Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 18
18 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Tilefni þessara skrifa er frétt sem ber yfirskriftina Hugmynd- ir um nýja heilbrigðisstétt og birt- ist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 9. des. sl. og greinar Elsu B. Friðfinns- dóttur 10. des. sl. og Helgu Sæunn- ar Sveinbjörnsdóttur og Áslaugar Birnu Ólafsdóttur 11. des. sl. Vil ég taka undir orð Elsu – ekki er þörf fyrir nýja heilbrigðisstétt, fremur umbætur á skipulagi og verkaskipt- ingu í heilbrigðisþjónustunni. Nú er kreppa sem krefst nýrrar hugsun- ar og endurskoðunar á allri nálgun okkar og atferli og fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott – tími kreppu er líka tími tækifæra, einnig í heilsugæslunni. Hugmyndir þingmannanna sem velta fyrir sér úrbótum í heil- brigðisþjónustunni lúta m.a. að því að búa til nýja heilbrigðisstétt aðstoðar manna lækna og/eða efla þátt hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslunni. Virtar alþjóðlegar stofn- anir og ráð (s.s. ICN, IOM, WHO) vara eindregið við því að þjóðir heims reyni að ráða við vanda heilbrigðis þjónustunnar með því að búa til nýja starfshópa aðstoðar fólks. Miklu fremur beri að nýta til fullnustu þær heilbrigð- isstéttir sem þegar eru starfandi. Ég held ég tali fyrir munn hjúkr- unarfræðinga almennt þegar ég fullyrði að gera megi störf hjúkr- unarfræðinga sýnilegri og að nýta megi betur starfskrafta þeirra, hvort sem um almenna hjúkrunarfræðinga er að ræða eða sérfræð- inga í hjúkrun. Eins og Elsa víkur að í grein sinni er hjúkrun í eðli sínu heilsugæsla. Öll nálgun hjúkrunar við viðfangsefni sín á samleið með hugsun heilsugæslu og forvarna. Rannsóknir frá öðrum löndum sýna að þar sem hjúkrunarfræðingar for- flokka vandamál sjúklinga og veita ráðgjöf, hvort sem er við komu eða í síma, skilar það miklum árangri fyrir alla. Það sparar tíma og oft fyrirhöfn sjúklinga og heilbrigðis- þjónustunnar og þar með umtals- verða fjármuni. Hér á landi hefur skort áhuga og vilja til að koma slíku skil- virku ferli á, enda kostunar- leiðir og hvatar ekki til þess fallnir. Heilsugæslan gæti vissu- lega nýtt sér betur þekk- ingu og færni almennra hjúkrunarfræðinga og sérfræðinga í hjúkrun. Þar sem umræddur vandi birt- ist að miklu eða einhverju leyti sem vandi heilsu- gæslulækna og að þeir anni ekki eftirspurn má vel hugsa sér þá breytingu á heilsugæslunni að fyrsti viðkomustaður eða sam- skiptaaðili sjúklings yrði hjúkrunarfræðingur sem forflokkaði vandamál sjúklings eða leysti það jafnvel. Hjúkrunarfræð- ingar geta tekið að sér almennt heil- brigðismat og greiningu á þörfum skjólstæðinga sem leita til heilsu- gæslustöðva og gera það nú þegar í einhverjum mæli. Hluti sjúklinga myndi að sjálfsögðu áfram þurfa læknis við en með tilkomu sér- fræðinga í hjúkrun má ætla að hluta sjúklinga yrði sinnt af þeim. Rann- sóknir vestan hafs og austan sýna að árangur af störfum sérfræðinga í hjúkrun í heilsugæslu er góður. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur nú í rúman áratug boðið upp á framhaldsnám í hjúkr- unarfræði og býður velkomna hjúkrunarfræðinga sem hafa hug á að starfa sem sérfræðingar í heilsugæslunni. Mikill áhugi og vilji er á að efla heilsugæsluna og leita nýrra leiða til að landsmenn allir geti áfram búið við örugga og góða heilbrigðisþjónustu. Ég fagna því allri frjórri umræðu stjórn- málamanna sem láta sig heilbrigð- isþjónustuna og gæði hennar varða og heilsugæsluna sem málið snýst um og bendi á að Hjúkrunarfræði- deild er sannarlega reiðubúin til samstarfs við að koma auga á tæki- færin innan heilsugæslunnar með öflugri aðkomu hjúkrunarfræðinga, landi og þjóð til heilla. Hjúkrunarfræðingar og heilsu- gæslan – tími tækifæranna Heilsugæsla Helga Bragadóttir dósent og varaforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ Dóninn ég, þurfti að lesa aftur yfir bréf mitt til Svandísar í Fréttablaðinu frá því á fimmtu- daginn eftir að ég sá viðbrögðin. Ég sem hafði talið mig vera frekar kurteisan og ekki með sleggju- dóma eða dónaskap og breytt meira segja fyrirsögninni úr „Leyfðu börnunum...