Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 54
34 14. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Hljómsveitin Pollapönk er að taka fram úr Botnleðju í vinsældum ef marka má seldar plötur. Sömu meðlim- ir eru í báðum sveitum, þeir Heiðar og Halli. Nýjasta plata Pollapönks, Meira pollapönk, hefur selst í um tvö þúsund eintökum, sem er svip- að og jafnvel ívið meira en þrjár síðustu plötur Botnleðju. Harald- ur Freyr Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson eru meðlimir beggja sveitanna, en Botnleðja hefur ekki starfað undanfarin sjö ár. „Eftir að Fólk er fífl kom út varð mögulegt að skrifa diska og ég held að það sé mesta breytingin í þessu. Við vorum kannski að spila á tónleikum og vorum beðnir um að árita skrifaða diska,“ segir trommarinn Halli. Fólk er fífl kom út 1996 og seldist í 4.500 ein- tökum á meðan Magn- yl sem kom út tveim- ur árum síðar seldist mun verr, í 2.000 eintökum. Plöturnar sem komu á eftir, Douglas Dakota og Iceland National Park, seldust í 1.500 til 2.000 eintökum hvor. „Plötusala hefur dregist mikið saman síðan Botnleðja var starf- andi en á móti kemur að Polla- pönkið á stærri markhóp,“ segir Halli. Hann segir vinsældir Pollapönksins ekki hafa komið sér á óvart. „Platan er meiriháttar góð og við erum að spila mikið. Þetta kemur mér ekkert á óvart en við erum gríðarlega þakklátir samt sem áður. Við trúðum alltaf á að þetta væri meiriháttar góð plata og gæti náð til margra, ekki bara barnanna.“ Heldurðu að þín verði frekar minnst sem Pollapönkara í stað Botnleðjurokkara í framtíðinni? „Það er ómögulegt að segja en ég myndi ekki fúlsa við því. Mér finnst bæði jafngott,“ segir Halli og bætir við: „Það er að koma smá Botnleðjufílingur í mig sem hefur ekki verið áður. Það getur vel verið að við gerum eitthvað á nýju ári.“ freyr@frettabladid.is Owen Wilson hefur sefað aðdáendur kvik- myndarinnar Zoolander og upplýst að það styttist í framhaldsmyndina. „Það er komið virkilega gott handrit,“ sagði gaman- leikarinn við fjölmiðla um helgina en Owen lék ofurfyrirsætuna Hansel í fyrri myndinni. Wilson leikur reyndar á móti Ben Stiller í kvikmyndinni Little Fockers en það er þriðja myndin um Gaylord Focker og sam- skipti hans við tengdapabba sem er fyrr- verandi CIA-maður leikinn af Robert De Niro. „Við hittumst áðan og við vorum að tala um að fara að gera aðra Zoolander- kvikmynd,“ bætti Wilson við. Zoolander sló eftirminnilega í gegn árið 2001 en hún sagði frá frekar vit- grönnu karlmódeli, leiknu af Ben Stiller, sem reynir að hafa hend- ur í hári brjálaðs tísku- mógúls en sá hyggst ráða forsætisráðherra Malasíu af dögum. Fyrsta myndin hal- aði inn sextíu milljónir í miða- sölu og tilkynnti framleiðslu- fyrirtækið Viacom í nóvember að Zoo lander 2 myndi koma fyrr en síðar. Zoolander 2 kemur brátt SANNFÆRÐUR Owen Wilson bregður sér aftur í hlutverk Hansels í Zoolander 2. Pollapönk tekur fram úr Botnleðju í plötusölu BOTNLEÐJA Rokksveitin gaf síðast út plötu árið 2003. POLLAPÖNK Pollapönkið virðist vera að taka fram úr Botnleðju í vinsældum. Bandaríska leikaranum Nicholas Cage tókst að nurla saman rúmum 360 þúsund dölum eða 41 millj- ón króna til að greiða skattinum í Bandaríkjunum. Þetta kom fram á Wikileaks-síðu fræga fólksins, TMZ. Cage skuldaði