Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 62
 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR46 timamot@frettabladid.is La Fronde var femínískt dagblað sem kom út í París í fyrsta sinn þann 9. desember 1897. Ritstjóri þess og eigandi var Marguerite Dur- and (1864-1936) þekkt leikkona og blaða- maður. Hún notfærði sér frægð sína til að fá margar framákonur í París til að birta greinar í blaðinu sem var stjórnað og skrifað af konum eingöngu. Blaðið fjallaði ítarlega um ýmis mál sem brunnu á konum á þeim tíma og tók virkan þátt í baráttu Jeanne Chauvin við að fá frönsk stjórnvöld til að leyfa henni að vinna sem lög- fræðingur og studdi Madeleine Pelletier sem barðist fyrir réttinum til að verða geðlæknir. Upplag La Fronde náði 50.000 eintökum þegar best lét en í september 1903 ollu fjárhagsörðugleikar því að blaðið var gert að mánaðarriti og í mars 1905 var útgáfu þess hætt. Heimild: Wikipedia ÞETTA GERÐIST: 9. DESEMBER 1897 Dagblaðið La Fronde kemur út MARGUERITE DURAND Merkisatburðir 1531 Mærin frá Guadalupe birtist Juan Diego í fyrsta sinn í Tep- eyac í Mexíkóborg. 1749 Skúli Magnússon er skipaður landfógeti, fyrstur Íslend- inga. 1793 Fyrsta dagblað í New York-borg, The American Minerva, stofnað af Noah Webster. 1926 Sjö hús brenna á Stokkseyri, eða mestallur miðhluti þorpsins. Ekkert manntjón verður. 1956 Hamrafell, stærsta skip sem Íslendingar hafa þá eignast, kemur til landsins. Það er 167 metra langt og getur aðeins lagst að bryggju á einum stað á landinu, í Hafnarfirði. 1982 Ásmundur Sveinsson myndhöggvari deyr, 89 ára að aldri. 1982 Kvikmyndin E.T. frumsýnd í Laugarásbíói. Það er frumsýn- ing myndarinnar í Evrópu. 76 Fjórir höfundar lesa úr verkum sínum í setustofu Bíós Paradísar við Hverf- isgötu í kvöld klukkan 19.00 og einnig verður lesið úr tveimur þýddum verk- um. Viðburðurinn er liður í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem stað- ið hefur yfir frá 25. nóvember og lýkur á morgun þann 10. desember. „Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kyn- bundnu ofbeldi má rekja aftur til árs- ins 1991,“ segir Steinunn Björk Pieper, verkefnastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Dagsetningar átaksins, frá 25. nóvember, alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, til 10. desem- ber, hins alþjóðlega mannréttindadags, voru valdar til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannrétt- indi. Tímasetningin var einnig valin til að leggja áherslu á mannréttindabrotin sem felast í slíku ofbeldi.“ Upplesturinn er framlag Mannrétt- indaskrifstofu til átaksins og að sögn Steinunnar Bjarkar mun hver kona lesa upp í um það bil fimm mínútur, þannig að dagskráin í heild er um þrjátíu mín- útur. Höfundarnir sem lesa eru Gerður Kristný Guðjónsdóttir, sem les úr nýrri ljóðabók sinni Blóðhófni, Halla Gunn- arsdóttir, sem les úr Slæðusviptingum, Vilborg Davíðsdóttir, sem les úr Korku- sögu, og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem les úr verðlaunabók sinni Á mannamáli. Auk þess mun Þóra Karítas Árnadótt- ir leikkona lesa úr Hreinsun, bók Sofi Oksanen sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2010, og Lísbet Harð- ar Ólafardóttir mun lesa upp úr Ég heiti Nojoud, 10 ára – fráskilin, eftir Delphine Minoui. „Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er Berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvæðum, og viljum við á Íslandi leggja áherslu á ábyrgð gerenda í ofbeld- ismálum,“ segir Steinunn Björk. „Mark- mið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.