Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 18
18 13. desember 2010 MÁNUDAGUR Á liðnum árum og áratugum hafa Íslendingar af og til gert átak til að efla nýsköpun í atvinnu- lífinu og leitað ýmissa leiða í þeim tilgangi. Viðleitnin hefur verið mest á tímum aflabrests og efna- hagslægða en með batnandi hag hefur áhuginn á nýsköpun farið þverrandi á ný. Eftir hrun síldar- stofnanna 1967-1968 voru viðbrögð stjórnvalda þau að byggja upp kennslu í verkfræði og raunvísind- um við Háskóla Íslands. Sú upp- bygging var mjög árangursrík og skilaði sér í auknum fjölda verk- fræðinga, líffræðinga, efnafræð- inga, matvælafræðinga og fleiri sérfræðinga. Stjórnvöld ættu nú að styrkja enn frekar þessar undir- stöðugreinar nýsköpunar og efla þannig sköpun nýrra atvinnutæki- færa. Nú er og mun verða aukin þörf fyrir verkfræðinga og raun- vísindamenn og fleiri fagmenn. Nýsköpun og nýmæli í atvinnu- lífinu verða með ýmsum hætti og reynt hefur verið að skapa frjóan jarðveg fyrir ræktun slíkra hæfi- leika og nýrra hugmynda. Víða erlendis er markvisst unnið að því að rækta þá hæfileika sem styrkja frumkvæði einstaklinga og frum- lega hugsun, áræðni og nýsköpun í atvinnulífinu. Nýsköpunin byrj- ar í skólum landsins og nærist á eldmóði kennara sem smitast yfir á nemendur. Það er vandaverk að halda slíkum eldmóði lifandi en slíkan eldmóð þarf á öllum skóla- stigum. Vert er að vekja athygli á því sem vel hefur verið gert á þessum vettvangi og er mikilvægt að styðja það og styrkja og kynna betur. 1. Nýsköpunarkeppni grunn- skóla hefur farið fram um ára- bil á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Uppfinningar þess- ara ungu keppenda hafa verið kynntar opinberlega og þóttu margar þessara hugmynda bráð- snjallar. Félag ungra uppfinninga- manna var stofnað 1994. Slík keppni krefst kennara og stjórn- enda sem hafa brennandi áhuga á viðfangsefninu. Þátttaka barna í slíku starfi hefur áhrif á hugsun- arhátt þeirra, eykur frumkvæði og útsjónarsemi þeirra og hvetur þau til að leita leiða til að leysa vandann hverju sinni. 2. Hugmyndasamkeppni ungs fólks í vísindum og tækni eða Hugvísir er þáttur í vaxandi sam- vinnu atvinnulífs og skóla í Evr- ópu og eru þátttakendur á aldr- inum 15-20 ára. Keppninni er ætlað að efla hæfileika til að leysa vandamál á nýstárlegan hátt og sýna eigið frumkvæði, markvisst vinnuferli og sjálfstæð vinnu- brögð. Þessi keppni er hluti af mannauðsáætlun Evrópusam- bandsins og var Ísland virkur þátttakandi í þessu starfi. 3. Nýsköpunarsjóður náms- manna var stofnaður 1992 og áttu stúdentar allt frumkvæði í þessu efni. Hefur þessi sjóður veitt styrki í fjölmörg athyglis- verð rannsókna- og nýsköpunar- verkefni. 4. Rannsóknanámssjóður var stofnaður 1993 og er hlutverk hans að styrkja nemendur til frekari þjálfunar í vísindalegum vinnubrögðum, bæði á sviði grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna. Slík þjálfun er mikil- vægur þáttur í menntun til meist- ara- eða doktorsprófs, þar sem nemendur temja sér markviss og öguð vinnubrögð við úrlausn flók- inna viðfangsefna. Sú reynsla og þjálfun nýtist vel í hinum marg- víslegu störfum sem kandídatar takast á við, hvort heldur í heimi vísinda eða viðskipta. 