Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 86
70 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Fjórða plata söngkonunnar Avril Lavigne, Goodbye Lullaby, kemur út í mars. „Ég eyddi mikl- um kröftum í hana og hélt aldrei aftur af mér,“ sagði Lavigne um gerð plötunnar. „Ég leyfði mér að vera viðkvæmari en áður. Ég held að fólk tengist best í gegnum þessar sönnu stundir í lífinu. Platan snýst um það hvernig við göngum í gegnum erfiða lífs- reynslu, hvort sem það eru enda- lok ástarsambands, starfsmissir eða að missa einhvern nákominn sér. Við komumst öll í gegnum þetta og þroskumst,“ sagði hún. Fyrsta smáskífulagið af plötunni nefnist What the Hell og er væntan legt síðar í mánuðinum. Viðkvæm á nýrri plötu AVRIL LAVIGNE Söngkonan gefur út sína fjórðu plötu í mars á næsta ári. „Það veit enginn af þessu, ekki konan mín né dætur. Ég var nú eiginlega að vona að ég yrði klipptur út,“ segir Jónas Jónas- son, útvarpsmaður á Rás 1. Hann leikur Hannes, ritstjóra Síðdegisblaðsins sem Einar blaðamaður vinnur á, í sjónvarps- þáttaröðinni Tíma nornarinnar eftir Frið- rik Þór Friðriksson. Þáttaröðin er byggð á samnefndri bók Árna Þórarinssonar, sem virðist hafa haft Jónas sérstaklega í huga þegar ljóst var að hún myndi rata í sjón- varpið, Hannes væri nefnilega reffilegur fjölmiðlarefur með djúpa og yfirvegaða rödd. Jónas var hins vegar ekkert allt of hrif- inn af því að gera mikið úr sínu hlutverki og benti á að Þráinn Bertelsson, þing- maður, rithöfundur og kvikmyndagerðar- maður, færi til að mynda með hlutverk sér- fræðings í fornum galdrastöfum. „Ég veit eiginlega ekki af hverju hann Árni benti á mig, þetta er ekkert hlutverk, bara ein- hverjar tvær eða þrjár „replikkur“,“ segir Jónas og bætir því að hann hafi sagt já við þessari beiðni „í einhverjum bjánaskap“ eins og hann orðar það sjálfur. Jónas er hins vegar lærður leikari, lærði fræðin hjá Ævari Kvaran í fimm ár. Og var sjálfur kennari í tvö. Hann lék aðal- hlutverkið í Herakles sem sett var upp í Tjarnar bíói undir stjórn Gísla Alfreðs- sonar og hefur leikstýrt og sett upp fjölda leiksýninga úti á landi og í útvarpi. - fgg Jónas og Þráinn Bertelsson í Tíma nornarinnar GAMLIR REFIR Þráinn Bertelsson og Jónas Jónasson leika báðir í Tíma nornarinnar; Þráinn er sérfræðingur í fornum galdrastöfum en Jónas leikur Hannes, ritstjóra Síðdegisblaðsins. Hljómsveitin Vinir Dóra verður með jólablúsgjörning á Rúbín fimmtudaginn 16. desember. Jólablúsinn hefur notið mikilla vinsælda árum saman og er gott tækifæri til að hvíla sig á verald- legu amstri aðventunnar. Vinir Dóra hafa verið í fararbroddi blústónlistarinnar á Íslandi síðan þeir hituðu upp fyrir John Mayall árið 1989. Vinirnir sem spila á Rúbín eru Halldór Bragason, gítar leikari og söngvari, Guð- mundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Davíð Þór Jónssson á Hammond- orgel og Jón Ólafsson bassaleik- ari. Nánari upplýsingar um tón- leikana má finna á Blues.is. Vinir Dóra með jólablús HALLDÓR BRAGASON Vinir Dóra verða með jólablúsgjörning á Rúbín 16. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.