“ í „Viltu leyfa börnunum að fara í sund Svandís“. Það var nú annað í svari Svan- dísar til mín. En í grein hennar segir m.a. „hann furðar sig á“ og „Ómar telur það hið versta mál“, þetta eru ýkjur og er einfaldlega rangt. Ég skrifaði undir greinina sem „sundpabbi“ en Fréttablaðið bætti við fyrrv. bæjarfulltrúi í Kópavogi, sem er önnur saga. En Svandís gerir töluvert úr því að ég sé bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Kópavogi. Bara svo það komi skýrt fram, þá er ég ekki að endurspegla skoðanir Framsóknarflokksins í Kópa- vogi hvað þá heldur skoðanir bæjarstjórnar Kópavogs, heldur mínar eigin í þessu máli. Nóg um það. Svandís segir að „Breytingin er að sjálfsögðu til komin vegna öryggissjónarmiða“. Ég þóttist nú vita það, en sú tölfræði sem miðað er við er orðin 17-26 ára gömul og t.d. ekkert tekið tillit til þess að það hefur nánast orðið sprenging í ungbarnasundi síðan. Ég fullyrði að út frá öryggissjónarmiðum og smá skammti af for- sjárhyggju væri álita- mál hvort ekki ætti að banna eldri börnum að fara í sund án forráða- manna, jafnvel allt að 18 ára aldri. Það er best. Þar sem rannsókn- in sem Svandís vísar í var gerð 1984-1993 og síðan könnun sem gerð var 1998 er orðin gömul hefði ég í hennar sporum látið gera nýja rannsókn. Allt eiga þetta að vera tölur sem hægt er að nálgast hratt og örugglega og ættu að vera aðgengilegar í gegnum stjórnar- ráðið. Það er verið að taka mikil- væga ákvörðun sem bitnar á börnum. Varðandi synd börn samkvæmt „gildandi skilgreiningum sund- kennslu“ langar mig að benda á að börn sem eru að fara í sund sér til gamans eru ekki að synda tíu ferð- ir bringu og tíu ferðir skrið. Þau eru að fara til þess að busla, leika við félaga og fara í rennibrautir og leiktæki. Þar sem hún vitnar í að „Foreldrar hafa í flestum til- fellum ekki skýra mynd af því hvort barnið er synt eða ekki og treysta um of á gæslu sundlaugar- varða“ tel ég að foreldrar munu væntanlega halda áfram að treysta á gæslu sundlaugarvarða, því foreldrar muni eftir sem áður leyfa börnunum að busla í lauginni á meðan þeir eru í heitu pottunum. Varðandi boð Svandísar um að ganga á hennar fund tel ég það óþarfa tímaeyðslu. Hún taldi ástæðulaust að gera nýja rannsókn til að afla nýrra gagna, en lét duga rann- sókn frá síðustu öld. Dæmin sanna að Svandís hefur engan áhuga á umræðu um sínar ákvarðanir. Því hef ég ákveðið að ræða þetta ekk- ert frekar, þar sem Svandís hefur nóg að gera við að vernda landið fyrir brjálaða fólkinu í landinu sem vill skapa atvinnu. Sund bannað börnum Sund Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi í Kópavogi og sundpabbi Ríkisstjórn Íslands er að fara dýrustu og verstu leið sem hægt er að fara í málefnum heimil- anna. Ef þessi „endanlega“ leið sem nú er verið að fara er svona útpæld og góð, af hverju var hún ekki farin fyrir tveimur árum þegar þau tóku við? Nei, þetta er bara ein vitleysan enn; eitt af 50 úrræðum „eftir helgi stjórnarinnar“. Það var svo gaman hjá þeim þegar þau tóku við. Steingrímur fór á fullt í Icesave og Samfylkingin á fullt í ESB, en þau gleymdu aðal- atriðinu, sem voru heimili lands- ins og