÓNSDÓTTIR Jón Aðalsteinn Bergsveinsson jab@frettabladid.is Staðan að batna Elín Jónsdóttir, forstjóri Banka- sýslu ríkisins, segir rekstur bank- anna hafa batnað verulega á fyrri hluta árs. Vísbendingar eru um að sú þróun muni halda áfram til ára- móta. „Arion virðist halda sínu striki en Landsbankinn átt erfiðari þriðja ársfjórðung,“ segir hún. Bankasýslan hefur pælt sig í gegnum uppgjör bankanna frá ára- mótum til septemberloka og skoðað grunnrekstur þeirra í samanburði við síðasta ár. Niðurstaðan er sú að afkoma bankanna af regluleg- um rekstri hefur batnað verulega hjá þeim bönkum sem verst stóðu í fyrra á meðan rekstur Íslandsbanka virðist í jafnvægi. Stoðirnar styrkari Eins og áður sagði setti Bankasýslan varnagla við arðsemi bankanna af reglulegum rekstri. Lægst var arð- semin hjá Landsbankanum í fyrra en mest hjá Íslandsbanka. Arðsemi Íslandsbanka í fyrra stakk í stúf og gerir enn. Elín bend- ir á að ekki hafi orðið mikil leiðrétt- ing eftir að tillit var tekið til óreglu- legra liða og endurmats eigna. „Það skýrðist að einhverju leyti af því hvernig vaxtatekjur eru reikn- aðar. Þetta eru áhrif af mismun- andi samningum við sölu á eignum gömlu og nýju bankanna,“ segir hún en bætir við að bankarnir sem eigi að koma undan uppstokkun fjár- málageirans verða að vera traust- ir og öflugir. Það sé eina leiðin til að tryggja að þeir geti miðlað fjár- magni með hagkvæmum hætti. Elín bendir á að áhrif af endur- mati eigna gæti enn í töluverðum mæli. Hjá Íslandsbanka kemur það m.a. fram í miklum vaxtamun, sem var 5,7 prósent, eða rúmum 110 pró- sentum hærri en hjá Landsbankan- um. Þessi mikli munur veldur því meðal annars að arðsemi Íslands- banka er mun hærri en hinna bank- anna þrátt fyrir hátt eiginfjárhlut- fall, en hátt eiginfjárhlutfall geri bönkum alla jafna erfiðara um vik að halda uppi hárri arðsemi. „Há arðsemi þarf ekki að koma á óvart. Þegar bankar hafa verið endurreistir eða stofnaðir á grunni gamalla banka, eignasafn fært á milli þeirra og mikið afskrifað á meðan óvissa ríkir um verðmæti þess þá er ekki óeðlilegt að sjá mikla arðsemi,“ segir hún og bætir við að það segi þó ekki mikið um rekstur- inn sjálfan. Elín telur að áhrifanna af eigna- tilfærslunni geti gætt í uppgjör- um bankanna enn um sinn þótt þau muni hafa lítið að segja um rekstur þeirra til lengri tíma litið. Óskýr og misjöfn uppgjör Þeir sem rætt hefur verið í tengsl- um við málið segja uppgjör bank- anna óskýr og erfitt að átta sig á þeim. Bankastjórarnir þrír, þau Höskuldur H. Ólafsson, banka- stjóri Arion banka, Birna Einars- dóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, taka undir þetta. Þau benda í grófum dráttum á að samningar um kaup á eignum gömlu bankanna séu misjafnir og gefi því nokkuð skakka mynd af afkomunni. Ljúka verði við endur- skipulagningu lánasafna, bæði til heimila og fyrirtækja, og hreinsa eignir út úr efnahagsreikningi bankanna áður en hægt verði að sjá nokkuð hreinræktaðan efnahags- reikning. Þau telja öll fyrstu vís- bendingarnar sjást um mitt næsta ár. Hugsanlega ljúki ekki vinnunni fyrr en undir lok árs 2013. Allt fer þetta eftir því hvort viðskipta- vinir bankanna