Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 2
2 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR WIKILEAKS Julian Assange, stofn- andi Wikileaks, átti í desember á síðasta ári gott spjall við Sam Watson, þáver- andi staðgengil sendiherra Bandaríkjanna, í kokkteilboði í sendiráðinu við Laufásveg. Þetta er haft eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Hreyfingar innar, í breska vefmiðlinum First Post. Birgitta segist hafa boðið Ass- ange með sér í sendiráðið, en þegar til kom hafi Assange farið einn. Á þessum tíma hafði Assange komist yfir leyniskýrslurnar frá bandarísku sendiráðunum, sem þessar vikurnar eru að birtast á Wikileaks. Birgitta segir Ass- ange hafa sagt sér að hann hafi skemmt sér vel í veislunni. - gb SAMGÖNGUR Herjólfur hefur siglt til og frá Þorlákshöfn í um 25 pró- sent skipta síðan Landeyjahöfn var tekin í notkun hinn 21. júlí. Fargjald fyrir einn fullorðinn á milli Vestmannaeyja og Land- eyjahafnar kostar þúsund krón- ur, en til og frá Þorlákshöfn er fargjaldið 2.660 krónur. Guðmundur Pedersen, rekstrar- stjóri Herjólfs, segir fargjöld far- þega taka mið af því hvert sé siglt hverju sinni. Gamla gjaldskráin á Þorlákshöfn gildi þegar siglt sé þangað. „Ef búið er að ganga frá greiðsl- unni verður því ekki breytt, sé bókað sama dag og er siglt,“ segir Guðmundur. „Fargjaldinu er þó breytt ef bókað er far fram í tím- ann og siglingaáætlun breytist á því tímabili.“ Einungis er hægt að bóka far til og frá Landeyjahöfn á heima- síðu Herjólfs og þar kostar almennt fargjald þúsund krón- ur. Þær upplýsingar fengust hjá bókunarskrifstofu að fargjöld einstaklinga væru ekki hækkuð nema til kæmi sérstök fyrir mæli frá Eimskipi, rekstraraðila Herj- ólfs, um breytingar á siglingar- áætlunum og þar með fargjöld- um. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun var Landeyja- höfn opin í gær, en Herjólfur sigldi engu að síður frá Þorláks- höfn. „Ef skipstjóri telur að of mikil áhætta sé að sigla til Landeyja- hafnar er hún lokuð hvað Herjólf varðar,“ segir Guðmundur. „Það eru þrír þættir sem geta vald- ið því að skipstjóri telji höfnina ófæra, það er of mikill vindur, ekki nægjanlegt dýpi og of mikil ölduhæð.“ Ívar Gunnlaugsson, skipstjóri á Herjólfi, segir að ekki hafi verið óhætt að sigla inn í höfnina sökum öldugangs og straums. „Ég hefði nú ekki kallað hana opna,“ segir Ívar. „Það er einung- is Herjólfur sem siglir um höfn- ina, svo ég veit ekki alveg fyrir hverja hún væri opin ef við sigld- um ekki um hana.“ Framkvæmdir við Landeyja- höfn hófust um haustið 2008 og hafa kostað rúma fjóra millj- arða króna. Kostnaður við dýpk- un hafnarinnar eftir opnun er ekki ljós, en heildarkostnaður er enn undir upphaflegri kostnaðar- áætlun. sunna@frettabladid.is SPURNING DAGSINS LÖGREGLUMÁL Steingrímur Þór Ólafsson var á föstudag látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Varð- haldstíminn rann þá út og ekki var gerð krafa um áframhald- andi gæslu. Steingrímur var handtekinn í Venesúela í Suður-Ameríku í október. Hann var afhentur íslenskum lögregluyfirvöldum í nóvember. Hann er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjár- svikamáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Um er að ræða svik á virðisaukaskatti upp á um 270 milljónir króna. Upphaflega voru sex hand- teknir vegna málsins, síðan sá sjöundi og loks Steingrímur. Þeir hafa allir verið látnir lausir. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að allt að fimmtán ein- staklingar eiga von á ákæru vegna málsins. - jss Virðisaukaskattsvindlið: Fjársvikamaður var látinn laus Sigtryggur, brennur það við að það kvikni í örnunum frá ykkur? „Ef maður brennur við þá kviknar upp í þeim.“ Sigtryggur Sigtryggsson, eigandi Blikkáss- Funa segir arna þar sem notaður er viður til uppkveikju vera að sækja í sig veðrið gagnvart etanól- og gasörnum. DÓMSMÁL Tilkynnt verður um viðbrögð íslenskra dómsmálayfirvalda vegna eftirlits bandaríska sendiráðsins í nágrenni sendiráðsbyggingarinnar í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dómsmálaráðherra afar óánægður með svör bandaríska sendiráðsins. Í hámæli komst í byrjun nóvember að banda- ríska sendiráðið hafi starfrækt eftirlitshóp til að fylgjast með mannaferðum í nágrenni sendiráðs- ins. Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra fór fram á að ríkislögreglustjóri upplýsti sig um hvort vitað hafi verið af eftirlitinu innan stofnunar- innar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ráðherrann átt tvo fundi með ríkislögreglustjóra vegna málsins. Þá hefur verið leitað skýringa sendiráðsins vegna eftirlitsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa þær skýringar ekki verið taldar fullnægjandi, og mun Ögmundur ekki ætla að una því. Málið er sagt á lokastigi athugunar í dómsmála- ráðuneytinu, og verður samkvæmt heimildum til- kynnt um næstu skref í dag. Eftirlitshópar hafa verið starfræktir í öllum sendiráðum Bandaríkjanna frá því hryðjuverka- árásir voru gerðar á sendiráð landsins í Keníu og Tansaníu árið 1998. - bj Viðbrögð dómsmálaráðherra vegna eftirlits bandaríska sendiráðsins kynnt í dag: Óánægður með svör sendiráðsins EFTIRLIT Fram hefur komið að undanfarin ár hefur hópur starfsmanna bandaríska sendiráðsins við Laufásveg fylgst með mannaferðum við sendiráðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ferðir í Landeyjahöfn Ferðir í Þorlákshöfn Aflýstar ferðir júlí 60 0 1 ágúst 147 0 0 september 56 24 14 október 0 62 0 nóvember 74 22 6 Fjórðungur ferða er til Þorlákshafnar Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar í um 25 prósentum tilvika síðan Land- eyjahöfn var opnuð í júlí. Bóki farþegar ferð til eða frá Landeyjahöfn fram í tímann eru þeir rukkaðir aukalega sé siglt til Þorlákshafnar vegna ófærðar. HERJÓLFUR BERST VIÐ ÖLDURNAR Herjólfur hefur þurft að sigla oftar en hundrað sinnum til Þorlákshafnar síðan Landeyjahöfn var opnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON LÖGREGLUMÁL Þrír karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 20. desember næstkom- andi í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Mennirnir eru allir um tví- tugt og eru grunaðir um að hafa framið vopnað rán á Selfossi síð- astliðinn laugardag. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ráðist inn í íbúð í bænum, vopnaðir hnífum, og hafa í hót- unum við húsráðanda og gesti hans. Þeir höfðu á brott með sér tölvur og önnur verðmæti. Þremenningarnir voru hand- teknir skömmu síðar. Þeir hafa allir komið áður við sögu lög- reglu. Rannsókn málsins er þó enn í fullum gangi. - sv Grunaðir um vopnað rán: Gæsluvarðhald staðfest í gær ICESAVE Forsætisráðherra og fjár- málaráðherra áttu um tuttugu mínútna langan fund í gær með stjórnarandstöðunni um nýja Icesave-samninginn. Niðurstaðan varð sú að fulltrúar stjórnar- andstöðunnar höfnuðu því að fullu að leggja frumvarpið fram með fjármálaráðherra fyrir Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í samtali við Stöð 2 að áhersla hefði verið lögð á að allir flokkar fylgd- ust að í málinu þegar það kæmi fyrir þingið, en þó hefði ekki náðst samkomulag um það. Málið verður lagt sem stjórnar- frumvarp fyrir Alþingi í vikunni og mælir fjármálaráðherra fyrir því áður en það fer til umfjöllun- ar í fjárlaganefnd. Samkomulagið um Icesave við Breta og Hollendinga er þó ekki bindandi á neinn hátt fyrir þá aðila sem eiga í hlut. Íslensk, bresk og hollensk stjórnvöld geta sagt sig einhliða frá samning- unum fram til áramóta, eða þar til búið verður að afgreiða frum- varpið á Alþingi. - sv Stjórnarandstaðan hafnaði Icesave-frumvarpi að fullu eftir tuttugu mínútna fund: Steingrímur leggur einn fram FUNDAÐ Forsætisráðherra og fjármála- ráðherra funduðu með fulltrúum stjórnar andstöðunnar í gær þar sem ekkert samkomulag um Icesave- samningana náðist. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JULIAN ASSANGE Wikileaksmaður í sendiráði: Assange spjall- aði við Watson JAFNRÉTTISMÁL Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hlaut viður- kenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2010.Hún tileinkaði viðurkenning- una Stígamótum, Skottufélögunum 23 og konunum 50.000 sem hittust í bænum hinn 25. október í tilefni kvennafrídagsins. Jafnréttisviðurkenningin var afhent í Iðnó á föstudag í átjánda sinn. Viðurkenningu hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, eða félagasamtök, sem hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Viðurkenning Jafnréttisráðs: Talskona hlýtur viðurkenningu LÖGREGLUMÁL Pricewaterhouse- Coopers ehf (PwC) telur óhjá- kvæmi legt að svara fyrir sig í fjöl- miðlum í kjölfar umfjöllunar um enduskoðun fyrirtækisins á reikn- ingum Landsbankans og Glitnis. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gær. Ástæður eru sagðar þær að fjallað hafi verið um vinnugögn sérstaks saksóknara og um meinta sakarannsókn á hendur félaginu vegna endurskoðunar á ársreikn- ingum bankanna fyrir árið 2007. Samkvæmt tilkynningu PwC verður fjölmiðlum veittur aðgang- ur að upplýsingum um endurskoð- un á reikningum bankanna eins og framast er unnt samkvæmt lögum. Þá vill PwC vekja athygli á því að skýrslurnar sem sérstak- ur saksóknari hefur undir höndum eru ófullgerðar. - sv PwC svarar fyrir sig: Skjöl verði birt fjölmiðlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.