Fréttablaðið - 09.12.2010, Page 55

Fréttablaðið - 09.12.2010, Page 55
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Myndavélatækninni fleygir stöðugt fram þó umfang tækjanna minnki. Snertiskjáir, háskerpulinsur og möguleiki til þráðlausra sendinga úr myndavélum í sjónvarp eru meðal nýjunga í Samsungvél- unum sem fást í Samsung-setr- inu að Síðumúla 9. Við seljum einungis Samsung-vörur svo sem heimilistæki, sjónvörp, tölvur, prentara og myndavélar,“ segir Skúli Oddgeirsson, verslun- arstjóri í Samsung-setrinu sem er ný verslun að Síðumúla 9 í Reykja- vík. „Samsung er stærsti raftækja- framleiðandi í heiminum í dag sem hefur hreppt hin ýmsu verðlaun og fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir hönnun og tækniþróun.“ Myndavélar kosta frá 17 þús- undum upp í hundrað þúsund í Samsung-setrinu. Skúli segir yfir- leitt beint samhengi milli verðs og gæða. „Dýrari vélarnar, eða þær sem eru frá þrjátíu þúsund krón- um og upp úr, eru með Schneider Kreuznach-linsum sem eru betur slípaðar en þær sem eru í ódýr- ari gerðunum og gæði myndanna verða af þeim sökum meiri,“ út- skýrir hann. Vinsælustu vélarnar segir hann vera svokallaðar vasavélar enda mesta úrvalið í þeim og gæðin alltaf að aukast. „Í fínni gerðun- um eru komnir snertiskjáir,“ segir Skúli. „Það þýðir að ekki þarf að ýta á takka til að velja aðgerðirnar sem menn kalla fram heldur koma möguleikarnir upp á skjáinn. Þær fást líka með „Wi-Fi“ möguleika,“ þá er hægt að senda myndirnar þráðlaust í sjónvarpið með svokall- aðri DLNA-tækni. Þetta er í þessum nýju týpum sem eru kannski búnar að vera á markaðinum í hálft ár.“ Fleiri nýjungar nefnir Skúli, til dæmis speglalausar myndavélar. „Allar vélar með útskiptanlegum linsum hafa hingað til verið útbún- ar spegli til að myndatökumaður- inn sem kíkir gegnum kíkjugatið geti horft í gegnum linsuna. Með smávægilegri tæknibreytingu var gert kleift að fjarlæga spegilinn og minnka umfang vélarinnar um 35%,“ útskýrir hann og nefnir sér- staklega vél sem heitir NX-10 sem er minnst þessara véla á markaðn- um. „Kíkið á Samsung.se og kynn- ist þessu betur,“ stingur hann upp á. Skúli er með vídeótökuvélar líka, á verði frá 39.900 upp í 84.900. Þær dýrari eru með snertiskjá og HD- tækni sem þýðir að upptakan er í fullum gæðum. Ýmist eru þær með innbyggðu minni eða minniskortum sem keypt eru sérstaklega. Þetta eru svo litlar vélar að þær rétt fylla lófann. „Svo höfum við líka vélar sem hafa tvo skjái, annan sem snýr fram og hinn aftur. Það er sniðugt ef fólk vill taka mynd af sjálfu sér, annað hvort einu eða með öðrum,“ bendir Skúli á. „Það er skemmtileg tækni.“ Vasavélarnar vinsælastar „Kíkið á samsung.se og kynnist þessu betur,“ segir Skúli í Samsung-setrinu um myndavélatæknina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við erum með myndavélar frá Olympus, Casio og Samsung,“ segir Kjartan Gústavsson versl- unarstjóri í Bræðrunum Ormsson í Lágmúla 8 þar sem ávallt eru í boði nýjungar í hverjum mánuði. „Til dæmis litlar compact-mynda- vélar með miklum aðdrætti sem njóta vinsælda nú,“ segir hann. En hvaða myndavélar eru best- ar? „Toppurinn í dag eru vélar frá Olympus „Pen“ sem tekur myndir beint inn á flöguna og EX-X1 vélin frá Casio sem getur tekið allt að 60 myndir á sekúndu og allt að 1200 römmum á sekúndu í vídeótöku. Kjartan segir viðskiptavini horfa jafnt í gæði sem verð en í Ormsson í Lágmúla má fá stafræn- ar myndavélar frá 13.900 krónum og allt upp í 139.900 krónur. Því er úr nægu að velja. „Hjá okkur verslar alls konar fólk, allir aldurshópar og fjöl- skyldufólk jafnt sem einstakling- ar,“ upplýsir Kjartan og bætir við að myndavélar séu vinsælar jóla- gjafir. „Mikið er um að fólk kaupi vélar í ódýrari kantinum eða vélar á tilboði þegar það leitar að jóla- gjöfum.“ Kjartan er nú inntur eftir því hvaða tækninýjungar séu hvað mest áberandi í heimi myndavéla. „Helsta tækninýjungin eru vélar með skiptanlegaum linsum sem taka myndir beint á flöguna (PEN- vélar). Þær eru ekki með speglum sem gerir þær léttari og minni um sig,“ segir Kjartan og heldur áfram: „Eins hafa höggheldar og vatnsvarðar vélar komið sterk- ar inn en þær þola miklu meira hnjask en almennt gerist í mynda- vélum.“ Kjartan segir gæði vídeó- upptöku í myndavélum einnig hafa batnað mikið en í dag megi taka upp háskerpuupplausn á sumum vélum. Frábærar í jólapakkann „Helsta tækninýjungin eru vélar með skiptanlegum linsum sem taka myndir beint á flöguna,“ segir Kjartan, verslunarstjóri í Ormsson í Lágmúla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.