Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 10
 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR HJÁLPARSTARF HEIMA OG HEIMAN HELMINGUR FRAMLAGA RENNUR TIL AÐSTOÐAR INNANLANDS vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Einn ódýrasti Android snjallsíminn á Íslandi í dag.Frábær snertiskjásími með 3.2 megapixla myndavél og tónlistarspilarara. Vodafone 845 0 kr. útborgun og 2.083 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 24.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Við afborgunarverð á farsímum bætist við 250 kr. greiðslugjald á mánuði. STJÓRNMÁL Stjórnarráðið, ráðuneyti, stofnanir og ríkisstjórn geta unnið betur saman og það er lykillinn að framtíðinni. Þetta kom fram í máli Arnars Þórs Ólafssonar, skrif- stofustjóra í forsætisráðuneytinu. Hann er formaður nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands, en skýrsla nefndarinnar var kynnt í gær. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að tryggja eigi pól- itíska samábyrgð ríkisstjórna í ákveðnum málum og koma betra lagi á ríkisstjórnarfundi. Þá er æskilegt að fjölga pólitískum aðstoðarmönnum og fjarlægja heiti ráðuneyta úr lögum. Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra seg- ist fylgjandi tillögum nefndarinn- ar og ætlar að beita sér fyrir því að þær verði að lögum. Hún von- ast til þess að hægt verði að mæla fyrir frumvarpinu eftir áramót. Í nefndinni sátu einnig Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Sigur- björg Sigurgeirsdóttir stjórn- sýslufræðingur, Páll Þórhallsson og Hafdís Ólafsdóttir, skrifstofu- stjórar í forsætis- og fjármála- ráðuneytum. Nefndin telur að enn sé þörf fyrir sérstök lög um Stjórnarráð Íslands, en að fella eigi niður ákvæði lag- anna þar sem heiti ráðuneytanna eru tilgreind. Með þessum hætti geti hver ríkisstjórn ákveðið fjölda ráðuneyta og heiti þeirra, einkum við stjórnarmyndun. Skilgreina á hlutverk ráðherra og ráðuneytisstjóra með skýrum hætti. Einnig telur nefndin æski- legt að tryggja með einhverjum hætti pólitíska samábyrgð ríkis- stjórna í ákveðnum málum, en þó á hún ekki að verða fjölskipað stjórn- vald. Ríkisstjórnin eigi þó að hafa meira að segja, til dæmis um veit- ingu æðstu embætta í ráðuneyt- um og stofnunum, stefnumótandi yfirlýsingar, fjárhagslega skuld- bindandi ákvarðanir og þýðingar- miklar reglugerðarbreytingar. Skýra þarf betur hlutverk ráðu- neyta gagnvart sjálfstæðum stofn- unum, en bæði Jóhanna og Arnar Þór nefndu í máli sínu að þetta hlutverk væri óskýrt í núverandi lögum. Ráðherrar hefðu jafnvel talið að þeir mættu varla tala við forstöðumenn slíkra stofnana. Koma á mannauðseiningu á fót innan Stjórnarráðsins. Þá á að setja á fót annaðhvort hæfn- ismatsnefnd eða ráðningarnefnd þegar ráðuneytisstjórar, skrifstofu- stjórar og forstöðumenn ríkis- stofnana eru ráðnir. thorunn@frettabladid.is Lög um Stjórnarráð breytast talsvert Í tillögum um breytingar á Stjórnarráðinu er mælst til samábyrgðar ríkis- stjórna, hæfnisnefnda í ráðningum og skýrari laga um hlutverk ráðherra. For- sætisráðherra vonast til að frumvarp um málið verði lagt fram á vorþingi. Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Nefndin kynnti niðurstöður skýrslu sinnar ásamt forsætis- ráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.