“ Á Akureyri verður í dag ljósaganga í tilefni af átakinu. Það eru Jafnréttis- stofa, Akureyrarbær og Zontaklúbbarn- ir í bænum sem standa fyrir ljósagöngu frá Akureyrarkirkju og samstöðu með brotaþolum kynbundins ofbeldis á Ráð- hústorgi klukkan 16.30. Á Ráðhústorgi verður flutt stutt erindi og söngur verður í höndum sönghópsins Ungar raddir. fridrikab@frettabladid.is SEXTÁN DAGA ÁTAK GEGN KYNBUNDNU OFBELDI: UPPLESTUR Í BÍÓI PARADÍS Áhersla á mannréttindabrot GEGN KYNBUNDNU OFBELDI „Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis,“ segir Steinunn Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JUDI DENCH leikkona er 76 ára í dag „Mér finnst að fólk eigi að taka vinnuna sína hátíðlega, en ekki sjálft sig.“ Úrval kvikmynda eftir hinn fjölhæfa kvikmyndaleikstjóra J. Leighton Pierce verður sýnt í Hafnarhúsinu í kvöld klukk- an 20.00 sem hluti af samstarfsverkefni Kínóklúbbsins og Listasafns Reykjavíkur. Í verkum sínum notar Pierce kvikmyndir, myndbönd og hljóð til að skapa ummyndandi upplifun. Pierce býr jafnt til hefðbundin kvikmyndaverk sem og fjölrása staðbundnar innsetningar. Pierce vinnur sjálfur að öllum þáttum verka sinna allt frá hugmynd, myndatöku og klippingu til þess að semja og hanna hljóðmyndina. Margverðlaunaðar stuttmyndir og kvikmyndir Pierce hafa verið sýndar í helstu listasöfnum og á kvikmyndahátíð- um um allan heim, þar á meðal Sundance-kvikmyndahátíð- inni, Whitney-tvíæringnum, San Francisco-, New York-, og Rotterdam-kvikmyndahátíðunum, Pompidou-miðstöðinni í París og víðar. Allar kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið verðlaun. Aðgangur er ókeypis. Myndir Pierce í Hafnarhúsinu HAFNARHÚSIÐ Kvikmyndir eftir J. Leighton Pierce verða sýndar í kvöld. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hubert R. Morthens vélstjóri, til heimilis að Seljahlíð í Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 26. nóvember 2010. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Edward Morthens. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Laufey Guðmundsdóttir Barðavogi 14, andaðist á dvalarheimilinu Grund aðfaranótt mánu- dagsins 6. desember. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 14. desember kl. 13.00. Ólafur H. Þorbjörnsson Guðmundur Hall Ólafsson Hrafnhildur Þ. Ingvadóttir Arndís Ólafsdóttir Ciambra Robert Ciambra Gunnhildur Ólafsdóttir Yngvi Ólafsson Benedikt Ólafsson Sólveig Sveinsdóttir Hilmar Ólafsson Lilja Guðmundsdóttir Ólafur Ólafsson Linda Ingadóttir Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vin- áttu við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, Arnar Egils Pálssonar lögfræðings. Sérstakar þakkir viljum við færa séra Rögnu Karítas Pétursdóttur fyrir ómetanlega hlýju og kærleik. Páll H. Kristjánsson Rósa Helgadóttir Bjarnveig Pálsdóttir Hallur Ágústsson Unnur Lea Pálsdóttir Pétur H. Pétursson Viktor Stefán Pálsson Margrét Björk Ólafsdóttir Íris Björk Pálsdóttir Bjarni Arnaldsson Páll Ágúst, Sigríður Herdís, Andri Berg, Sara Rós, Rósa Björk, Anton Breki, Brynhildur Sif, Glódís Ólöf og Róbert Dagur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Steindór Valberg Kristfinnsson Tjarnarlundi 5b, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 6. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. desember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsam- legast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Laufey Vilhelmsdóttir Vilhelm Valberg Steindórsson Dýrleif Kristín Steindórsdóttir Bjarki Viðar Hjaltason Gísli Viðar Steindórsson Hólmfríður Einarsdóttir Steindór Valberg Steindórsson Þóra Gígja Jóhannsdóttir Auður Hafdís Steindórsdóttir Ómar Valur Steindórsson Eyrún Níelsdóttir Eygló Sif Steindórsdóttir Óli Jóhann Daníelsson Helena Sjöfn Steindórsdóttir Kolbrún Hilmisdóttir Jón Zophoníasson afa, langafa og langalangafabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.