Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 22
 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Roald Amundsen komst á suðurpólinn hinn 14. desember 1911, ásamt fimm manna liði með sextán hunda. Þetta var önnur tilraun Amundsens til að komast á pólinn, sú fyrri fór út um þúfur vegna kulda og óeiningar í liðinu. Amundsen og menn hans fóru í annarri tilraun áður óþekkta leið eftir Axel Heiberg- jöklinum og náðu á suðurpólinn 35 dögum á undan leiðangri Roberts Scott. Amundsen nefndi búðir þeirra Polheim; heimili á póln- um og þar skildu þeir eftir lítið tjald og bréf til merkis um veru sína, ef þeir skyldu ekki komast lifandi aftur til byggða. Heimferðin gekk þó áfallalaust og þeir komu til búðanna í Framheim hinn 25. janúar 1912. Árangur Amundsens var tilkynntur opin- berlega þegar hann kom til Hobart í Ástralíu hinn 7. mars 1912. Við það tækifæri sagði Amundsen: „Sá sem undirbýr sig vandlega á sigurinn vísan og fólk kallar það heppni!“ Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 14. DESEMBER 1911 Roald Amundsen kemst á suðurpólinn Bróðir okkar og mágur, Ólafur Ágústsson Skaftahlíð 13, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni Suðurlands- braut 66 þriðjudaginn 7. desember, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 13.00. Erla Eyjólfsdóttir Loftur Andri Ágústsson Kristjana Petrína Jensdóttir Ingibjörg Ágústsdóttir Árni Sigurjónsson Svanhildur Ágústsdóttir Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Cornelía Ingólfsdóttir Hrísmóum 1, Garðabæ, áður Háholti 15, Keflavík, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 16. desember klukkan 13. Þór Helgason Karl Jóhann Ásgeirsson Ragnheiður Helga Gústafsdóttir Þórólfur Ingi Þórsson Eva Margrét Einarsdóttir Jóhannes, Gabríel og Lilja. Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi, Jóhannes R. Bergsteinsson múrarameistari, Hrafnistu í Reykjavík, lést föstudaginn 10. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda Sigurbjörg Jóhannesdóttir Örlygur Geirsson Ragnhildur Jóhannesdóttir Sveinn Sigurkarlsson Guðbjörg Jóhannesdóttir Sjöfn Jóhannesdóttir Gunnlaugur Stefánsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðbjartur Gestur Andrésson sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 8. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 17. desember kl. 13.30. Börnin. Okkar heittelskaði Friðrik Helgi Jónsson prófessor í sálfræði, Meistaravöllum 11, lést að heimili sínu sunnudaginn 12. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 20. desember klukkan 16.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrk, hjá Krabbameinsfélaginu, í síma 5401990. Guðný Ágústa Steinsdóttir Hildur Friðriksdóttir Steinn Friðriksson Marta Guðrún Blöndal Steinunn Friðriksdóttir. Bróðir okkar, Jón S. Hallgrímsson Sæviðarsundi 11, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans, Landakoti, föstu- daginn 10. desember. Útförin verður auglýst síðar. Þórarinn Hallgrímsson, Helgi Hallgrímsson og fjölskyldur. Eyrarbakkakirkja var vígð 14. desem- ber 1890, en fram að því áttu Eyr- bekkingar kirkjusókn í nágranna- þorpið Stokkseyri. Ekki verða þó nein hátíðarhöld í tilefni dagsins en stefnt að því að halda veglega upp á 125 ára afmæli kirkjunnar í staðinn. „Við verðum ekki með nein hátíðarhöld núna,“ segir sr. Sveinn Valgeirsson, núverandi sóknarprestur á Eyrar- bakka. „Við höfum undanfarið staðið í miklum breytingum á kirkjunni, sem er auðvitað fjárfrekt, svo við ákváð- um að fresta hátíðarhöldum þangað til á 125 ára afmælinu.