Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 14. desember 2010 17 Nýverið var kosið til Stjórn-lagaþings sem mun taka til starfa í febrúar 2011. Ætla má að væntingar til þingsins séu þær að íslenska stjórnkerfið verði betra og jafnvel lýðræðislegra en verið hefur. Varnaðarorðin hér eru að ný stjórnarskrá nægir ekki ein og sér til þess að um raunverulega breyt- ingu verði að ræða á framkvæmd lýðræðis á Íslandi. Kröfuna um að Stjórnlagaþing verði sett á laggirnar má rekja til óánægju með frammistöðu stjórn- valda um og eftir að efnahags- kreppa skall á af fullum þunga haustið 2008. En að hverju beind- ist óánægjan í raun? Hér er gagnlegt að gera greinar- mun á hinni formlegu stjórnar- skrá, þeirri sem er skrifuð, og hinni óformlegu stjórnarskrá sem er hvernig stjórnskipanin virk- ar í raun. Óánægja fólks beinist fyrst og fremst að hinni óform- legu stjórnarskrá – hvernig hlut- irnir virka í raun – en ekki hinni skrifuðu stjórnarskrá. Hluti af framkvæmd lýðræðis er kosninga- kerfi og kjördæmaskipan, en það er einungis hluti. Það sem skiptir væntanlega meira máli varðandi frammistöðu stjórnvalda er það sem gerist á milli kosninga. Þannig mun breyting á kosningakerfinu skila sér í breytingum á vali á frambjóðendum, en ekki endilega breytingum á því sem gerist á milli kosninga – en það er einmitt það sem gerist á milli kosninga sem veldur óánægju eða ánægju fólks með lýðræði á Íslandi. Stjórnlagaþingið á að taka til umfjöllunar málefni eins og íslenska stjórnskipun, hlutverk forseta, sjálfstæði dómstóla, kosn- ingakerfi og kjördæmaskipan, lýð- ræðislega þátttöku almennings, framsal ríkisvalds til alþjóða- stofnanna og umhverfismál. Eins og málefnin eru sett fram eru þau mjög opin og ekki liggur ljóst fyrir hvort þau muni bæta fram- kvæmd lýðræðis, hvorki við kosn- ingar né á milli kosninga. Þar sem ánægja eða óánægja fólks beinist fyrst og fremst að því sem gerist á milli kosninga hvet ég fulltrúa Stjórnlagaþingsins og Alþingis til að hafa í huga að það nægir ekki eitt og sér að gera formbreytingar á framkvæmd kosninga eða auka hlut þjóðaratkvæðagreiðslna svo fátt eitt sé nefnt, til að bæta fram- kvæmd lýðræðis. Einnig þarf að taka fyrir það sem gerist á milli kosninga, sem er til dæmis hver ábyrgð ráðherra er í raun, gagn- vart hverjum þeir bera ábyrgð og hver hefur eftirlit með störfum ráð- herra og þingmanna – á milli kosn- inga. Jafnframt þarf að hafa í huga að við búum í alþjóðlegu umhverfi og þess vegna er ekki hægt að gera stjórnvöld ábyrg fyrir öllu sem miður fer. Það er samt sem áður mögulega hægt að gera stjórnvöld ábyrg fyrir því hversu vel tekst til við forvarnir, til dæmis gegn alþjóðlegum efnahagskreppum og síðast en ekki síst viðbrögðum þeirra við áföllum, sem þau hafa þó ekki sjálf valdið. Til að svara spurningunni sem var sett fram hér í upphafi, hvort að breyting á Íslensku stjórnar- skránni nægi til þess að bæta framkvæmd lýðræðis á Íslandi, er svarið nei, það nægir ekki eitt og sér. Það er samt sem áður mikil- vægt skref í áttina að betra og árangursríkara lýðræði en það er hin pólitíska menning – það er hvernig hlutirnir eru framkvæmd- ir í raun – sem skiptir mestu máli. Nægir ný stjórnarskrá? Stjórnlagaþing Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur Óánægja fólks beinist fyrst og fremst að hinni óform- legu stjórnarskrá. Íslensk stjórnsýsla og fangaflugið Baráttan fyrir frjálsu upp-lýsingasamfélagi hefur undanfarnar vikur færst inn á nýtt svið þar sem vefsíðan Wikileaks hefur birt leyni- skjöl ættuð frá utanríkisþjón- ustu Bandaríkjanna. Fjöl- miðlar víða um lönd hafa gripið fegins hendi tækifæri til að rýna í upplýsingar sem almennt er haldið leyndum fyrir almenningi. Á hinn bóg- inn hafa bandarísk stjórnvöld gripið til aðgerða til að kæfa þessa frjálsu upplýsingamiðl- un og notið þar liðsinnis ýmissa bandamanna. Meðal þeirra eru íslensk kreditkortafyrirtæki en mjög óvænt er að sjá þau í þessu pólitíska hlutverki. Í sjálfu sér ber að fagna að leynd og pukri skuli aflétt af gögnum bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. Birting þeirra staðfestir enda margt sem gagnrýnendur bandarískrar utanríkisstefnu hafa sagt á undanförnum árum. Skjölin staðfesta verstu hryllings- sögur sem birst hafa af fram- ferði Bandaríkjahers í Írak og Afganistan og má eflaust vænta frekari fregna af þeim hernaði á næstu vikum. Margt annað flýtur svo með