Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 34
34 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR V iðbrögð þeirra sem fjallað er um í skjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar og hafa ratað fyrir almennings- sjónir eftir rásum Wikileaks voru fyrirsjáanleg. Mis- skilningur, segja þeir, svo til einum rómi. Það er misskilningur að bandaríska sendiráðið í Reykjavík hafi haft nokkuð með það að gera að orkuskattur amer- ísku álfyrirtækjanna á Íslandi er tólf aurar en ekki ein króna á kílóvattstund. Það er misskilningur að Björn Bjarnason hafi haft horn í síðu Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Það er misskilningur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi látið rannsaka fangaflug Bandaríkjamanna til að vængstýfa Steingrím J. Sig- fússon. Það er misskilningur að Bjarni Benediktsson hafi viljað að Bandaríkjamenn greiddu ferð utanríkismálanefndar Alþingis til Washington. Það er misskiln- ingur að Jóhanna Sigurðardóttir hafi hótað afsögn ef þingmenn VG styddu ekki samkomulag um Icesave. Auðvitað er ekki við því að búast að fulltrúar Bandaríkjanna í sendiráðinu við Laufásveginn skilji það sem íslenskir stjórnmála- menn segja við þá í samtölum sem ekki nokkur lifandi sála, nema bandaríski forsetinn, má heyra af. Þar er talað undir rós, yfir glasi af kalifornísku rósavíni. Heldur er ekki við því að búast að sendifulltrúarnir lesi rétt í íslensku pólitíkina. Meinið er hins vegar ekki sá skortur á snilligáfu sendiráðsfólksins sem annar helsti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins um bandarísk málefni fjallaði um nýverið. Það er sjálft eðli íslenskra stjórnmála- manna sem gerir það að verkum að þeir eru misskildir. Það er nefni- lega öðru vísi en eðli stjórnmálamanna annars staðar í heiminum. Okkar menn eru margslungnir, ekki allir þar sem þeir eru séðir. Segja eitt en gera annað. Ef þeir væru fótboltamenn tækju þeir tvö- föld skæri og létust fara út á kant en væru svo allt í einu komnir í skotfæri fyrir miðjum teig. Búmm. Óverjandi. Það sama var uppi á teningnum í viðskiptunum. Einstakt eðli og enginn skilningur, hvorki í samfélaginu né í bandaríska sendiráð- inu. Örfáir menn upphugsuðu, og stunduðu, svo flókin viðskipti að nú, nokkrum misserum síðar, vinna hundruð manna að því að rekja þau og greina. Og þegar eitthvað er dregið fram eru viðbrögðin á einn veg; misskilningur. Lögreglan, saksóknarinn, skatturinn, fjölmiðlarnir, skilanefndirnar, slitastjórnirnar; þessir aðilar hafa allir sem einn misskilið algjörlega það sem útrásarliðið hugsaði og gerði. Auðvitað eiga dómstólarnir eftir að byggja dóma sína á sama misskilningi þegar þar að kemur. Og svona er það í öllu samfélaginu. Allt og allir eru meira eða minna misskildir. Heldur er þetta bagalegt og stendur ýmsu fyrir þrifum. Sérstak- lega er þetta slæmt þegar ástandið er slæmt. Öll uppbygging verður snúnari þegar enginn skilur annan. En er eitthvað til ráða? Er eitthvað hægt að gera? Líklega ekki. Líklega verður þetta svona áfram. Stjórnmálamennirnir sötra rósa- vín og blaðra í bandaríska sendiráðinu og bera svo við misskilningi þegar eitthvað spyrst út. Brugðist við fréttum: Misskilningur SKOÐUN Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Enn fáum við það staðfest að stöðnun ríkir í efnahagsmálunum. Gagnstætt því sem stjórnarliðar hafa haldið fram, þá er landið ekki að rísa. Hagstofan segir að landsframleiðslan hafi aukist um rúmt pró- sent á milli annars og þriðja ársfjórðungs, en dregist þó saman á milli ára. – Og mönn- unum munar annað hvort aftur á bak, ell- egar nokkuð á leið, eins og listaskáldið