Fréttablaðið - 09.12.2010, Page 70

Fréttablaðið - 09.12.2010, Page 70
54 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Myndlist ★★★★ Þar spretta laukar Listasafn ASÍ Í nóvember fluttist fimm manna fjölskylda búferlum, þau Áslaug Thorlacius, Finnur Arnar og börn þeirra fjögur: Salvör, Kristján, Hallgerður og Helga. Nýju híbýl- in voru harla óvenjuleg, en það er nokkuð um liðið síðan fjölskylda hefur búið í húsinu á Freyjugötu 41, þar sem nú er til húsa Listasafn ASÍ. Freyjugata 41 var upphaflega íbúðarhús og vinnustofa Ásmund- ar Sveinssonar myndhöggvara, sem hann byggði sjálfur í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar. Hann reisti síðar Kúluna, þar sem í dag er Listasafn Ásmundar Jónssonar og flutti þangað árið 1942. Áslaug, Finnur og börn bjuggu í safninu á Freyjugötu 41 í eina viku núna í nóvember, vikuna fyrir opnun sýningarinnar. Þau sváfu á dýnum í Gryfjunni, gerðu sér eldhús í Arinstofu og á efri hæð, í Ásmundarsal, komu þau listaverk- um fjölskyldunnar fyrir. Fjölskyld- an hefur áður unnið sýningu saman, en fyrir fjórum árum dvöldu þau Áslaug og Finnur og börn á gesta- vinnustofu í Kína og settu þá upp sýningu þar. Sýningin samanstendur af hús- munum fjölskyldunnar, ummerkj- um búsetunnar, annars vegar og hins vegar listaverkum. Í Gryfju má sjá svefnaðstöðuna og í Arin- stofu borðstofuborð, stóla, mat- vörur og annað sem þarf til elda- mennsku. Neðri hæðin hýsir því mannvistarleifar ef svo má segja, en efri hæðin listina; vatnslita- myndir, myndbönd, skúlptúr, ljós- myndir, hljóðverk, sem renna saman í heildarinnsetningu með fjölskyldulíf sem nær sjálfsprott- ið þema. Mannvistarleifarnar eru áhuga- verðar og má skoða frá mörgum hliðum. Velta má fyrir sér hug- myndum um sviðsetningu og raun- veruleika í listum, endurtekið þema frá síðari hluta tuttugustu aldar. Ólíkir listamenn koma upp í hug- ann. Flúxus-hreyfingin, Rússinn Ilya Kabakov sem gerði innsetn- ingar unnar út frá rússneskum búsetuháttum, amerískir poplista- menn eins og t.d. Claes Oldenburg sem gerði eftirlíkingu af smávöru- verslun, Belginn Guillaume Bijl sem sýndi eftirlíkingar af alvöru verslunum, t.d. fataverslun, eða listamenn eins og Tracey Emin sem sýndi rúm sitt, óumbúið. Tengsl lífs og listar voru áleitið þema í listum alla tuttugustu öldina og eru enn. Sýningin í ASÍ er unnin inn í íslenskan raunveruleika og birtir hann að einhverju leyti. Áherslan á tengslin við frændfólkið og návist þess í skilaboðum á símsvara í hljóðverki birtir mikilvægi stór- fjölskyldunnar. Lífsgleði og listin að lifa og meta það sem skiptir máli í lífinu er ríkjandi andrúmsloft á sýningunni. Hér er þó líka samspil ljóss og skugga, sem kemur fram í svarthvítum myndum Áslaugar á vegg og á ljósmyndum, ekki síst í verkinu sem minnist Ingileifar Thorlacius myndlistarmanns, en hún lést um aldur fram í mars síð- astliðnum. List er aldrei sköpuð í tómarúmi, hún er jafnan í einhvers konar sam- hengi við líf listamannsins, fjöl- skyldu hans og nánasta umhverfi, samtímann og söguna. Þegar vel tekst upp skapast margbrotinn samhljómur sem snertir áhorfand- ann og lifir með honum. Og hér er það lífsgleðin sem hefur yfirhönd- ina, húmorinn og sköpunargleðin. Tannhlífarnar hljóta a.m.k. að vera milljónahugmynd dagsins. