Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 33
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010 3 Sumir leiða nú hugann að því hvernig bæta megi kynd- inguna á heimilinu. Arinn er einn fjölmargra möguleika en nú eru hefðbundnir og nýrri gerðir viðarbrennsluarna eftirsóttastir. Gas- og etanól-arnar hafa notið vin- sælda á Íslandi síðustu ár en nú eru viðarbrennsluarnar aftur að sækja í sig veðrið að sögn Sigtryggs Sig- tryggssonar, eiganda verslunarinn- ar Blikkáss-Funa sem meðal ann- ars flytur arna og kamínur inn til landsins. „Helsta ástæðan er ein- faldlega hækkandi verð á gasi og olíu, viðurinn er bara ódýrari kostur og Íslendingar horfa miklu meira í aurana en áður.“ Sigtryggur bætir við að þessar endurnýjuðu vinsældir viðar- brennsluarna haldist í hendur við þróun mála úti í heimi. Þar fari eftir spurn eftir þeim af sömu ástæðu sívaxandi á kostnað gas- og etanól-arna. „Viðurinn er al- mennt ódýrari í Evrópu, rétt eins og hérna á Íslandi,“ segir Sig- tryggur. Örn Sigurðsson, eigandi Arinbúðar innar, samsinnir því og bætir við að nýjungar og flott útlit hafi líka sitt að segja um vinsæld- ir slíkra ofna. „Fólk er svolítið að sækjast eftir þessu klassíska útliti og svo eru líka komnar á markað alls konar sniðugar útfærslur á örnunum sem hægt er að fá frístandandi, í horn eða hengda upp á vegg, en svo hefur mikil þróun átt sér stað í innbyggðum og opnanlegum og lyftanlegum hurðum,“ segir hann og getur þess að tiltölulega einfalt sé að setja upp slíkan arinn. „Fólk getur einfaldlega komið við í búð- inni og ef skorstein vantar teiknum við hann upp í samvinnu við íbúðar- eiganda og getum svo útvegað fag- mann sem setur allt saman upp. Yfir leitt tekur ekki meira en einn dag að setja upp frístandandi arin og skorstein.“ En er ekki ókosturinn við viðar- brennsluarna að þeir valda meiri óhreinindum en gasarnar? Þeir Sigtryggur og Örn viðurkenna það en bæta við að til séu ýmis ráð við því. „Í flestum viðarbrennslu- örnum er innbyggður öskubakki eða annað þvíumlíkt sem er þá losað reglulega. Svo er hægt að fá sérstaka framlengingu og ösku- dunk í ryksugur og nota mótor- inn til að hreinsa það sem fellur út fyrir. Annars finnst fólki nú ekki tiltökumál að þrífa þetta svona ef það er á annað borð spennt fyrir örnum,“ segir Örn. - rve Viðareldur í uppsveiflu Margir sækjast ekki síður eftir notalegri stund en góðri kyndingu þegar þeir festa kaup á arni. NORDICPHOTOS/GETTY ÁBENDINGAR FRÁ SIGTRYGGI OG ERNI UM BYGGINGU ARINS: ● Reikna þarf út hve stórt eldstæði eða kamínu þarf til að hita upp rými. Leitið ráða hjá fagmönnum. ● Fáið fagmenn til að hanna og útfæra skorsteina. ● Best er að brenna þurrum við. Óþurrkaður viður eykur sótmyndun í skorsteininum, sem dregur úr virkni hans og veldur meiri mengun. ● Viðarbrennsluarnar krefjast ekki mikils viðhalds. Yfirleitt þarf að hreinsa þá reglulega og fer það eftir notkun. Hérlendis er algengt að þeir séu sóthreinsaðir á tveggja til þriggja ára fresti, en oftar erlendis þar sem stundum er kynt allan veturinn. ● Nauðsynlegt er að verða sér úti um gott burstasett, það er bursta, töng, skörung og skóflu. Sigtryggur Sigtryggsson, hjá Blikkási-Funa, segir viðarbrennsluarna vinsæla á ný eftir nokkura ára skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ●FRAMKVÆMDUM VIÐ FÉLAGSHEIMILI BOLUNGAR- VÍKUR AÐ LJÚKA Áætlað er að framkvæmdum við Félagsheimili Bolungarvíkur ljúki um miðjan janúar næstkomandi og verður haldið upp á daginn með opnu húsi 15. janúar. Frá þessu er greint á fréttavefn- um www.bb.is. Húsið, sem er frá 1952, hefur tekið stakkaskiptum við framkvæmdirnar jafnt að innan sem utan. Vonir standa til að húsið verði fullbúið tækja- búnaði síðar í vetur en þá verður blásið til formlegrar opnunarhátíðar. Enn fremur leitar bæjarstjórn eftir húsverði í húsið, en um hálft starf er að ræða frá 1. janúar. Framkvæmdir við félagsheimilið hafa tekið um tvö ár. MYND/BALDUR SMÁRI EINARSSON FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI Úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í margfalt betri upplausn en áður og með góðu að- gengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á nýjum Vísi. Má bjóða ykkur meiri Vísi? Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.