Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 42

Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 42
2 föstudagur 10. desember núna ✽ ekki missa af augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon og Álfrún Pálsdóttir Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar S igríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður hannar stórskemmtilegar flíkur undir heitinu Kitschfríður. Sigríður segir nafn- ið vera nokkuð lýsandi fyrir hönnun sína, „kitsch“ merkir eitthvað sem er skrautlegt og ofhlaðið og „fríður“ minnir svolítið á gamla tíma. Sigríður endurvinnur gamlar ullarpeysur sem hún finnur hjá hjálparstofnunum og breytir þeim meðal annars í golftreyjur, húfur og kraga. Að hennar sögn byrjar hún á því að lita peysurnar og breyta sniðinu á þeim. „Ég breyti þeim gjarn- an í gollur, ég er mjög veik fyrir svoleiðis peysum og er sjálf alltaf í gollu. Að lokum skreyti ég þær svo með ýmsu punti,“ útskýrir Sigríður. Hún seg- ist hanna allar flíkurnar sjálf og á erfitt með að láta verkin í hendurnar á öðrum því mikill hluti hugmyndavinnunnar fer fram á meðan hún býr flíkurnar til. Sigríður er mjög hrifin af litum og endurspegl- ast sú hrifning vel í hönnun hennar. „Ég er mjög spennt fyrir miklum litum og er sjálf alltaf eins og jólatré til fara. Ég hef stundum einsett mér að gera dempaðri flíkur svona til að ögra sjálfri mér, en svo þegar á hólminn er komið verður ekk- ert úr því. Þessi litagleði er greinilega eitthvað meðfætt.“ Þegar Sigríður er innt eftir því hvort hún ætli sér í útrás með Kitschfríði svarar hún neitandi. „Ég var oft spurð að því í góðærinu hvort ég ætl- aði ekki að verða almennilega rík af þessu en ég kæri mig ekki um það. Ég er fyrst og fremst að þessu því þetta er sköpun sem ég hef ánægju af. Mér er líka umhugað um umhverfið og þess vegna endurvinn ég flíkur, ég kynni því illa ef flogið yrði með hráefnið mitt til framleiðslu í Kína og aftur til baka.“ Hönnun Sigríðar fæst í versluninni Kirsuberja- trénu við Vesturgötu. - sm Sigríður Ásta Árnadóttir hannar litríkar og skemmtilegar flíkur: Endurvinnur ullarpeysur Litaglöð Sigríður Ásta Árnadóttir gerir stórskemmtilegar og litríkar flíkur úr gömlum ullapeysum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Veiðikortið fæst á N1 Yes you Kent Bloggið www.struttlamode.blog- spot.com er stórskemmtilegt blogg stúlku frá Kent. Stíll hennar er góð blanda af nýju og gömlu og setur hún það saman á skemmtilegan hátt. Ásamt því að mynda eigin föt er hún dugleg að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í tískunni og setur reglu- lega inn mynd- ir frá tískusýn- ingum, nýjum fatalínum og tískumynda- tökum. Úti er ævintýri Tískubloggið www.afashiontale. dk er danskt og má finna á vefsíðu danska tískuritsins Costume. Því er haldið úti af vinkonunum Lotte og Marie sem fylgjast vel með öllu því sem gerist í heimi tískunnar. Væg- ast sagt flott skandin- avískt blogg! Tíska og meira Á blogginu www.im- nottrendy.blogspot. com má lesa um tísku, kannanir sem gerðar hafa verið á skyndi- bitafæði og ým- islegt annað. Áhugavert blogg sem gaman er að rúlla í gegn- um. UNDIR NIÐRI Leikararnir Anne Hat- haway og Jake Gyllenhaal mættu saman á frumsýningu kvikmyndar- innar Love and Other Drugs í Sidney í Ástralíu. Ungi bloggarinn Tavi Gevin-son, sem skrifar undir nafn- inu Style Rookie, hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu kvenna sem fall- ið hafa fyrir skónum frá Kron by KronKron. Tavi er ekki nema þrettán ára gömul og hefur haldið úti tísku- bloggi sínu í tvö ár. Hún hefur sleg- ið rækilega í gegn og vermir núna fremsta bekk á tískusýningum með kanónum á borð við Carine Roitfeld og Anna Wintour. Á blogginu www.tavi-thenew- girlintown.blogspot.com birt- ir Tavi mynd af sér þar sem hún klæðist fallegu bláleitu skópari frá Kron by KronKron og segir skóna fallega og stelpulega án þess þó að vera væmna. Samkvæmt blogg- færslunni eru skórnir þó svolít- ið of stórir á stúlkuna, en von- andi á hún eftir að vaxa í þá með aldrinum. - sm Frægur bloggari klæðist Kron skóm: Tavi hrífst af Kron Ánægð í Kronskóm Tískubloggarinn Tavi Gevinson er hrifin af skónum frá Kron by KronKron. MYND/STYLEROOKIE.COM LESIÐ Í STJÖRNURNAR Bókin Hver er ég er bók um stjörnuspeki og þar má finna stjörnukort fyrir alla afmælisdaga. Í gegnum kortin er hægt að kynnast betur fjölskyldumeðlimum, vinum og maka og auðvitað þér sjálfum. Skemmtileg bók að blaða í! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI AFÞREYING Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.