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Margbrotin og skemmti- leg sýning með áleitnum undirtónum. Hér kemur fram hversu gefandi samband lífs og listar getur verið í samtímanum. Húmor og lífsgleði eru ríkjandi og óhætt að mæla með heimsókn fyrir alla fjölskylduna. Lífið er sköpunarverk HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 9. desember 2010 ➜ Tónleikar 18.00 Aðventu- tónleikar allra kóra sönghússins Domus vox undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 18 og 20.30. Miðaverð er 4.000 krónur en uppselt er á seinni tónleikana. 20.00 Árlegir jólatónleikar Reykjalund- arkórsins verða í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Miðar seldir við inngang og er aðgangseyrir 1.500 krónur, 1.000 krónur fyrir eldri borgara og frítt fyrir börn yngri en 12 ára. 20.00 Söngvaskáldin Jón Tryggvi og Uni halda jólatónleika í Mosfellskirkju í Mosfellsdal í kvöld kl. 20. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 krónur. 20.00 Sigga Beinteins verður með tónleika í Digraneskirkju í kvöld kl. 20. Sér- stakur gestur Siggu er Kvennakór Kópavogs. Miða- sala við inngang. 20.00 Kvenna- kórinn Léttsveit Reykjavíkur verður með jólatónleika í Bústaðakirkju kl. 20 í kvöld. Einsöngvar- ar með kórnum eru Sigríður Thorlacius og Hildigunnur Einarsdóttir. Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Tómas R. Einarsson og Kjartan Guðnason spila undir. Stjórn- andi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Miða- verð er 3.000 krónur. 21.00 Hljómsveitin Ég verður með tónleika á Sódóma Reykjavík í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er 1000 króna aðgangseyrir. 18. ára aldurstak- mark. 21.00 Orgelkvartettinn Apparat leikur fyrir dansi í kvöld á Nasa í tilefni af plötunni Pólýfóníu sem kemur út sama dag. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og kostar 1.500 kr. inn. Miðasala fer fram í 12 Tónum, Skólavörðustíg 15, og við dyrnar á Nasa um kvöldið. 21.30 Hljómsveitirnar Fist Fokkers, Quadruplos, Markúsi, Ljósvaka og Loji spila á tónleikum á Faktorý í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og er aðgangseyrir enginn. 22.00 Kvartettinn Clinton verður með jólatónleika á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er miðaverð 1.000 krónur. ➜ Opnanir 10.00 Á Skólavörðustíg 14 hefur opnað sölusýning undir heitinu „Eitt- hvað íslenskt” þar sem hönnuðir, list- iðnaðar- og handverksfólk hver með sitt sína og bjóða úrval af sínum vörum. Opið til 15. desember alla daga frá 10- 18 og eftir það frá 10-22 til jóla. ➜ Kvikmyndir 20.00 Úrval kvikmynda eftir kvik- myndaleikstjórann J. Leighton Pierce verður sýnt í Hafnarhúsinu í samstarfi við Kínóklúbbinn og Listasafn Reykjavík í kvöld kl. 20. Aðgangur ókeypis. ➜ Samkoma 16.30 Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður efnt til ljósagöngu og samstöðu á Ráð- hústorgi á Akureyri í dag. Gengið verður með kyndla frá Akureyrarkirkju kl. 16.30. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Óperukór Hafnarfjarðar heldur tónleika í Seljakirkju á laugardag klukkan fjögur. Tilefnið er útgáfa disks með kórnum sem er nýkom- inn út. „Það verður öllu tjaldað til, eins og alltaf er kórinn galaklædd- ur þegar við komum fram,“ segir Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona og stjórnandi kórsins. „Á tónleik- unum verður blönduð efnisskrá, bæði verða flutt verk sem er að finna á disknum, fyrir óperu- og óperettukóra, og svo verða jólalög inn á milli því það er nú einu sinni aðventan.