Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 22
 13. desember 2010 MÁNUDAGUR2 heimkynnum. Það er eins og hálf önnur Hallgrímskirkja,“ byrjar Árni sína kennslustund. „Í sitka- greni er sitkalús. Hún fer í elsta barrið þannig að trén brenna inni við stofninn og barrið hrynur af. Þetta fannst mér ekki gott. Barrið var farið að fara ofan í rennuna hjá mér og eitt tréð var líka orðið svo hátt að það var farið að skyggja á sólina. Ég tók samt neðstu grein- arnar fyrst. Þá komu sprotar út sem ég varð að meðhöndla gegn lúsinni til að þeir tækju við sér og færu að vaxa. Hugmyndafræðin var sú að leyfa barrinu að þroskast neðan til á trénu áður en ég tæki ofan af því. Annars hefði ég drepið það. Barrtré verður að vera grænt til að geta lifað af. Þetta var fimm til sjö ára ferli með langtímasjónar- mið og velferð mína í sólbaðshorn- inu í huga. Kostaði reyndar það að ég var í ónáð í nokkra daga þegar ég tók ofan af trénu því konunni fannst ég ráðast með ótilhlýðilegum hætti á gróðurinn í garðinum. En svo sýndi hún málinu skilning. Þá var ég fyrir löngu byrjaður að með- höndla tréð við tröppurnar á sama hátt. Þegar ég stýfði það fór ég í háan stiga og setti band um tréð nokkrum metrum ofan við stúf- inn. Kona mín tók svo í bandið til að tréð félli í rétta átt. Nú er barrið komið í lag og þá get ég sniðið þetta til eftir eigin höfði.“ Nú mætti ætla að Árni væri hámenntaður garðyrkjumeistari en svo er ekki. „Þú getur titlað mig augnlækni eða jólasvein. Einn dag á ári er ég jólasveinn. Þá er það spurning hvort ég sé augnlæknir sem þykist vera jólasveinn þenn- an eina dag eða hvort ég sé jóla- sveinn sem þykist vera augnlæknir afganginn af árinu!“ gun@frettabladid.is Hjóla- og verkfærageymslan er hluti af húsinu. „Hún er kölluð afakofi en ég hef ekki þurft að flytja þangað út, eða verið sendur þangað til dvalar,“ segir húsbóndinn hlæjandi. Árni hefur sett niður sýprustré úti í garði. Þau eru orðin meira en mannhæðarhá. „Þetta er bara heilbrigð skynsemi. Ég er að koma í veg fyrir að þetta tré verði 160 metra hátt eftir 300 ár,“ segir Árni. Mjúka jólagjöfin Íslensk hönnun Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 / www.lindesign.is NÝ SENDING áður 29.990 nú 23.990 áður 14.990 nú 11.990 Kristall Mikið úrval af kristalsglösum 6 í pakka verð 4.000.- Lagersala Núpalind 1Kóp. Hverafold 1-3 Rvk. Hafnargata 50 Keflavík Minningarmappa frá Sebra er á meðal þess sem fæst í vefverslun Sirku. í hana er hægt að safna saman teikn- ingum og viðurkenn- ingarskjölum og raða niður á tíu ár. Þannig er með skipulögðum hætti hægt að halda utan um fallegar barnaminningar. Heimild: sirka.is Framhald af forsíðu Arnar eru notalegt heimilisstáss burtséð frá því hvort þeir eru nothæfir eða ekki. Ef gamall óvirkur arinn fylgir heimilinu er óþarfi að henda honum út. Svona fagurskreyttur verður hann miðpunktur stofunnar og gefur yl í hjartað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.