hafa nýtt sér þau greiðsluúrræði sem staðið hafa til boða eður ei. Reikna má með að úrræðin tefji fyrir. Elín segir æskilegt að bank- arnir greini á milli áhrifanna af endur mati á yfirteknu eignasafni og hvað tilheyri afkomu af reglu- legum rekstri. „Bankar eru flókin fyrirtæki en upplýsingagjöfin þarf ekki endilega að vera það. Ég held að bæta megi upplýsingagjöfina,“ segir Elín og áréttar að í nágrannalöndunum birti fjármálafyrirtæki mjög greinar- góðar upplýsingar. Þótt það eigi við skráð fyrirtæki megi nýta tækifær- ið nú til að til að gera upplýsingar íslenskra banka jafn góðar. „Þetta eru miklir breytinga tímar og sennilega engin forskrift að þeim hjá bönkunum. En ég held að við ættum að vera að fikra okkur að því að þetta verði samanburðar- hæfar upplýsingar.“ Í bönkunum (eins og öðrum félögum) liggur fjármagn sem hluthafar hafa lagt fram. Í almennum rekstri (ekki góðgerðafélögum) vilja hluthafar að jafnaði ávaxta fé sitt og vænta þess jafnvel að fá betri ávöxtun yfir lengri tíma en skuldabréfaeigendur, þar sem áhætta þeirri er meiri. Ávöxtun banka er ýmist tekin út í formi arðgreiðslu eða með endurfjárfestingu í félaginu. Verðmæti eignarhluta hluthafa ætti þá að aukast. Ríkið hefur lagt 135 milljarða króna sem hlutafé í bönkunum (122 milljarða í Landsbankann, 9,9 milljarða í Arion Banka og 3,25 milljarða í Íslandsbanka). Ríkið hefur sett það fram sem eitt af meginmarkmiðum sínum með eignarhaldi í fjármálafyrirtækjum að fá arð af því fé sem það hefur lagt í bankana. Þá þurfa bankarnir sömuleiðis að vaxa í takt við hagkerfið. Ef enginn er vöxtur eigin fjár bankanna er hætt við að þeir geti ekki lánað út fé og leita lántakar því annað. Af hverju þurfa bankar að skila hagnaði? Ég vil hjálpa með 100 krónum á mánuði. Ég skrái mig með SMS- skilaboðunum FHI í síma 1900 og eftir það styrki ég Fjölskylduhjálp Íslands með 100 krónum á mánuði. Viðkomandi fær svo sent eitt SMS á mánuði sem kostar 100 krónur sem færist á símareikning um hver mánaðarmót. Öll símafyrirtækin gefa sína þjónustu. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Hrærivél MUM 4405 Vélin sem hefur verið elskuð og dáð í íslenskum eldhúsum í áraraðir. Jólaverð: 22.900 kr. stgr. (Fullt verð: 28.900 kr.) fyrir Afkoma bankanna og nokkrar lykiltölur* Liður Arion banki Íslandsbanki Landsbanki 2009 2010** 2009 2010** 2009 2010** Hagnaður 12,9 8,9 24,0 13,2 14,3 12,9 Heildareignir 757,3 819,7 717,3 714,8 1.061,1 1.085,5 Eigið fé 90,0 102,6 92,1 105,2 157,6 170,5 Vaxtamunur 1,7% 3,0% 4,7% 5,7% 1,4% 2,7% Arðsemi eigin fjár 10,0% 10,4% 30,0% 17,6% 10,0% 10,9% - af reglulegum rekstri 3,8% 12,4% 28,7% 25,8% 2,4% 6,8% - af kjarnarekstri 7,9% 12,3%*** 32,5% 26,0%*** 6,4% 8,5%*** Eiginfjárhlutfall 13,7% 18,1% 19,8% 22,6% 15,2% 17,3% * Allar tölur eru í milljörðum króna ** Við lok þriðja ársfjórðungs *** Í lok júní Arðsemi bankanna árið 2009 og fram yfir þriðja ársfjórðung 2010 ■ 2009 ■ 2010* ■ 30.9.2010 40 35 30 25 20 15 10 5 % Ar ðs em i Kj ar na ar ðs em i Ar ðs em i r eg lu le gs re ks tra r Ar ðs em i Kj ar na ar ðs em i Ar ðs em i r eg lu le gs re ks tra r Ar ðs em i* * Kj ar na ar ðs em i Ar ðs em i r eg lu le gs re ks