“ Elín Ósk segir kórinn hafa gefið út diskinn í tilefni tíu ára afmæl- isins sem hann fagnar um þessar mundir. Hún segir efni hans fjöl- breytt og skemmtilegt. „Á honum eru óperukórar, vínartónlist og íslensk verk eftir meðal annars Verdi, Rossini, Schubert og Jón Ásgeirsson. Þetta er diskur fyrir alla unnendur klassískrar tónlistar og fyrir þá sem vilja kynnast klass- ískri tónlist,“ segir Elín Ósk, sem er afar stolt af hljómdisknum. Auk Elínar Óskar syngja Kjartan Ólafsson og Björn Björnsson ein- söng á disknum en um undirleik sér Peter Maté. Þau koma öll fram á laugardag á tónleikunum. Ýmislegt spennandi er á döfinni hjá kórnum á næsta ári og hvetur Elín Ósk áhugasama söngvara með reynslu að hafa samband við hana. - sbt Jólastemming á útgáfutónleikum ELÍN ÓSK OG ÓPERUKÓRINN Kórinn heldur upp á tíu ára afmæli á þessu ári, hélt afmælistónleika síðastliðið vor og heldur útgáfutónleika næsta laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mynddiskar ★★★ Source - Iceland Framleiðandi: Gin-clear Media Veiðiljóð á óræðum slóðum Frábær myndataka á köflum lyftir veiðimyndinni The Source – Iceland í hærri hæðir en vaninn er um slíkar myndir hérlendis. Hinir nýsjálensku framleiðendur hafa áður sent frá sér vandaðar veiðimynd- ir um Tasmaníu og Nýja-Sjáland. Í The Source – Iceland kemur fram að gestirnir hafi ákveðið að gefa sér rúman tíma til að kynnast nýjum slóðum á Íslandi og því dvalist hér í heilar tíu vikur. Það er virðingarvert að leggja svo mikið í gerð einnar myndar um veiði í framandi landi. Myndasmiðirnir gerðu sér far um að kynnast öllum tegundum laxfiskaveiði sem hér er stunduð og köstuðu því flugu ekki síður fyrir smáa sjóbleikju í eyðidal en lax í einni bestu á landsins. Eru tegundum gerð skil hverri í sínum kafla myndarinnar. Óspillt náttúra leikur sitt hlutverk og eru sumar senurnar hreint magn- aðar. Þegar á líður verða þó frásagnir og viðtöl með veggi veiðihúsa að bakgrunni nokkuð plássfrek fyrir smekk þeirra sem fremur vilja sjá hvað um er að vera við árbakkann. Einn stærsti galli myndarinnar er skortur á upplýsingum um hvar veitt er hverju sinni. Það er sjaldnast tekið fram. Látið er nægja að telja upp eftir að myndinni er lokið hver helstu veiðisvæðin voru. Þó að þessar upp- lýsingar komi ekki fram jafnóðum í myndinni sjálfri hefði verið upplagt að nýta tækifærið og bæta því við þegar myndin var textuð á íslensku. Garðar Örn Úlfarsson Niðurstaða Kærkomin og listræn viðbót við myndir um stangveiði á Íslandi. Skortur á upplýsingum um veiðistaði spillir þó fyrir ánægjunni. Digraneskirkju 9. desember kl. 20.00 Miðaverð: 3200 kr. Sigga Beinteins heldur nú í annað sinn hugljúfa og einlæga jólatónleika ásamt góðum gestum. 9. desember nk. syngja meðlimir Kvennakórs Kópavogs með Siggu í Digraneskirkju. Sérstakur gestur kvöldsins er Guðrún Gunnarsdóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Miðasala við innganginn. Aðrir tónleikar Siggu fyrir jólin: Sauðárkrókskirkja 1. desember, Keflavíkurkirkja 2. desember og Grafarvogskirkja 10. desember. Allar nánari upplýsingar á siggabeinteins.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.