5. Vísinda- og tækniráð er arf- taki Rannsóknarráðs Íslands og veitir styrki úr nokkrum sjóð- um, meðal annars Rannsókna- sjóði (áður Vísindasjóði) og Tækni- þróunarsjóði (áður Tæknisjóði). Nýlega var haldið upp á 20 ára afmæli Tæknigarðs en Háskóli Íslands byggði tvo slíka tækni- garða í tilefni 75 ára afmælis Háskólans árið 1986. Tæknigarður var fyrsta nýsköpunarhreiðrið fyrir sprotafyrirtæki, hinn nýsköpunargarðurinn er Efna- og líftæknihúsið á Keldnaholti og er Orf líftækni þar starfandi. Tækni- garður hefur reynst mjög farsælt frumkvöðlasetur. Á síðari árum hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands skapað fleiri slík nýsköpunar- hreiður sem veita sprotafyrirtækj- um aðstöðu til rannsókna- og þró- unarstarfa. Er sú starfsemi rekin af miklum krafti og framsýni. Með þessum skrifum er vakin athygli á þeirri jákvæðu þróun sem verið hefur og er ef til vill enn umfangsmeiri en hér hefur komið fram. Nú leitar eldra sem yngra fólk leiða til að búa sig enn betur undir líf í heimi harðnandi samkeppni. Mann- auðurinn verður því aðeins upp- spretta auðs að hæfileikar fólks- ins verði ræktaðir, styrktir og virkjaðir til verðugra verkefna. Samstarf atvinnulífs og skóla þarf sífellt að rækta því markmið- ið er að auka samkeppnishæfni einstaklinganna, sem leiðir svo til aukinnar samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja og stofnana þar sem þessir einstaklingar munu starfa. Frumkvöðlar eru fólk á öllum aldri sem vill byggja upp eigin fyrirtæki og getur það verið á mjög ólíkum sviðum, ýmist lág- tækni- eða hátæknifyrirtæki. Þeir sem leggja út í slík ævintýri verða að hafa dirfsku, framtakssemi og úthald því þeirra geta beðið erfið- ir tímar í nokkuð mörg ár. Ef vel gengur uppskera menn ánægjuna af því að hafa skapað nýja starf- semi og nýjar afurðir sem mark- aður er fyrir. Reynsla frumkvöðla er eðlilega mjög misjöfn en síð- ustu ár hafa verið mörgum mjög erfið. Stuðningur við sprotafyrir- tæki hefur yfirleitt verið mjög lít- ill, fjárfestar hafa í góðærinu vilj- að glíma við stærri verkefni sem skila skjótt miklum arði. Ef þessi nýsköpunarviðleitni á að skila því sem að er stefnt verður að styðja mun betur við uppbygginguna og markaðssetningu. Við verðum að láta þekkinguna og hugmyndaflugið vinna fyrir okkur í auknum mæli og virkja allt í senn listir, vísindi og tækni til að auka samkeppnishæfni þjóðar innar á öllum sviðum. Þetta er vert að hafa í huga við endur- reisn Íslands. Það er greinilega þungt undir fæti að ræða alvörumál án þess að gusað sé á mann tilfinninga- þrungnum formælingum og ásök- unum um landsbyggðarfjandsemi. Í grein benti ég á að ríkið þyrfti að spara og færði rök fyrir því að ekki væri sama hvernig það væri gert. Aðalsteinn Baldursson sendir mér tóninn 8. desember. Til að auðvelda reiðilestur sinn dylgjar hann um að ég telji landsbyggðina bagga á samfélaginu og fer í einhvern mis- skilinn samanburð um verðmæta- sköpun. Ýmislegt fleira smekklegt fylgir bráðlyndi hans, sem ég hirði ekki um að sinna. Við Íslendingar komumst ekki að neinni skynsam- legri niðurstöðu um framtíð lýðs og lands ef við höldum áfram að skipt- ast á skoðunum með svikabrigsl- yrðum eða slagorðum. Ég vil þó þakka Aðalsteini fyrir grein hans, því hún gefur tilefni til að skýra betur hvað fyrir mér vakti með skrifum mínum þann 1. desember. Megin mál mitt var að draga þyrfti verulega úr ríkisútgjöldum. Við værum skuldug þjóð sem borg- aði háa vexti. Búið væri að þenja tekjukerfi ríkisins til hins ýtrasta. Vegna hallareksturs yrði að lækka ríkisútgjöld. Ég lagði til að í stað þess að skera almennt niður í ríkis- kerfinu skyldi kerfið skorið upp. Ef við héldum áfram að skera niður á öllum sviðum myndum við veikja kjarnastofnanir