Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 52
 9. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGUR4 ● myndavélar Ágústa Bjarnadóttir, hjá Ljósmyndastofu Garðabæjar, ráðleggur lesendum hvernig best sé að ná góðum mynd- um. Kostir stafrænna myndavéla eru margir og einn er tvímælalaust sá að ef eitthvað er að myndinni þá er alltaf hægt að taka aðra í staðinn. Ekki sakar þó að vita hvernig eigi að bera sig rétt að til að spara sér allan tvíverknað, eins og Ágústa Bjarnadóttir hjá Ljósmyndastofu Garðabæjar, bendir á. Hér gefur hún nokkur ráð sem gott er að hafa á bak við eyrað til að ná fallegum jólamyndum. ● Birta. Góð birta er algjört lyk- ilatriði, en máli skiptir hvernig hún fellur á viðfangsefnið/fyrir- sætuna. Best er að mynda inni þegar skýjað er í veðri, en verst í miklu sólarljósi. Skíni sólin inn um gluggan er hægt að hengja hvítt lak fyrir til að dempa birt- una og dreifa henni. ● Ekkert flass. Betra er að nota birtuna frá glugganum heldur en flass á myndavél. Sú birta er mun náttúrulegri og fallegri, þar sem viðfangsefnið verð- ur oft yfirlýst af flassi og bak- grunnurinn svartur. Birtu frá glugga borgar sig til dæmis að nota þegar kerti er á mynd, því kertaljósið og stemningin sem af því skapast hverfur alveg af flassinu. ● Umhverfi. Einfaldar uppstill- ingar virka oftast best og því borgar sig að hafa sem fæst sem dregið getur athyglina frá við- fangsefninu. ● Uppstilling. Þegar rétt lýsing hefur náðst og búið er að fjar- læga alla truflandi hluti úr um- hverfinu er áríðandi að stilla fyrirsætunni rétt upp, gæta þess að hún sé vel staðsett í mynd- rammanum og láta hana setja hökuna örlítið niður og líta að- eins upp. ● Börn, um þau gilda alveg sér- stakar reglur. Áríðandi er að muna að myndatakan þarf að fara fram á þeirra forsendum, ekki hinna fullorðnu. Þannig þurfa börn yfirleitt smá tíma til venjast ljósmyndaranum/ vélinni og þar kemur sér vel að hafa leikföng við hönd til að draga úr spennu. Til að ná eðli- legri mynd borgar sig ekki að þvinga fram bros, heldur vera snöggur að smella af þegar það birtist. Þá er mikilvægt að vera í sömu hæð og barnið í stað þess að mynda til dæmis niður á það og gæta þess síðan að hafa syst- kinahóp allan í sömu hæð með því að setja upphækkun undir þau minni svo að heildin komi sem best út. - rve Þegar hengja á upp mynd skal ekki ana að neinu heldur taka sér góðan tíma. ● Byrjaðu á að plana. Ef myndirnar eru margar er gott að nota maskínupappír, klippa hann út í sömu stærðum og myndirnar og líma á vegginn til að gera sér grein fyrir uppröðuninni. ● Symmetrísk uppröðun mynda á tóman vegg gefur herberginu hreinlegan og klassískan stíl. Þá er hver mynd eins og spegil- mynd annarrar um miðjan vegg. ● Stórar myndir er best að hengja á miðju veggs, eða fyrir ofan miðjan sófa eða húsgagn. ● Þegar margar myndir eru hengdar upp getur verið gott að raða þeim ekki fyrir miðju. Til að forðast klúðurslega uppröð- un þarf þó einhver regla að vera. ● Í stigum getur verið skemmtilegt að setja myndir hér og þar upp með veggnum. Hafðu misjafnlega mikið bil á milli ramm- anna. Gott er að nota smá tvöfalt límband til að líma niður horn myndanna þegar mikil umferð er um