góða kvað. En þessar hagtölur segja ekki nema brot af sögunni. Sá vottur af vexti landsfram- leiðslunnar sem menn telja sig glitta þarna í, styðst við ákaflega valtar forsendur. Þegar nánar er skoðað blasir við okkur að skýringanna er að leita í meiri einkaneyslu. Allir sjá hins vegar að á slíkt er varlegt að treysta. Ofurskuldsett heimilin geta ekki haldið uppi hagvexti með aukinni einka- neyslu á tímum lækkandi kaupmáttar, nema því aðeins að ganga á eigur sínar og auka skuldirnar. Fyrir því eru hins vegar engar forsendur. Kannski mun jólamánuðurinn eða útsöl- urnar í janúar, gera það að verkum að lífs- mark verði áfram í einkaneyslunni, en varla verður hagvöxtur drifinn áfram með árstíðabundnum útsölum. Eða reiðir ríkis- stjórnin sig á útsölur, í vonlítilli leit sinni að batamerkjum í efnahagslífinu? Hin skuggalegu tíðindi getur að líta í fjár- festingartölunum. Enn er þar allt á niður- leið. Fjárfestingar atvinnulífsins dragast saman á milli ársfjórðunga um heil tíu pró- sent og það ofan í þann mikla samdrátt sem verið hefur á þessum sviðum. Fjárfesting- ar hér á landi eru eins og þær voru í síðari heimsstyrjöldinni. Við þurfum því að leita aftur til styrjaldarástands, til þess að finna samjöfnuð. Þetta þyrfti ekki að vera svona. Það eru liðin tvö ár frá bankahruninu. Miklum tíma hefur verið sóað. Fullkomið skilningsleysi ríkir hjá stjórnvöldum. Þau standa í vegi fyrir fjárfestingu og hamla því viðreisn efnahagslífsins. Pólitísk óvissa fælir fjárfestingar frá okkur. Skattabreytingar, aukið flækjustig og kostnaðarhækkanir draga mátt úr atvinnu- lífinu. Þúsundir fyrirtækja bíða árangurs- laust eftir úrlausnum innan bankakerfisins og geta sig því lítt hrært. Umhverfi sjávar- útvegsins er í uppnámi vegna sjávarútvegs- stefnunnar. Ríkisvaldið leggur steina í götu fjárfestinga á sviði orkufrekara fjárfest- inga, jafnt áliðnaðar, sem gagnavera. Þegar þannig er unnið gagnvart okkar stærstu útflutningsgreinum er ekki von á góðu. Nú dugir ekki lengur að líta til baka eins og hefur verið háttur stjórnvalda. Þau verða að líta í eigin barm og viðurkenna að stefna þeirra í atvinnumálum er sökudólgurinn. Áframhaldandi stöðnun Stjórnmál Einar K. Guðfinnsson þingismaður Sjálfstæðis- flokksins Allir með Bankasýsla ríkisins, sem Elín Jóns- dóttir og Þorsteinn Þorsteinsson stýra, er flott batterí. Á heimasíðu hennar stendur eftirfarandi: (lesist með svolítið hressri hátónarödd, svona eins og í útvarpinu) „Hefur þú áhuga á að sitja fyrir hönd ríkisins í stjórn banka eða sparisjóða sem ríkið á eignarhlut í? Gefðu kost á þér með því að fylla út eyðublað sem valnefnd Bankasýslunn- ar mun hafa aðgang að næst þegar velja þarf nýja stjórnarmenn.“ Eða næstum allir Áhugasömum til upplýsingar er rétt að benda á að til að sitja í stjórn fjármálafyrirtækis þarf fólk að hafa óflekkað mannorð, það má ekki hafa verið úrskurðað gjaldþrota á síðustu fimm árum og ekki hafa hlotið dóm í tengslum við atvinnurekstur á síðustu tíu árum. Það þarf að vera fjárhagslega sjálfstætt, hafa lokið háskólaprófi sem nýtist í starfi og búa yfir nægilegri þekk- ingu og starfs- reynslu til að geta gegnt stöðunni. Eða bara sumir... Þá má fólk ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að draga í efa hæfni þess til að standa fyrir traustum og heilbrigðum rekstri. Þess ber einnig að geta að stjórn- armenn fjármálafyrirtækja þurfa að gangast undir sérstakt próf hjá Fjármálaeftirlitinu. Að lokum er rétt að hafa í huga að stjórnarmenn fjármála fyrirtækja geta lent í fangelsi ef þeir gera mistök eða brjóta af sér. bjorn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.