Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 9. desember 2010 35 AF NETINU Áróður fyrir Icesave Mikill áróður er nú stundaður til að telja okkur trú um að niðurstaða hafi fengist í Icesave- málinu. Mér virðist allt talið um þetta í RÚV sem hefur frá fyrsta degi þessarar ríkisstjórn- ar unnið með henni til að knýja fram samning um Icesave miði nú að því að sannfæra stjórnendur ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, um að samningur sé að næsta leiti til að losa ESA-forstjórann undan því að herða skrúfurnar til að knýja íslensk stjórnvöld til að svara ESA. Honum þykir þægilegt að geta skotið sér undan því, þar sem framganga hans gagnvart Íslandi er á þann veg, að væru hér á landi stjórnvöld sem vildu gæta hagsmuna sinna og þjóðarinnar mundu þau krefjast þess að hann viki sæti vegna vanhæfis. Forstjóri ESA hefur greinilega smit- ast af hroka ESB-embættismanna í Brussel í garð þeirra þjóða, sem eiga að veita þeim starfsumboð. bjorn.is Björn Bjarnason Æðstu lög landsins Stjórnarskráin er æðstu lög landsins. Þeim lögum sem öðrum ber öllum Íslendingum að virða. Eins og margir hafa bent á, er ekki nóg, að landsmenn búi við góða stjórnarskrá, heldur þarf einnig að búa svo um hnút- ana, að stjórnarskráin sé virt. Á því hefur tvisvar orðið misbrest- ur undangengin ár. Tvö nýleg dæmi til upprifjunar Þegar forseti Íslands beitti málskotsrétti sínum til að vísa til þjóðaratkvæðis fjölmiðla- lögum, sem Alþingi samþykkti 2004, bar ríkisstjórninni að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið skv. stjórnarskránni. Slík atkvæðagreiðsla var ekki haldin. Alþingi lét sér duga að fella lögin úr gildi, þótt stjórn- arskráin kveði ekki á um slíka málsmeðferð. Stjórnlagadóm- stóll, sem gæti verið Hæsti- réttur eða sérstakur dómstóll skv. nýrri stjórnarskrá, hefði þurft að vera til staðar til að úrskurða, hvort stjórnvöld brutu stjórnarskrána, svo sem virtist vera, og gera gagnráð- stafanir. Þegar Hæstiréttur felldi dóm sinn 1998 í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu vegna synjunar sjávarútvegs- ráðuneytisins á umsókn Valdi- mars um leyfi til fiskveiða, taldi rétturinn fiskveiðistjórn- arkerfið brjóta gegn jafnræðis- ákvæðum í 65. grein stjórnar- skrárinnar. Þar segir, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoð- ana, þjóðernisuppruna, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Oddvitar ríkisstjórnarinnar réðust gegn dómi Hæstaréttar í fjölmiðlum og sögðu landauðn vofa yfir, næði dómurinn fram að ganga. Þá sendu 105 próf- essorar Háskóla Íslands af 150 frá sér yfirlýsingu til varnar Hæstarétti. Hæstiréttur sneri dómi sínum við nokkru síðar í öðru skyldu dómsmáli (Vat- neyrardómur) og sá þá ekkert athugavert við ókeypis afhend- ingu verðmætra aflaheimilda til fáeinna útvalinna. Tveir dómarar skiluðu þó séráliti í síðara málinu í samræmi við fyrri dóminn. Málið var ekki dautt. Árið 2007 gaf mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna út bind- andi álit þess efnis, að fisk- veiðistjórnarkerfið brjóti gegn brjóti gegn 26. grein Alþjóða- samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Álit mannréttindanefndarinnar er í samræmi við Valdimarsdóm Hæstaréttar 1998, enda er 26. grein Alþjóðasamningsins nán- ast samhljóða 65. grein stjórn- arskrár okkar. Þótt álitið sé bindandi, þar eð Ísland hefur fullgilt Alþjóðasamninginn, hefur mannréttindanefndin engin tök á að tryggja, að ríkis- stjórnin virði álit nefndarinnar með því að nema mannréttinda- brotaþáttinn burt úr fisk- veiðistjórnarkerfinu og bæta fórnarlömbum skaðann. Mann- réttindanefndin getur gert það eitt að setja Ísland á lista með þeim löndum, sem neita að falla frá mannréttindabrotum. Það er ekki góður félagsskapur. Eitt dæmi enn Í nýrri stjórnarskrá þarf að kveða á um innlendan stjórn- lagadómstól, hvort sem Hæsta- rétti verður falið hlutverk hans eða nýjum dómstóli svo sem tíðkast sums staðar, t.d. í Þýzkalandi og Suður-Afríku. Sé álit mannréttindanefndarinnar um kvótakerfið heimfært upp á Suður-Afríku, myndi stjórn- lagadómstóllinn þar væntan- lega komast að sömu niðurstöðu og mannréttindanefnd SÞ og beina þeim tilmælum til stjórn- valda, að þau breyttu fisk- veiðistjórnarkerfinu til sam- ræmis við stjórnarskrána og alþjóðlega mannréttindaskrá SÞ. Ólíkt mannréttindanefnd SÞ þyrfti stjórnlagadómstóll- inn ekki að láta þar við sitja, ef stjórnvöld þverskölluðust við að fara að tilmælum dómstóls- ins. Stjórnlagadómstóllinn gæti þá að tilteknum tíma liðnum úrskurðað, að stjórnvöld van- virtu dómstólinn. Vanvirðing við stjórnlagadómstólinn líkt og aðra dómstóla er refsiverð skv. lögum og kæmi þá til kasta ákæruvaldsins. Þannig gæti stjórnlagadómstóllinn í Suður- Afríku skapað skilyrði til ákæru á hendur stjórnvöldum, og má af því ráða líkurnar á, að stjórnarvöldin kysu þá heldur að lúta tilmælum stjórnlaga- dómstólsins. Þessum ákvæð- um um stjórnlagadómstól í stjórnarskrám Suður-Afríku og Þýzkalands er ætlað að treysta valdmörk og mótvægi fram- kvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds og efla með því móti jafnræði og réttlæti. Þetta er eitt af því, sem átt er við, þegar talað er um nauðsyn þess að skerpa þrískiptingu valds- ins. Við þurfum öll að sitja við sama borð. Það á að vera æðsta boðorð nýrrar stjórnarskrár. Í nýrri stjórnarskrá þarf að kveða á um innlendan stjórnlagadómstól, hvort sem Hæstarétti verður falið hlutverk hans eða nýjum dómstóli Þorvaldur Gylfason Prófessor Í DAG SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Framtíðarreikningur – gjöf til framtíðar Þegar keypt er gjafabréf fyrir 4.000 kr. eða meira á Framtíðarreikning barns fylgir bókin Jóla- sveinarnir 13 með. Gjafabréf á Framtíðar- reikning er tilvalin jólagjöf fyrir ættingja og aðra sem vilja gefa jólagjöf sem vex með barninu. Þú getur gengið frá gjafabréfi á Framtíðarreikning og nálgast jólabókina í næsta útibúi Arion banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.