stigaganginn. Veggjalistin skipulögð Samhverfa klikkar ekki þegar hengd er upp mynd. Prófið að að þekja hluta veggs með litlum myndum. Gott er að skipuleggja sig vel áður en byrjað er að negla og skrúfa. Góð lýsing er lykilatriði Ljósmyndastofa Þóris er elsta ljósmyndastofa landsins, stofnuð í desember 1959. Margir muna hana á horni Rauðarárstígs og Njálsgötu en nú hefur eigandinn, Þórir Ósk- arsson, flutt hana heim til sín í Steinagerði 11 í Reykjavík. „Ég er aðeins að draga, viljandi, saman seglin. Er 71 árs gamall maður og á að fara að slappa af,“ segir hann glaðlega. Kveðst samt hafa nóg fyrir stafni bæði við myndatökur og í kringum filmusafnið. „Fólk gerir dálítið að því að fá myndir eftir gömlum filmum. Ljós- myndastofur geyma þær og við getum fundið gamla filmu á auga- bragði ef við fáum réttar upplýs- ingar, annað hvort númer á pruf- unum eða dagsetningu myndatök- unnar,“ tekur hann fram. Þórir bendir á að fólk eigi ekki að gera eftirprentanir sjálft eftir ljósmyndastofumyndum því þeim fylgi bæði höfundar- og sæmdar- réttur. „Ef fólk fer með þær annað en til ljósmyndarans er eftirprent- unin oft svo illa gerð að það er til vansa fyrir þann sem tók frum- myndina.“ Þórir var formaður Ljósmynd- arafélagsins í 20 ár. Hann segir ís- lenska ljósmyndara hafa verið með hörkugóðar vélar alveg frá fyrstu tíð. Filmur þeirra sem komnir séu yfir móðuna miklu séu komnar á opinber söfn eins og Þjóðminja- safn og Ljósmyndasafn Reykja- víkur. „Þetta eru allt menningar- verðmæti,“ bendir hann á. „Hægt er að leita til safnanna eftir göml- um myndum og það er alveg ótrú- legt hvað hægt er að finna þar, ég hef reynslu af því.“ - gun Menningarverðmæti í myndum „Ég er skotfljótur að finna filmur ef ég fæ réttu upplýsingarnar til að rekja mig eftir,“ segir Þórir sem hér er í eigin filmusafni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ljósmyndarinn Ágústa Bjarnadóttir veit hvernig taka á fallegar jólamyndir. Hér er hún ásamt öðrum eigendum Ljósmyndastofu Garðabæjar, þeim Hönnu Kristínu Gunnarsdóttur og Írisi Björgu Eggertsdóttur, sem sérhæfa sig í fjölskyldu-, barna- og tækifærismyndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM● AÐ HENGJA UPP MYND Það getur borgað sig að gefa sér góðan tíma að ákveða hvar myndin eigi að hanga út frá stöðu hús- gagna og lýsingu. Forðastu til dæmis að hengja litla mynd á stóran vegg. Þá skal einnig hafa í huga að list nýtur sín betur þegar hún virðist koma í framhaldi af húsgögnum, gluggum eða dyrum. Láttu aðstoðarmann halda myndinni upp við vegg til að miða út stöð- una. Ágætt er að miða við að efri hluti myndarinnar sé í augnhæð, en þetta er þó smekksatriði. Merktu vegginn með blýanti fyrir ofan miðju myndarinnar. Settu rammann svo á hvolf og mældu hve langt er frá toppi myndar- innar og að vírnum eða naglagatinu. Mældu sömu lengd á veggnum frá blýantsmerkingunni og þar er fund- inn staðurinn til að negla nagla eða skrúfa skrúfu. Taka verður tillit til gerð veggjarins, ekki er hægt að nota venjulega nagla í alla veggi. Hér hefur ljósmyndarinn rammað betur inn viðfangsefni sitt. MYND/ÁGÚSTA BJARNADÓTTIR Dæmi um slæma immrömmun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.