Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 24
 13. DESEMBER 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Björn Jóhannsson landslags- arkitekt hefur sent frá sér bókina Draumagarður – hönn- un og útfærslur þar sem hann fjallar um hönnun garða og útisvæða, birtir fjölda teikn- inga og mynda og gefur góð ráð. Hann segir haustið og veturinn einmitt vera rétta tímann til að skipuleggja garðinn. „Ég hef sérhæft mig í garð- hönnun,“ segir Björn. „Ég út- skrifaðist sem landslags arkitekt árið 1993 og það greinir mig kannski mest frá öðrum landslags- arkitektum að ég legg mikið upp úr því að teikna á staðnum. Það fer þá þannig fram að ég sest niður að morgni dags með eig- endum garðsins og við spjöllum saman fram eftir degi, förum út og mælum og spjöllum meira og áður en ég kveð þau er teikningin til og þau geta hringt í verktakann samdægurs.“ En er einhver að hugsa um garða á þessum árstíma? „Já, það hefur verið þannig í gegn- um tíðina. Fólk kemur úr sumar- fríi á haustin, búið að upplifa gott sumar og er strax farið að hugsa um að gera næsta sumar ennþá betra. Það er líka mjög sniðugt að fara í hönnunina á þessum tíma, klára útfærslur upp úr áramótum og vera búinn með framkvæmd- irnar fyrir vorið. Það er hægt að framkvæma allt árið um kring og það er líka mik lu auð - veldara að ná í verktaka á veturna.“ Á my nd- unum í bók Björns eru hellulagðir stígar og torg og viðar pallar mjög áber- andi, er það vinsælast í garð- hönnun núna? „Mín sérhæf- ing liggur dálítið mikið í hell- unum og timbrinu,“ segir Björn og hlær. „Þessi efni hafa miklu meira notagildi og eru auðveld- ari í viðhaldi en grasflatir. Hér mikil væta og bleytan situr lengi í grasinu á meðan pallar og stéttir þorna nánast strax. Að því sögðu vil ég taka fram að það eru geysi- leg tækifæri í að nota grasflatir miklu meira sem dvalarsvæði. Ég hef oft bent á það að hægt er að gera grasflatir mjög sléttar og fínar og vera með garðhúsgögn þar allt sumarið.“ Hvernig finnst Birni garðhönn- un hafa þróast þessi tæpu tuttugu ár sem hann hefur verið starf- andi? „Þróun í garðhönnun er náttúr lega ofsalega hæg. Það sem ég er að teikna í dag verður fram- kvæmt eftir tvö ár og ekki orðið myndatökuhæft fyrr en fjórum árum síðar, þannig að það sem ég er að taka myndir af sem því nýj- asta í dag er orðið fimm til sjö ára gamalt,“ segir Björn. „En það sem er að gerast í þjóðfélaginu núna er að íslensk og skandinavísk hönn- un er komin í tísku. Ég sé fram á að miklu meira verði sótt í fyrir- myndir úr íslenskri náttúru og ís- lenskum þjóðsögum næstu árin. Mín vinna mun á næstunni ein- kennast af því að horfa á eld, ís, tröll og álfa sem myndgervingar fyrir grunnhugmyndir í hönnun. Annað sem fólk er að uppgötva er að það er ekki hægt að vera með garð á Íslandi án þess að búa til skjól, þannig að það sem við munum sjá á næstu árum eru nokkurs konar útieldhús þar sem er með innbyggt grill, þak yfir og jafnvel vaskur. Ég er sannfærður um að það muni aukast mikið að garðurinn verði innréttaður nán- ast eins og íbúð og fólk verji mun meiri tíma þar.“ - fsb Eldur, ís, álfar og tröll í garðinum „Það er ekki hægt að vera með garð á Íslandi án þess að búa til skjól.“ „Mín sérhæfing liggur dálítið mikið í hellunum og timbrinu,“ segir Björn. „Hér er mikil væta og bleytan situr lengi í grasinu á meðan pallar og stéttir þorna nánast strax.“ Til að gera málningarvinnuna sem auðveldasta er best að undirbúa sig vel. Þú þarft: Málaralímband, pensil, rúllu, bakka, framlengingarstöng, tuskur, stiga og innimáln- ingu. Settu málaralímband alls staðar þar sem þarf. Við gluggakarma, dyrakarma og kringum slökkvara. Gott er að þétta límbandið vel með ein- hverju áhaldi til að koma í veg fyrir að málningin leki undir það. Málaðu næst með breiðum pensli í öll horn og samskeyti þar sem rúllan nær ekki til. Notaðu langar strokur. Settu málningu í bakkann (passaðu að málning- in sé vel hrærð). Rúllaðu rúllunni í málningunni og berðu á vegginn. Gott er að byrja að mála við samskeyti og rúlla beint upp og niður. Á hvítum stórum veggjum er gott að mála í eins konar W. Þar sem erfitt er að ná til er gott að nota framleng- ingu á rúlluna. Taktu reglulega stöðuna. Bakkaðu nokkra metra frá veggnum og skoðaðu hvort málningin er jöfn. Láttu þorna í sólarhring og bættu þá við annarri umferð bæði í samskeyti og á veggi. Endaðu á að taka límbandið af. Veggurinn fær nýjan lit Undirbúningsvinnan skiptir miklu þegar ætlunin er að mála herbergi eða heila íbúð. Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Veiðikortið fæst á N1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.