sem taka verður með fyrirvara; oft eru gögnin ekki heimild um annað en heimsmynd bandarískra stjórnarerindreka, sem getur verið bjöguð á köflum. Flest þau gögn sem birst hafa og varða Ísland eru hálf- gert léttmeti og heimildargildi þeirra misjafnt. Það hefur t.d. ekkert sérstakt gildi að lesa afbakaðar lýsingar bandarísks erindreka á grein Vals Ingi- mundarsonar í Skírni 2006 þegar hver sem er getur lesið greinina sjálfa til að sannrýna hvað í henni stendur. Lýsingar skjalanna á íslenskum stjórn- málamönnum geta vissulega verið forvitnilegar en segja okkur þó fátt nýtt um íslenska pólitík. Á hinn bóginn má greina alvarlegri tíðindi á grundvelli þessara gagna og snúa þau að íslenskri utanríkisþjónustu. Ef marka má hin birtu gögn hafa starfsmenn hennar verið opinskáir og fullir trúnaðar- trausts í samtölum við banda- ríska sendimenn. Öðru máli gegnir um afstöðu þeirra til almennings á Íslandi. Þannig er haft eftir íslenskum starfs- manni utanríkisþjónustunnar að þar á bæ hafi verið reynt að hylma yfir því sem gerðist í Kabúl 2004 þegar ráðist var á íslenska „friðargæsluliða“ í verslunarleiðangri með þeim afleiðingum að ung kona og barn létu lífið. Enn skuggalegri var fram- ganga utanríkisráðuneytisins í tengslum við hið illræmda fangaflug. Saga þess máls er í stuttu máli sú að árið 2005 vaknaði grunur um að banda- rískar vélar sem flugu með fanga til að pynta í öðrum lönd- um hefðu farið um íslenska lofthelgi og að slíkar vélar hefðu ítrekað lent á Keflavíkur- flugvelli á árunum 2001-2005. Íslenskir fjölmiðlar fluttu fréttir af þessu en fengu lítil svör frá íslenskum stjórnvöld- um. Núna er komið í ljós hvað ríkisstjórn Íslands aðhafðist í málinu. Geir H. Haarde hringdi í Condoleezzu Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og fékk að eigin mati „fullnægj- andi svör“. Í Wikileaks-gögnum kemur þó einnig fram að sendi- herra Íslands í Washington hafi mótmælt ófullnægjandi útskýr- ingum Bandaríkjamanna á fangaflugi CIA í íslenskri land- helgi. Sumarið 2007 birtist svo skýrsla svissneska þing- mannsins Dick Marty sem staðfesti aðkomu Íslands að fangafluginu. Þá lofaði utan- ríkisráðherra að málið yrði rannsakað. En í hinum leknu gögnum hafa bandarískir sendimenn eftir nafngreindum starfsmanni íslensku utanríkis- þjónustunnar að rannsóknin hafi verið sýndarmennska og tilgangur hennar að þæfa málið og verjast óþægilegum spurningum stjórnarand- stöðunnar. Vinna starfshóps- ins virðist ekki hafa snúist um rannsókn á hugsanlegum mannréttindabrotum eða hvort fangar væru fluttir til landa þar sem fyrirhugað væri að pynta þá, heldur íslenska pól- itík. Íslensk stjórnvöld ætluðu sér aldrei að upplýsa þjóðina um fangaflugið heldur reyndu þau að leyna því hvernig þau hefðu gengið erinda erlends stórveldis í því máli. Svona voru vinnubrögðin 2007 en nú á tímum gagnsæis og opinnar stjórnsýslu er stjórnvöldum ekki stætt á því að láta þessi mál liggja lengur í þagnargildi. Íslenska þjóðin hlýtur að eiga kröfu um að geta treyst eigin utanríkisþjónustu. Þess vegna verða stjórnvöld nú að bregðast við Wikileaks- lekanum á þann eina hátt sem er verjandi í lýðræðisríki. Það þarf að stofna óháða rannsókn- arnefnd um fangaflugið sem tekur á öllum þáttum málsins, þar á meðal tilraunum fyrri ríkisstjórna til yfirhylmingar. Jafnframt þyrfti að rannsaka starfshætti utanríkisþjónust- unnar í fleiri málum, t.d. þætti Íslands í stríðsrekstri NATO í Afganistan. Það er löngu tíma- bært að embættismenn utan- ríkisþjónustunnar átti sig á því að trúnaður þeirra er við íslensku þjóðina, en ekki við stóra bróður í vestri. Sverrir Jakobsson Sagnfræðingur Í DAG Á hinn bóginn má greina alvarlegri tíðindi á grundvelli þessara gagna og snúa þau að íslenskri utanríkisþjónustu. Ef marka má hin birtu gögn hafa starfsmenn hennar verið opinskáir og fullir trúnaðartrausts í samtölum við bandaríska sendimenn. Öðru máli gegnir um afstöðu þeirra til almennings á Íslandi. Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s Ti lb oð Ný tt Jólastólar Jólaverð 21.900,- Fullt verð 28.900,- blátt, grátt, svart, fjólublátt, brúnt og vínrautt Support Home Chair Jólaverð 12.900,- Fullt verð 17.900,- blátt, grátt, svart Sitness 20 “Veltikollur”, góður fyrir bakið! Verð 39.900,- blátt, grænt, svart, rautt og fjólublátt Ti lb oð Open Art Verð 117.800,- svart, blátt, grænt og rautt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.