“ Breytingarnar sem séra Sveinn talar um fólust í því að skipta um þak kirkjunnar og rúður í gluggum. Hann segir kirkjuna þurfa mikið viðhald og hafi það komið í ljós fljótlega eftir byggingu hennar. „Aðalforgöngumað- urinn um kirkjubygginguna var sókn- arpresturinn, séra Jón Björnsson, og höguðu örlögin því svo að hann var fyrsti maðurinn sem kvaddur var frá Eyrarbakkakirkju en það var árið 1892, segir séra Sveinn. Sögufrægasti gripur kirkjunnar er altaristaflan. Er það mynd af Jesú á tali við Samversku konuna við Jakobs- brunninn (Jóh. 4, 13-14) og stendur undir töflunni: „Hver sem drekkur af því vatni, sem ég mun gefa honum, hann mun aldrei að eilífu þyrsta.“ Til- urð hennar á sér sérstaka sögu. Séra Jón Björnsson sigldi til Kaupmanna- hafnar til þess að útvega kirkjuviðinn og freista þess að afla fjár til bygg- ingarinnar. Gekk hann þá einnig á fund Kristjáns konungs IX og Louise drottningar. Hlaut hann þar góðar viðtökur en ekki treystist kóngur þó til að leggja fram fé. Louise gaf þó kirkjunni altaristöflu, sem hún hafði sjálf málað og er nafn drottningar á töflunni og ártalið 1891. „Kóngur vildi ekki styðja við byggingu kirkjunn- ar með fjárframlögum, en gaukaði þessari mynd eftir konu sína að Jóni í staðinn. Það má því segja að hann hafi fengið töfluna í nokkurs konar sára- bætur,“ segir séra Sveinn og hlær. Séra Sveinn segir mannlíf á Eyrar- bakka gott, þar ríki gömul sönghefð og fólk sé mjög meðvitað um sög- una og arfinn. „Hér hefur alltaf ríkt öflug sönghefð og það var rifjað upp fyrir mér um daginn að hátíðarsöngv- ar Bjarna Þorsteinssonar, sem allt- af eru sungnir á jólum, voru fyrst sungnir á Eyrarbakka, áður en þeir voru sungnir í Dómkirkjunni. Hér er líka elsta jólatré landsins og mikil rækt lögð við að varðveita minjar um fyrri tíma. Það er einmitt eitt af því skemmtilega við Bakkann hve hér er mikil saga og hvað fólk hefur sterka tilfinningu fyrir henni.“ fridrikab@frettabladid.is EYRARBAKKAKIRKJA 120 ÁRA: HÁTÍÐARHÖLD EFTIR FIMM ÁR Fékk altaristöfluna í sárabætur SAGAN LIFIR „Hér er mikil saga og fólk hefur sterka tilfinningu fyrir henni,“ segir sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur á Eyrarbakka. MYND/ÁRNI SVANUR DANÍELSSON DROTTNINGARMYND Altaristaflan í Eyrar- bakkakirkju eftir Louise Danadrottningu er frá árinu 1891. GEORGE WASHINGTON (1732-1799) fyrsti forseti Banda- ríkjanna, lést þennan dag 66 ára að aldri. „Fáir eru svo dyggðugir að þeir standist hæsta tilboð.“ Merkisatburðir 1542 María Skotadrottning tekur við völdum. 1903 Wright-bræðurnir gera fyrstu tilraun sína til að fljúga í Kitty Hawk í Norður-Karólínu. 1908 Coot, fyrsti íslenski togarinn strandar við Keilisnes. Hann kom til landsins 1905. 1910 Útgáfa „Vísis til dagblaðs í Reykjavík“ hefst. Vísir er síðan sameinaður Dagblaðinu 26. nóvember 1981. 1935 Ofviðri um mest allt land. Tuttugu og fimm manns farast, flestir drukknuðu. Í Reykjavík slitna símalínur og reykháfar fjúka af húsum. 1977 Stórflóð og ofviðri valda tjóni á suðurströndinni, meðal annars á Stokkseyri. Þetta eru ein mestu flóð á 20. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.