Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 66
50 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Bækur ★★★ Ég man þig Yrsa Sigurðardóttir Yrsa Sigurðardóttir er orðin þekkt stærð í heimi íslenskra glæpa- sagna og eins og flestir glæpa- sagnahöfundar hefur hún komið sér upp persónugalleríi sem geng- ur aftur frá bók til bókar og þró- ast með hverri bók. Í nýjustu sögu sinni, Ég man þig, gefur hún á hinn bóginn lögfræðingnum Þóru og flóknum fjölskylduaðstæðum hennar frí. Sagan er heldur ekki glæpasaga þar sem aðaláherslan er lögð á að upplýsa glæp heldur hreinræktuð hryllingssaga með til- heyrandi draugagangi og ofbeldi. Oftar en einu sinni hvarflaði að þeim lesanda sem hér skrifar að sagan væri rakið efni í hryllings- mynd og hún sækir margt til klass- ískra hryllingssagna og -mynda. Í sögunni fylgjum við tveimur þráðum algerlega til skiptis. Ann- ars vegar er sögð saga hjónanna Garðars og Katrínar og vinkonu þeirra, Lífar sem er nýorðin ekkja. Saman halda þau til Hesteyrar í Jökulfjörð- um um miðjan vetur til að vinna að endurbót- um á húsi sem þau hafa fest kaup á og ætla að breyta í gistiheimili. Hinn þráðurinn er svo saga geðlæknis- ins Freys sem starfar við sjúkrahúsið á Ísa- firði. Hann er snemma í sögunni fenginn til að rannsaka innbrot á leikskóla í bænum þar sem grunur leikur á að andlega vanheill einstaklingur hafi verið að verki. Freyr þarf líka að kljást við drauga úr eigin fortíð, brostið hjónaband og fjölskylduharmleik. Sögurnar tvær fléttast saman þegar á líður eins og gefur að skilja en það væri ekki fallega gert að rekja þær mikið lengra fyrir væntanlegum lesendum. Látum nægja að segja að Hesteyri um miðjan vetur hlýtur að vera með draugalegri stöðum og Yrsu tekst vel að magna þar upp andrúmsloft spennu og ótta. Styrkur Yrsu sem spennusagnahöfundar hefur alltaf falist í sögu- þræðinum. Á því verður engin breyting í þessari sögu, sagan er vel flétt- uð og endalokin í senn óvænt og dularfull. Sagan er spennandi fram á síð- ustu síðu, sú spenna er ekki alveg einföld í snið- um, eins og í alvöru draugasögu snýst hún bæði um örlög persón- anna og um það hvort þau feikn og furður sem lýst er í sögunni sé af yfirnáttúrulegum toga eða eigi sér jarðbundnari skýringar. Eins og vera ber er þeim spurningum ekki svarað til fulls og lesandinn situr uppi með efann. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Ég man þig er spenn- andi og óhugnanleg hryllingssaga, vel fléttuð og hrollvekjandi. Draugasaga að vestan 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Furðustrandir Arnaldur Indriðason Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. Lífsleikni Gillz Egill Einarsson Ég man þig Yrsa Sigurðardóttir Sumarlandið - Framliðnir lýsa andláti... Guðmundur Kristins. METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 01.12.10 - 07.12.10 Gunnar Thoroddsen Guðni Th. Jóhannesson Stelpur! - Þóra Tómasdóttir og Kristín Tómasdóttir Þokan Þorgrímur Þráinsson Léttir réttir Friðrikka Hjördís Geirsdóttir Auglýsingasími Evrópumál eru í forgrunni í smákrimmanum Morð fyrir luktum dyrum eftir Her- mann Stefánsson. Hermann kveðst hafa skipt um skoð- un í afstöðu sinni til Evr- ópusambandsins eftir að hafa ritað söguna. Morð fyrir luktum dyrum er annað tveggja nýrra smárita sem