tra r * Fyrstu sex mánuðir ársins. ** Að teknu tilliti til afkomutengdrar gjaldfærslu til gamla Landsbankans (LBI). Ef ekki er tekið tillit til hennar var arðsemi eiginfjár á fyrstu sex mánuðum ársins 19,6% Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka „Arðsemi af reglulegum rekstri hefur batnað talsvert, en þyrfti að vera betri til framtíðar. Breyt- ingarnar 8. janúar skipta miklu en þá fengum við eiginfjárinnspýtingu sem breytti mjög efnahags- reikningi bankans; hann stækkaði um 80 milljarða án þess að nýr beinn kostnaður tengdur starfsfólki eða kerfum félli til. Það var óheppilegra að þetta skyldi ekki hafa gerst fyrir áramótin. Það er erfitt að bera bankana saman enn sem komið er. Þar er mikið af óreglulegum liðum sem skekkja stöðuna, við erum til að mynda með fyrirtæki sem bankinn hefur tekið yfir og eru í ótengdum rekstri inni í okkar samstæðuuppgjöri. Ég held að það verði svona fram á næsta ár. Ef ekkert kemur upp á ætti rekstur bankans að vera kominn í fastar skorður upp úr miðju næsta ári.“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka „Þegar nýju bankarnir keyptu lánasöfn gömlu bankanna var ekki notuð sama aðferðafræði í öllum tilvikum. Þess vegna eru uppgjörin ólík. Hópur á vegum Fjármálaeftirlits og Bankasýslu ríkisins vinnur að því að samræma uppgjörin. Við verðum komin með nokkuð góða mynd af rekstrinum þegar bankarnir verða búnir að endur- skipuleggja lánasöfn sín. Á meðan ekki hefur verið endursamið við viðskiptavini um vexti og hreinsað til í lánasöfnum þá held ég að við getum lent í því að hafa miklar breytingar á lánasöfnum í gegnum rekstrarreikning. Við reiknum með að stór hluti þess klárist á næsta ári og að rekstur Íslandsbanka verði kominn á eðlilegt ról í lok árs 2013. Við erum með töluvert meira eigið fé en hinir bankarnir tveir. Það setur okkur í sterka stöðu. Við þurfum að ávaxta eigið fé okkar, sem skilar sér í meiri vaxtamuni.“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans „Við störfum í mjög óvenjulegu umhverfi núna. Mjög stórir liðir tengdir mati á eignum eru að sveiflast til og stórar færslur sem færðar höfðu verið á varúðarreikning hafa gengið til baka. Það er ekki hefðbundið og er ekki hægt að reikna með því til lengri tíma. Við höfum áhyggjur af því hvað eftirspurn er lítil. Við erum með sterka lausafjár- stöðu og tilbúin að lána en því miður er eftirspurn lítil. Við höfum verið upptekin við að bíða, bíða eftir dómi Hæstaréttar í gengismálinu, bíða eftir því hvað verði gert í skuldaaðstoð við heimili og fyrirtæki. Það hefur haft þau áhrif að allt hefur frosið fast. Já, bankakerfið er of stórt. Það þarf að leita leiða til að hagræða og gera það með þeim hætti að þjónustan versni ekki. Við sjáum tækifæri en menn verða að vera óhræddir við að nýta þau og auðvitað horfa menn til ríkis- ins í þeim efnum. Ég myndi halda að innan tveggja til þriggja ára verði eftirspurn aftur orðin eðlileg og úrvinnslu skuldavanda heim- ila og fyrirtækja verði lokið eða að minnsta kosti mjög langt komin. Þá er mikilvægt að bankakerfið sé komið í gott jafnvægi.“ Þetta segja bankastjórarnir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.