Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 68
52 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Bækur ★★★★ Aþena: Hvað er málið með Haítí? Margrét Örnólfsdóttir Aþena: Hvað er málið með Haítí er önnur unglingabók Margrét- ar Örnólfsdóttur um samnefnda persónu. Í stuttu máli má segja að bæði Margrét og Aþena hafi eflst frá þeirri fyrri, sem þó var bráð skemmtileg verðlaunasaga. Bókin fjallar um hversdagslega atburði sem þó eru þess eðlis að þeir hafa mikil áhrif á söguhetj- ur. Vinahópur Aþenu kemur ekki upp um smyglara eða uppgötv- ar leynisamfélag galdramanna – en lesandinn skilur hins vegar hið djúpa tilfinningarót sem fylg- ir því þegar nýr strákur kemur í bekkinn eða þegar þarf að snúa bökum saman gegn yfirgangs- sömum kennara. Þegar við bæt- ast flóknar fjölskylduaðstæður og vináttubandalög sem leysast upp og eru mynduð að nýju hefur Aþena alveg nóg að glíma við án þess að einn einasti smygl- ari þurfi að koma við sögu. Það er þessari fjörlegu sögu mikill styrkur hvað hún tekur hvers- dagslega atburði alvarlega og vinnur vel úr þeim. Söguþræðirnir verða þó kannski stundum helst til margir. Það er oftast skemmti- legt þegar fulltrúar margra kynslóða birt- ast ljóslifandi í skáld- skap, og Margrét Örn- ólfsdóttir leysir það verkefni af hendi með sóma, en fjölskyldumál mömmu Aþenu verða full fyrirferðarmikil þegar á líður bókina í óljósum tilgangi. Aðrir þræðir fléttast vel saman – en þrátt fyrir titilinn kemur Haítí lítið við sögu! Sagan er skrifuð í fyrstu per- sónu og lesandanum er kippt rækilega inn í höfuðið á hinni tólf ára Aþenu. Þar er ekki leiðinlegt að dveljast. Hún er mitt á milli þess að vera barn og unglingur, segir skoðanir sínar umbúðalaust og hefur skemmtilega jarðbundna sýn á heiminn. Aðrar persónur birtast ljóslifandi – manngerðirn- ar í bekknum hennar Aþenu eru til dæmis allar dásamlega kunnug- legar án þess að vera klisjur. Það er bæði kostur og galli á bókinni hversu nútímaleg hún er. Í hverjum kafla er vísað í samtímaatburði í framhjáhlaupi („forðast hana eins og svína flensuna,“ bls. 42) og líflegt málsnið persón- anna er augljóslega frá árinu 2010, slett- ur jafnt sem orðatil- tæki. Þetta þýðir að bókin á eftir að hitta alla sem lesa hana beint í hjartastað þegar hún kemur undan jólatrénu í ár, en það er hætt við að hún verði orðin dálítið framandi eftir fimm ár og óbæri- lega hallærisleg eftir fimmtán. En það sk ipt ir kannski litlu máli, fáar unglinga- bækur lifa í fimmtán ár hvort sem er og það er mikilvægt að lesendum – á hvaða aldri sem þeir kunna að vera – finnist að bókmenntir tali til þeirra og hafi eitthvað um samtímann að segja; séu ekki bara bergmál frá löngu liðnum tíma. Og Aþena hefur heil mikið að segja. Arndís Þórarinsdóttir Niðurstaða: Fjörlega skrifuð, nútíma- leg saga um smáa atburði og stórar tilfinningar. Tólf ára tilfinningabúnt Forlagið Crymogea fagnar útkomu nýrrar bókar um feril og verk Guðjóns Ketilssonar undan- farna tvo áratugi með opnun sýningarinnar Eintal á föstudag. Bókin um Guðjón er sú þriðja í ritröð um samtímalistamenn sem Crymogea gefur út í samstarfi við Listsjóð Dungal. Elsta verkið sem fjallað er um í bókinni er sjálfsmynd frá 1990. Kristján B. Jónasson hjá Crymogea segir hins vegar að það hafi verið með sýningu í Norræna húsinu 1995 sem ferill Guðjóns hafi tekið ákveðna stefnu. „Guð- jón byrjar þá að vinna mikið með lágmyndir og handverk og heldur sýningar sem eru konsept í sjálfu sér. Það hefur verið algjör sam- fella í verkum hans frá þessum tíma.“ Kristján segir annað einkenni á verkum Guðjóns hve handverkið sé fullkomið. „Ég er til dæmis mjög hrifinn af verkinu Brot, sem sagt er frá í bókinni. Þar tók Guð- jón fræg endurreisnarmálverk og endurgerði ákveðin smáatriði úr þeim, til dæmis lágmyndir af skikkju Maríu meyjar eða lenda- skýlu Jesú.“ Sýningin Eintal, sem verður hleypt af stokkunum á morg- un í húsakynnum Crymogea við Barónsstíg, er ný verkaröð eftir Guðjón. „Verkið gengur út á að Guðjón skrifar með ósjálfráðri skrift þéttofið net af línum. Maður sér í raun ekki hvað stendur en þetta ósjálfráða eintal Guðjóns myndar heillandi mynstur.“ Með fyrstu 100 eintökum bókarinn- ar fylgir eitt verk úr sýningunni, sem stendur fram í febrúar. - bs Ósjálfrátt eintal Guðjóns GUÐJÓN KETILSSON Fyrstu verkin í bókinni um hann eru frá 1990. Kristján segir hins vegar ákveðna samfellu hafa verið í verkum hans síðan 1995. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX „Critics choice“ Time Out, London Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2010 Tónlistarveisla í Hallgrímskirkju á aðventu Hátíð fer að höndum ein FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.