ríkisins svo umtals- vert að þær gætu ekki sinnt alvöru gæðaþjónustu fyrir þjóðina. Allar stofnanir og félagslegar tilfærsl- ur yrðu vanmáttugar. Ég tók dæmi af Landspítalanum annars vegar, en vannýttri sjúkraþjónustu sums staðar úti á landi hins vegar. Það skipti þjóðina meira máli að byggja upp einn eða tvo góða háskóla en að halda tórunni í sjö misgóðum háskólum. Ég sagði að við hefðum engin efni á að reka sendiráð úti um allan heim og ættum hið snarasta að fækka þeim. Ég hefði getað haldið áfram bæði með fjölda alþingis- manna, forsetaembættið og fleira en varð að takmarka lengd greinar- innar. Ég sagði að við þyrftum að forgangsraða í stað þess að útfletja niðurskurðinn. Í þessu fólst árásin á landsbyggðina. Sjúkraþjónusta eða atvinnumál? Ég tók sjúkradeildirnar úti á landi sem dæmi vegna þess að þrír heil- brigðisráðherrar höfðu lagt til að leggja þær niður vegna þess hve vannýttar þær væru en jafnframt dýrar í rekstri. Heilbrigðisyfirvöld hafa sagt að með bættum samgöng- um myndi sjúkraþjónusta á þess- um stöðum ekki versna, jafnvel batna því Landspítalinn eða FNA veittu vandaðri meðferð en sjúkra- deildirnar. Það er langt síðan farið var að senda alla þá sem slasast eða veikjast alvarlega strax á fyrr- greind sjúkrahús. Vannýting þeirra er m.a. vegna þessa. Þessi breyting myndi því litlu breyta um sjúkra- þjónustu landsbyggðarinnar. Það átti jafnframt að styrkja heilsugæsl- una. Ég hygg að fagleg yfirvöld hafi ekki gert ráð fyrir því að með þessu væri verið „að rústa heilbrigðis- þjónustuna“. Ég tók þessar deildir einnig sem dæmi vegna þeirrar heiftúðar sem fyrirhuguð lokun þeirra kallaði fram. Það mátti ekki leyfa að faglegt mat á þjóðhagslegu gildi sjúkradeildanna yrði lagt til grundvallar. Var það vegna þess að aðstandendur þessara staða óttuðust niðurstöðuna? Eða snýst allt þetta fjaðrafok kannski um atvinnu í hér- aðinu en ekki um sjúkraþjónustu? Ég hef sennilega misskilið þetta, hald- ið að verið væri að tala um sjúkra- þjónustu en ekki atvinnumál? Auð- vitað er það skiljanlegt að fólk vilji styrkja byggðarlög sín. Það gerist þó ekki til langframa með því að ríkið haldi uppi atvinnu á stöðunum. Í nýlegri PISA-skýrslu kemur fram að nemendur sums staðar úti á landsbyggðinni haldi ekki í við jafnaldra sína á höfuðborgarsvæð- inu. Við það er ekki hægt að una og á því verður að vinna bót. En hver skyldi vera ástæða þess? Getur það verið að svo fámenn þjóð geti ekki mannað kennslustöður allra þess- ara nýju framhaldsskóla og grípa þurfi til þess að láta lítt menntaða einstaklinga annast uppfræðslu? Gæti það verið að sums staðar fengju nemendur betri kennslu ef þeir væru sendir, eins og gert var með mig ungan, í þéttbýlið til fram- haldsnáms? Það er þekkt fyrirbæri að öll gæði eru takmörkuð, einnig mannauður. Þess vegna ber okkur að nýta hann sem best hvar sem er á landinu. Ég er sannfærður um að ef framhaldsskólarnir yrðu fluttir til sveitarfélaganna yrðu þeir skipu- lagðir með mun skynsamlegri hætti en ríkið gerir nú, það hefur flutning- ur grunnskólanna sýnt. Aðalsteini svarað Ríkisfjármál Þröstur Ólafsson hagfræðingur Við verðum að láta þekkinguna og hugmyndaflugið vinna fyrir okkur í aukn- um mæli. Nýsköpun og ræktun frumkvöðla Nýsköpun Sigmundur Guðbjarnason prófessor emeritus SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Eða snýst allt þetta fjaðrafok kannski um atvinnu í héraðinu en ekki um sjúkraþjónustu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.