Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 VIÐSKIPTI Tæplega helmingur þeirra rúmlega sextíu starfsmanna Kaup- þings sem slitastjórn bankans hefur rukkað vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa hefur samið við bankann um endurgreiðslu. Samn- ingarnir sem þegar hafa náðst munu skila búinu vel á annað hundrað milljónum. Starfsmennirnir fengu fimmtán milljarða að láni með persónu- legri ábyrgð sem var felld niður á stjórnar fundi bankans nokkrum dögum fyrir bankahrun. Þeirri ákvörðun var rift í vor. Persónulegu ábyrgðirnar sem nú hefur verið reynt að innheimta námu þó innan við tíu milljörðum. Af þessum ríf- lega sextíu starfsmönnum hlutu um tuttugu lykilstarfsmenn níutíu prósent heildarupphæðarinnar að láni. Enginn starfsmannanna hefur verið knúinn í gjaldþrot, að sögn Ólafs Garðarssonar, formanns slita- stjórnar Kaupþings. Langflestir hafa samþykkt að skila inn umbeðn- um upplýsingum, til dæmis skatt- framtölum mörg ár aftur í tímann, svo slitastjórnin geti metið greiðslu- getuna og samið á grundvelli henn- ar. „Svo eru dæmi um að fólk neiti okkur um upplýsingar og þá fara málin fyrir dóm,“ segir Ólafur. Samið var við flesta um að endur- greiða sextíu til sjötíu prósent. „Nú erum við að fást við þá sem ekki geta greitt sínar skuldir – sýna greiðslu- vilja en eiga ekki eignir til að mæta þeim,“ segir Ólafur. Kröfuhafar hafi ekki hag af að keyra menn í þrot, enda eignir þeirra gjarnan veðsett- ar og lítið úr þrotabúunum að hafa. Á þriðja tug manna hafa kosið að fara með mál sín fyrir dóm. Það eru aðallega þeir sem mest skulda. - sh Þriðjudagur skoðun 16 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Tilboð til jóla 40% afsl áttur! Tilboðsverð 5.850 kr. Patti.isÍslenskir sófar sniðnir að þinum þörfumMál og áklæði að eigin vali. Basel Ó hætt er að segja að Katrín GuðrúnTry Olympics, sem fram fó íPé Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Þórdís Erlingsdóttur náðu langt á Special Olympics: Þórdís Erlingsdóttir og Katrín Guðrún Tryggvadóttir stoltar með verðlaunapeningana sem þær fengu fyrir frækilega frammistöðu á Evrópumótinu í skautum í Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sætur en óvæntur sigur 3 Te og kaffi heldur úti skóla, Te- og kaffiskólanum, þar sem nemendum gefst kostur á að læra um sögu og uppruna kaffis, að þekkja muninn á kaffitegundum og blöndum, allt um viðhald kaffivéla og fleira. Áhugasamir geta sent Halldóri Guðmundssyni skólastjóra póst á dori@teogkaffi.is eða hringt í síma 555-1910. jólagjöfin hennarÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 20102 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Jólagjöfin hennar veðrið í dag 14. desember 2010 293. tölublað 10. árgangur Á tökustað stórmyndar Baldur Bragason vinnur við Karla sem hata konur. fólk 42 dagar til jóla Opið til 22 í kvöld 10 Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildar- punkta Icelandair af allri veltu fram að jólum! 2xfleiri Vildarpunktar Jólabónus Samið við Kaupþingsmenn sem geta nær ekkert greitt Helmingur þeirra fyrrverandi starfsmanna Kaupþings sem slitastjórnin hefur krafið um fleiri milljarða vegna lána til hlutabréfakaupa hefur samið um endurgreiðslu. Hún nemur í heild undir 200 milljónum. Slitastjórnin hótaði fimm fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings, sem fluttu eignir á maka sína í miðju hruni, að eignirnar yrðu kyrrsettar ef þeir yndu ekki ofan af þeim gjörningum. Að sögn Ólafs urðu þeir allir við því. Nokkrir háttsettir starfsmenn Kaupþings fluttu eignir á eiginkonur sínar í byrjun október 2008. Meðal þeirra fimm sem urðu við beiðninni um að flytja þær til baka í sumar eru Frosti Reyr Rúnarsson, Hannes Frímann Hrólfsson, Ingvar Vilhjálmsson og Ólafur Frímann Gunnarsson. Fimm undu ofan af eignatilfærslum SAMGÖNGUR Miðað við fyrirliggjandi áætlanir standa þeir sem aka Suðurlandsveg til vinnu undir tæpum helmingi áætlaðra tekna af inn- heimtu vegatolla þar. Endanleg fjárhæð tolla og útfærsla afsláttar- gjalda vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar liggur þó ekki fyrir. Tölur Vega- gerðarinnar miða við að gjaldið samsvari sjö krónum fyrir hvern ekinn kílómetra. Miðað við þær forsendur myndi bíltúr úr höfuðborg- inni á Selfoss kosta 700 krónur. Fimmtungur íbúa Árborgar, nærri 1.600 manns, sækir vinnu á höfuðborgarsvæðið. Ögmundur Jónasson samgönguráðherra fagnar umræðu um gjaldtökuna og bendir á að menn hafi tímann fyrir sér áður en að henni komi; svigrúm sé til breytinga. - óká / sjá síðu 14 Á annað þúsund sækir vinnu yfir Heiðina SUÐURLANDSVEGUR BREIKKAÐUR Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar standa nú yfir. Formaður bæjarráðs Árborgar telur að um 1.600 manns úr sveitarfélaginu sæki vinnu til höfuðborgarinnar. Ætla má að vegatollar á Suðurlandsvegi skili um 844 milljónum króna á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sagan lifir Eyrarbakkakirkja er 120 ára í dag. tímamót 22 VÆTA VESTAN TIL Í dag verða sunnan eða suðvestan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Væta V-til en léttskýjað A-lands fram eftir degi. Hiti 0-8 stig, en vægt frost inn til landsins. VEÐUR 4 7 5 4 -2 4 ÚKRAÍNA Á næsta ári verður lokaða svæðið í kringum kjarnorkuverið í Tsjernóbyl opnað ferðamönnum. Boðið verður upp á merktar leiðir um svæðið í kringum kjarnaofninn sem bilaði fyrir tæpum aldar fjórðungi með þeim afleiðingum að geislavirk mengun dreifðist um stórt svæði í norðan- verðri Evrópu. Merktu leiðirnar eiga að vera öruggar heilsu fólks, þótt þær liggi um svæði sem enn er mjög hættulegt vegna mikillar geisla- mengunar. „Þótt þetta sé mjög sorgleg saga er ýmislegt að sjá þarna ef menn fylgja opinberu leiðinni og fara ekki frá hópnum,“ segir Júlía Jer- sjóva, talskona neyðarástands- ráðuneytis Úkraínu, sem skipu- leggur ferðirnar. Nokkur fyrirtæki bjóða nú þegar upp á ferðir inn á lokaða svæðið, en Jersjóva segir þær ferðir ólöglegar og alls ekki hættulausar. Um 2.500 manns starfa að við- haldi kjarnorkuversins, en vinna á vöktum til að minnka hættuna á skaða vegna geislamengunar. Nokkur hundruð manns sem bjuggu í nágrenninu hafa flutt heim aftur þrátt fyrir hættuna. - gb Úkraínumenn hyggjast bjóða ferðamönnum að skoða hættulegar slóðir: Opna Tsjernóbyl á næsta ári United á toppinn Manchester United sigraði Arsenal og komst á toppinn. sport 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.