skattinum fjórtán milljónir í ógreidda skatta og gjöld fyrir árin 2002, 2003, 2004 og 2007 en hefur nú innt af hendi greiðslu í reiðufé til skattsins sam- kvæmt skjölum sem TMZ hefur undir höndum. Cage hefur átt í fjárhags erfið- leikum að undanförnu. Hann höfð- aði mál gegn fyrrverandi við- skiptafélaga sínum, Samuel Levin, og krafðist tuttugu milljón dala í skaðabætur vegna stórkostlegs taps og lélegra ákvarðana. Fall- ið var frá málsókninni í septemb- er og er talið að samið hafi verið um málið utan dómstóla. Cage var síðan gert að greiða Nevada-bank- anum tvær milljónir vegna láns og hús hans í Las Vegas selt á uppboði. Cage skuldaði þá bankanum rúmar tvær milljónir í afborganir. Borgaði 41 milljón í skatt SKULDUGUR Nicholas Cage er stór- skuldugur eftir alls konar brask á undan- förnum árum. GETTY IMAGES/NORDIC PHOTOS - BOXOFFICE MAGAZINE - ORLANDO SENTINEL - TIME OUT NEW YORK 12 12 1010 16 16 10 10 10 10 L LL L L L L 7 LIFE AS WE KNOW IT kl. 8 - 10:10 HARRY POTTER kl. 6 - 9 ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D kl. 6 NARNIA-3D kl. 5.30, 8 og 11 LIFE AS WE KNOW IT kl. 5.30, 8 og 10.30 HARRY POTTER kl. 5, 8 og 10.10 DUE DATE kl. 8 ÆVINTÝRI SAMMA-3D Ísl Tal kl. 6 THE LAST EXORCISM kl. 6 - 8 - 10:10 LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 HARRY POTTER kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 DUE DATE kl. 8 - 10:10 KONUNGSRÍKI UGLANNA M/ ísl. Tali kl. 5:50 THE LAST EXORCISM kl. 6 - 8 - 10:10 THE JONESES kl. 8 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 RED kl. 10:10 ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 6M I Ð A S A L A Á ÓHUGNALEG SPENNUMYND SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG BRETLANDI! Frá Íslandsvininum Eli Roth sem færði okkur Hostel ásamt framleiðendum Dawn of the Dead. KR 7. 0 0* KR 7. 0 0* KR 7. 0 0* KR 7. 0 0* KR 7. 0 0* *GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR, Á MYNDIR Í 3D OG BEINAR ÚTSENDINGAR ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG KR. 700* Gildir ekki í Lúxus 950 700 700 700 700 700 950 SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is 5% Nánar á Miði.is Ath: Tilboðin gilda ekki í Borgarbíó BORGARBÍÓ NARNIA 3 3D kl. 5.40 - 8 - 10.20 FASTER kl. 8 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 5.40 7 16 16 L Nánar á Miði.is NARNIA 3 3D kl. 4 - 5.30 - 8 - 10.30 NARNIA 3 3D LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 FASTER kl. 8 - 10.10 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 8 - 10.10 THE NEXT THREE DAYS KL. 10.10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 4 - 6 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 ARTHÚR 3 KL. 3.40 7 7 16 16 12 L 12 L NARNIA 3 3D kl. 6 - 9 FASTER kl. 8 - 10.10 AGORA KL. 6 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 7 16 14 L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR ÍSL. TAL ÍSL. TAL T.V. - KVIKMYNDIR.IS "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL HEIMSFRUMSÝNING Í 3-D - bara lúxus Sími: 553 2075 NARNIA 3D 7 og 10 7 PARANORMAL ACTIVITY 2 8 og 10 16 THE NEXT THREE DAYS 8 og 10.30 12 NIKO OG LEIÐINN TIL STJARNANNA 6 - ISL TAL L ARTÚR 3 6 - ISL TAL L 950 kr. 650 kr.650 kr. 650 kr.650 kr. Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.