Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 54
 9. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGUR6 ● myndavélar ● FRÆGAR LJÓSMYND- IR Ein frægasta portrettmynd af Íslendingi er mynd Jóns Kaldal af Ástu Sigurðardóttur. Mynd- in olli uppþoti á sínum tíma, þótti ósiðleg og klæmin. Gekk það svo langt að glugginn á ljósmyndastofunni var brotinn þegar myndinni var stillt þar út og myndin eyðilögð. ● BRÚKAUPSMYND AF AFA OG ÖMMU Í JÓLAGJÖF Gömul ljós- mynd er góð jólagjöf sem auðvelt er að verða sér úti um. Fjölmörg portrett- myndasöfn eru varðveitt á Ljósmynda- safni Reykjavíkur frá ljósmyndastofum sem nú eru hættar starfsemi. Almenn- ingi gefst kostur á að panta myndir af sér og ættingjum sínum úr söfnunum. Þar er hægt að finna gamlar barnamynd- ir, fermingarmyndir, brúðkaupsmynd- ir, passamyndir og portrett. Fjölda mann- lífsmynda er einnig að finna á myndavef safnsins. Hægt er að skoða úrvalið á heimasíðu safnsins ljosmyndasafnreykjavikur.is og þar er einnig að finna allar upplýsingar um verð og afgreiðslutíma. Pantanir eru svo gerðar á netfangið photomu- seum@reykjavik.is. Miðað er við að vinnslutími mynda sé fjórtán dagar frá því pöntun er lögð fram, nema annað sé tekið fram. Gömul ljósmynd er góð jólagjöf. Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur er hægt að velja á milli fimm milljón mynda. ● FYRSTU LJÓSMYNDIRNAR Nútíma ljósmyndatækni má rekja til franska uppfinningamannsins Joseph Nicéphore Niépce en hann hóf að gera tilraunir árið 1793 með aðferðir til að gera sjónrænar mynd- ir. Fyrstu verk hans dofnuðu fljótt en honum tókst loks að gera varan- lega mynd árið 1824. Aðferðirnar kröfðust þess að sólin væri notuð til að framleiða myndirnar og tóku um átta klukkustundir, eða enn lengri tíma, í framkvæmd og var aðferðin því einungis notuð til að festa á mynd fasta hluti eins og til dæmis byggingar. Árið 1829 byrjaði Niépce samningsbundið samstarf við listamanninn og efnafræðinginn Louis-Jacques-Mandé Daguerre um að betrumbæta aðferðina. Eftir dauða Niépce 5. júlí 1833, hélt Daguerre áfram starfi sínu og tókst að lokum ætlunarverk sitt. Það tók áratugi að þróa ljósmyndir sem varðveittust á filmum. MYND: LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR ● FRÆGAR LJÓSMYND- IR Abbey Road [1969] Ein Frægasta ljósmynd allra tíma er myndin á umslaginu af bítlaplötunni Abbey Road. Þar sjást þeir John, Ringo, Paul og George ganga yfir götuna Abbey Road í London. Dyrnar að Abbey Road stúdíóinu eru fyrir aftan hvítu Volkswagen bjölluna til vinstri á myndinni. Myndina tók Ian MacMillan. - Með réttri tækni er hægt að lagfæra gamlar og slitnar myndir svo vel að jafnvel lang- amma og -afi birtast ljóslifandi í lit. Mögulegt er að taka gamlar og snjáðar myndir og vinna þær staf- rænt á þann hátt að útkoman sé ótrúleg. Rifur og rispur hverfa, myndir sem ekki eru í fókus verða skarpar og skýrar, og hægt er að fjarlægja óæskilega aðskotahluti og fólk í bakgrunni. Jafnvel er hægt að ganga svo langt að breyta svarthvítum myndum í litmynd- ir. „Það er er í raun ótrúlegt hvað hægt er að gera,“ segir Jens Orms- lev sem sér um þessa þjónustu hjá Pixlum. Þær lagfæringar sem Jens er beðinn um að framkvæma eru allt frá því að fjarlæga minni hátt- ar skemmdir, upp í að gersam- lega endurgera þær. „Minnihátt- ar viðgerðir fara fram hér í versl- uninni og þá erum við til dæmis að laga rispur og annað slíkt, en þegar þetta eru stór verkefni, og maður heldur að það sé ómögulegt að gera nokkurn skapaðan hlut, þá skönnum við myndina inn í góðri upplausn og sendum hana út til er- lends samstarfsaðila okkar sem lagfærir myndina og sendir hana aftur til okkar.“ Samkvæmt Jens er engu líkara en félagar þeirra erlendis hafi nær ómennska hæfileika á þessu sviði. „Við grínumst oft með að þetta séu einhverjir snillingar sem læstir séu ofan í kjallara og geri ekkert annað. Þeir hafa náð að laga ljós- myndir sem við höfum haldið að eigi einfaldlega engan möguleika á að verða mynd,“ segir Jens. „Til dæmis kom eldri kona með mynd af sér og manninum sínum og var andlit hans gjörsamlega óþekkj- anlegt, þú sást ekkert hvernig það var. Við sendum myndina út og þegar hún kom aftur sagði gamla konan: „Þetta er bara mjög líkt honum!“ Myndin endaði svo á jóla- kortinu þetta árið.“ Nánari upplýsingar um viðgerð- ir á gömlum myndum má finna á www.pixlar.is eða í síma 588-3700. tryggvi@frettabladid.is Gert við gamlar ljósmyndir Munurinn er sláandi fyrir og eftir lagfæringuna. „Myndir sem maður hefði haldið að væru ónýtar er hægt að gera upp með ótrúlega góðum árangri,“ segir Jens Ormslev í Pixlar. FRÉTATBLAÐIÐ/GVA Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 mjúkir og harðir pakkar fullt af nýju smádóti!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.