Kind útgáfa gefur út undir heit- inu Umslag. Sagan er 28 síður. Hér segir frá því þegar virðulegur lög- fræðingur og stækur andstæðing- ur Evrópusambandsaðildar finnst myrtur á heimili sínu. Rannsóknar- lögreglumennirnir Aðalsteinn ogt Reynir standa ráðþrota frammi fyrir morði sem ekki virðist hafa verið hægt að fremja. Hermann kveðst hafa verið að endurnýja kynni sín við Edgar Allan Poe og glæpasagnahöfund- inn Eduardo Mendoza þegar Kind útgáfa fór þess á leit við hann að skrifa fyrir Umslags-ritröðina. „Mendoza er mjög skemmtilegur höfundur því hann skrifar glæpa- sögur sem eru líka fyndnar og mig langaði að ná því fram.“ Hermann ákvað líka að tengja umræðuna um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu við fléttuna. „Það kom hins vegar dálítið aftan að mér því ég endaði með því að skrifa óvart sögu sem gekk þvert á mína skoðun. Ég var efasemdar- maður um aðild Íslands að ESB en sagan krafðist þess að vera á ann- arri skoðun og lítið sem ég gat gert í því. Síðan leið dágóður tími frá því ég lauk við söguna og þá skipti ég einfaldlega um skoðun. Ég mæli eindregið með því að ef fólk á erf- itt með að gera upp hug sinn í Evr- ópumálum, að skrifa bara smásögu til að komast að niðurstöðu,“ segir Hermann. Eftir því sem næst verður kom- ist er Morð fyrir luktum dyrum eini smákrimminn sem komið hefur út á Íslandi, sem gerir Hermann sjálfkrafa að ókrýndum konungi íslenska smákrimmans. „Það væri í það minnsta heldur dapurlegt ef ég væri bara krónprins íslenska smákrimmans,“ segir hann og hlær. „Þetta er auðvitað titill sem maður verður að standa undir. Mig langar líka að vita meira um þessar persónur og það er því ekki útilok- að að þær eigi eftir að öðlast fram- haldslíf og rata í fleiri umslög.“ bergsteinn@frettabladid.is Smákrimmakóngur Íslands Kind útgáfa gefur út smáritaröðina Umslag. Brot ritanna líkjast umslagi. Hægt er að skrifa nafn og heimilisfang viðtakanda á kápuna og setja ritið í póst. Auk sögu Hermanns kom út í vikunni Umslagið Jólasveinasögur eftir Sigurbjörgu Þrastar- dóttur. Þar tekur hún upp þráðinn frá jólasveinavís- um Jóhannesar úr Kötlum og færir sveinana, sem gamla skáldið endurlífgaði, inn í samtímann þar sem þeir verða að húfulausum her eða eins konar bílskúrsbandi. Áður höfðu komið út ritin Réttarríkið eftir Þórodd Bjarnason, sem fjallar eingöngu um kindur, og ljóðabókin Sjöund eftir Gunnar Hersvein. Þóroddur og Gunnar eru jafnframt ritstjórar útgáfunnar ásamt Þresti Helgasyni. Kind heldur sérstaka kynningu á ritum Hermanns og Sigur- bjargar í Máli og menningu við Laugaveg 18 klukkan 20 í kvöld. KINDARLEG SMÁRIT ARÖÐ HERMANN STEFÁNSSON Mælir með því að þeir sem eiga erfitt með að gera upp hug sinn í Evrópumálum, skrifi smásögu til að þokast nær niðurstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 50 menning@frettabladid.is MELCHIOR Í LANDNÁMSSETRINU Hljómsveitin Melchior mun leika helstu lög sín á tónleikum í Landnámssetrinu í Borgarfirði annað kvöld klukkan hálfníu. Tónleikarnir verða í matsal Landnámssetursins og verður fiskisúpa á tilboði. Öll helstu lög sveitarinnar verða leikin í huggulegri jólastemningu í bland við það nýjasta úr smiðju Melchiors og hver veit nema að eitt jólalag eða svo heyrist um kvöldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.