Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 14.12.2010, Blaðsíða 59
ÞRIÐJUDAGUR 14. desember 2010 39 Frábærar Jólagjafir í 60 árGæða rúm á góðu verði Liam Ella Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Opnunartími: Mán-fös 10-18 og laug 11-16 FÓTBOLTI „Stóri“ Sam Allardyce fékk að taka pokann sinn hjá Blackburn í gær, sem og aðstoðar- maður hans, Neil McDonald. Vara- liðsþjálfarinn Steve Kean mun stýra liðinu þar til nýr stjóri finnst enda lét Allardyce af störfum sam- dægurs. Þessi tíðindi koma ekki mikið á óvart enda hefur Allardyce ekki þótt eiga upp á pallborðið hjá nýjum eigendum félagsins sem tóku við liðinu 19. nóvember. Þegar Allardyce fékk síðan þær fréttir að hann fengi ekki að versla í janúar urðu einhver átök. Samkvæmt yfirlýsingu frá Blackburn er uppsögn Allardyce hluti af metnaðarfullum aðgerðum eigendanna, sem ætla að breyta enn meiru hjá félaginu. Að hafa Allardyce sem stjóra uppfyllti ekki þeirra metnað og verður áhugavert að sjá hver tekur við af honum. Allardyce tók við Blackburn í desember árið 2008 en hann hafði áður stýrt Newcastle og Bolton. Þessi 56 ára gamli stjóri stýrði Blackburn í 15. sæti ensku úrvals- deildarinnar þá leiktíð en hann var strax umdeildur fyrir leikstíl liðs- ins. Leiktíðina á eftir hafnaði Black- burn í 10. sæti deildarinnar og komst þess utan í undanúrslit deildabikarsins. Hann skilur síðan við liðið í 13. sæti. Chris Hughton, sem var rekinn frá Newcastle í síðustu viku, er talinn líklegur arftaki Allardyce hjá félaginu. Uppsögn Hughton var afar umdeild enda var hann í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Newcastle. - hbg Sam Allardyce var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Blackburn Rovers: Hughton talinn líklegur arftaki REKINN Allardyce þarf að leita sér að nýrri vinnu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Brasilíski sóknar- maðurinn Adriano hjá Roma hefur unnið ítölsku gullrusla- fötuna fyrir árið 2010. Þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessi verðlaun en hann hlaut þau einnig 2005 og 2006. Gullruslafatan er veitt þeim leikmanni sem ollið hefur mest- um vonbrigðum í ítalska boltan- um. Í fyrra var það Felipe Melo sem hlaut hana en þar á undan Ricardo Quaresma. Brasilíumenn lentu í þremur efstu sætunum. Amauri lenti í öðru sæti og Ronaldinho í því þriðja. Adriano hefur aðeins leikið í 144 mínútur í ítölsku deildinni á tímabilinu en hann hefur lýst yfir óánægju sinni með lítinn leik- tíma. Ronaldo hefur reynt að fá Adriano til Corinthians. - egm Brasilíumaðurinn Adriano: Vann gullrusla- fötuna á Ítalíu ADRIANO Er mikill stuðpinni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Samband markvarðar- ins Gianluigi Buffon hjá Juventus og þjálfarans Gigi Del Neri er ekki upp á það besta. Pirringur er milli þeirra og hefur umboðs- maður Buffon sagt að henn hefði sektað Del Neri ef hann væri í stjórn Juventus. Samkvæmt ítölskum fjölmiðl- um var Del Neri ekki sáttur við hve lítið Buffon sást á æfinga- svæði félagsins á meðan hann var að jafna sig af langtíma meiðslum. Í viðtali sagði Del Neri að Buffon ætti ekki öruggt sæti í liðinu en Buffon er talinn meðal bestu markvarða heims. Marco Storari hefur staðið sig vel í marki Juventus og nú þegar Buffon er kominn aftur eftir meiðsli þarf hann að slá Storari út. „Skjólstæðingi mínum er sýnt virðingarleysi. Ef ég væri forseti Juventus myndi ég sekta Del Neri fyrir ummæli sín,“ sagði umboðs- maður Buffon. Ítalskir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort dagar Buffon hjá Juventus verði brátt taldir en markvörðurinn hefur í gegn- um tíðina verið oft orðaður við Manchester United. - egm Buffon ósáttur við þjálfarann: Aftur orðaður við Man. Utd BUFFON Hefur lengi verið orðaður við Man. Utd. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.