atvinnulífið. Ef það er eitt- hvað sem ætti að rannsaka hér á Íslandi um þessar mundir, þá er það verkleysi og vankunnátta ríkis- stjórnarinnar síðustu tvö ár. Það er nefnilega þannig að þegar mjólkin er súr eða vond þá hellir maður henni niður eða hendir henni. Ríkis- stjórnin sem nú situr minnir mann ansi mikið á vondu og súru mjólk- ina. Það er grátlegt að horfa upp á getuleysi hennar í flestum málum. Nú veit ég að þetta eru ekki nýjar fréttir, en þetta er bara svona og það vita allir Íslendingar nema þing- menn VG og Samfylking- ar. Ólína Þorvarðardóttir talar um „úrtölufólk“ og þessi sama Ólína sagði ein- hvers staðar að hún vissi ekki hvað þetta fólk (8 þús- und manns) væri að gera fyrir utan Alþingishúsið 4. okt. sl. Mig langar að segja frú Ólínu að þetta fólk var þarna fyrst og fremst að mótmæla getuleysi ríkis- stjórnarinnar í málefnum heimilanna. Annað finnst mér svo ótrúlegt í þessu öllu en það er hvernig frétta- miðlar teikna þetta upp aftur og aftur. Tökum dæmi. Ríkisstjórn- in þykist vera með enn eitt snilld- ar úrræðið og fréttamiðlarnir birta allt ádeilulaust eða í versta falli spyrja þeir Þórólf Mattías- son um hans álit á dellunni og ef einhver segir eitthvað annað en hann þá er það alltaf alveg galin hugmynd. Þingmaðurinn Magnús Orri talar um lýðskrum og svo er alveg yndis legt þegar Árni Páll og Jóhanna tala um sam- félagslega ábyrgð eða með öðrum orðum: Gerið eins og við segj- um hversu vitlaust sem það er og sýnið með því sam félagslega ábyrgð. Þau eru búin að hafa öll tækifæri í heiminum síðustu tvö ár til þess að taka á lánamálum heimilanna og koma á friði í landinu en þau kjósa áframhaldandi stríð við sitt eigið fólk. Þessi ríkisstjórn hlýtur að hrökklast frá völdum fljótlega og ég skil reyndar ekki hvernig hægt er að stjórna landinu svona illa. Þau áttu að taka á þessum lánamálum strax og þau tóku við. Leiðin sem þau eru að fara núna á eftir að verða þjóð- inni miklum mun dýrari þegar upp er staðið. Hvað þarf til að ríkisstjórn vakni? Þetta fólk var þarna fyrst og fremst að mótmæla getuleysi ríkisstjórnar- innar. Sú tölfræði sem miðað er við er orð- in 17-26 ára gömul. Heilsugæslan gæti vissu- lega nýtt sér betur þekk- ingu og færni almennra hjúkrunar- fræðinga og sérfræðinga í hjúkrun. AF NETINU Mitt Ungverjaland Síðustu misseri hefur svo ítrekað komið í ljós að íslenskir vinstrimenn stjórna með sams- konar skammsýni, frændhygli og poti og aðrir flokkar. Hvað eftir annað hafa þeir sem trúðu á þessa ríkisstjórn mátt gnísta tönnum til þess að bila ekki frekar en gömlu stalínistarnir í Ungó forðum. Síðasta og stærsta áfallið er sá hörmulegi áfellisdómur sem kveðinn er upp yfir leiðtogum þessarar ríkisstjórnar með nýjum Icesave samningum. Nú blasir við að fúsk vorra bestu manna hafði næstum kostað þrælana á Volgubökkum hundrað og eitthvað milljarða. Ég fæddist árið sem uppreisnin var gerð í Ung- verjalandi. Ég hef kosið vinstri flokka í öllum kosningum sem ég hef haft rétt til að taka þátt í og stutt þeirra málstað og þeirra hugmyndir. Þetta er mitt Ungverjaland og hér lýkur minni samfylgd og mínum stuðningi. pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson Stjórnmál Halldór Úlfarsson matreiðslunemi Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands Er sem hér segir: Reykjanesbær Hafnargötu 29 22. des Akureyri Freyjusnesi 2 22. des Reykjavík Eskihlíð 2-4 14-15-21-22 des. Frá kl 14:00 Verð frá kr.: 162.500 Elica háfar Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Platinum, Isobella, Twin, Wave og Grace háfar á tilboði* glæsileg hönnun og fágað yfirbragð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.