Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 2
2 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Eyþór, eru Sunnlendingar meira og minna að fara að keyra sig í þrot? „Skattheimtan má ekki vera úti að aka.“ Ekki eru allir ánægðir með fyrirhugaða vegatolla sem til stendur að leggja á þá sem aka til og frá höfuðborgarsvæðinu. Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, segir fimmtung bæjarbúa sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins. LÖGREGLUMÁL Lettneskur karlmaður var í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald í héraðsdómi eftir að hafa reynt að smygla til landsins hálfu kílói af fíkniefni sem nefnist methedrone. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem reynt er að smygla til landsins fíkniefnum sem líkur eru á að séu ekki skráð hér sem ólögleg efni. Maðurinn sem um ræðir var handtekinn við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar í Leifsstöð í síðustu viku á leið frá Kaupmannahöfn og var í framhaldinu úrskurðað- ur í gæsluvarðhald í viku. Hann hefur aldrei komið til landsins áður. Nokkrir einstaklingar hafa verið yfirheyrðir vegna málsins en öllum sleppt að því loknu nema umræddum manni. Fíkniefnið methedrone er náskylt amfetamíni. Farið var að framleiða það árið 1929 en neysla þess komst ekki á skrið fyrr en í kringum árið 2003. Árið 2007 kom í ljós að farið var að auglýsa það til sölu á net- inu og hefur neysla þess breiðst mjög hratt út. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim brugðust skjótt við og skráðu efnið sem ólöglegt fíkni- efni. Dauðsföll eru þekkt erlendis af völdum neyslu á methedrone. Umrætt fíkniefni hefur lítið sem ekkert sést hér á landi og var ekki skráð sem ólöglegt fíkniefni hér fyrr en 4. október síðastliðinn. Lögregla telur að það litla sem sést hafi af efninu hér hafi geng- ið undir heitinu „kattahlandskók“. Sú nafngift er til komin vegna þess að efnið lyktar eins og kattahland. Erlendis er efnið kallað „meow meow“ eða „mjá mjá“ af sömu ástæðu. Methedrone hefur lítið sést hér, eins og áður sagði. Þó kom upp mál í Leifsstöð fyrir nokkru þar sem það fannst. Óvíst er hverjar málalyktir í því tilviki verða, því efnið var ekki komið á skrá yfir ólögleg fíkniefni hér á landi þegar það kom upp. Ekki er langt um liðið síðan tveir menn voru ákærðir fyrir Héraðs- dómi Reykjaness fyrir smygl hing- að til lands á tæplega fjórum kíló- um af 4-flúoróamfetamíni. Efnið er afleiða amfetamíns. Mennirnir voru báðir sýknaðir, meðal annars vegna þess að efnið var á þeim tíma sem það var flutt inn ekki bannað í reglugerð um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Ekki þótti einu sinni unnt að sakfella fyrir tilraun til brots. Efnið er komið á bannlista. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. jss@frettabladid.is Flutti inn hálft kíló af kattahlandskóki Lettneskur maður var gripinn með hálft kíló af methedrone, fíkniefni náskyldu amfetamíni, og úrskurðaður í einnar viku varðhald. Lyktarinnar vegna er efnið gjarnan kallað „kattahlandskók“. Það var ekki gert ólöglegt fyrr en í október. AMFETAMÍN Efnið er náskylt amfetamíni en hefur lítið sem ekkert sést hér á landi. Lögregla telur að það litla sem sést hafi af efninu hér hafi gengið undir heitinu „kattahlandskók.“ Sú nafngift er tilkomin vegna þess að efnið lyktar eins og katta- hland. LÖGREGLUMÁL Að undanförnu hefur verið brotist inn í ellefu heimahús í Hafnarfirði og Garðabæ. Flest innbrotin hafa átt sér stað að degi til en fáein að kvöldlagi. Skartgripir eru meðal þess sem innbrotsþjófarn- ir hafa haft á brott með sér en líklegt verður að teljast að málin tengist. Lögregla ítrekar þau tilmæli að fólk láti hana vita um grunsam legar mannaferðir og að það skrifi hjá sér bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. Upplýs- ingum af þessu tagi má koma á framfæri í síma 444-1000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is. -jss Innbrotafaraldur í Hafnarfirði: Brotist inn í ell- efu heimahús BANDARÍKIN Könnunarhnötturinn Voyager 1, sem skotið var á loft árið 1977, er nú kominn sautján milljarða kílómetra frá jörðu. Ekkert geimfar hefur náð slíkri fjarlægð frá jörðinni. Vart hefur orðið við breytingar á flæði geimagna kringum Voyager, sem gefa til kynna að könnunar- hnötturinn sé að nálgast endi- mörk sólkerfisins. Edward Stone, forstöðumaður Voyager-verkefnisins, segir það hafa skilað fjölda merkra upp- götvana. „Árið 1977 vissi enginn einu sinni hvort geimfar gæti enst svo lengi. Innan fimm ára ætti Voyager hins vegar að vera kominn út fyrir sólkerfið.“ - mt Merkur áfangi Voyager 1: Við endimörk sólkerfisins MENNTUN Sameiningarviðræðum Háskólans á Bifröst og Háskól- ans í Reykjavík hefur verið hætt. Þetta var ákveðið á stjórnar- fundi í Háskólanum í Bifröst í gær. Stjórnin ákvað að halda rekstrinum áfram á Bifröst. Viðræður skólanna voru langt á veg komnar í nóvember og hafði verið rætt um að færa kennslu frá Bifröst til Reykja- víkur. Hlé var gert á viðræðun- um þegar rektor Háskólans á Bifröst lýsti yfir óánægju með þær. - þeb Stjórn Bifrastar fundaði í gær: Háskólar sameinast ekki SAMKEPPNISMÁL Hagar og sex kjöt- vinnslufyrirtæki munu greiða 405 milljónir króna í sektir fyrir brot á samkeppnislögum. Fyrirtækin viðurkenndu að hafa gerst sek um samkeppn- ishamlandi samvinnu með tví- hliða samningum eða samstillt- um aðgerðum við verðlagningu á kjöti og kjötvörum í smásölu. Vörurnar voru verðmerktar sér- staklega fyrir Haga. Samkeppnis- eftirlitið hefur samið um sektirn- ar við fyrirtækin. Hagar munu greiða 270 milljónir króna, eins og áður hefur verið greint frá. SS og Reykjagarður greiða samtals 45 milljónir króna, Kjötafurða- stöð Kaupfélags Skagfirðinga 40 milljónir, Norðlenska 30 milljónir og Kjarnafæði 20 milljónir. Í nóv- ember var gerð sátt vegna Kjöt- bankans, en fyrirtækið er gjald- þrota og verður því ekki hægt að sekta það. Viðræður við fyrirtækin Síld og fisk og Matfugl skiluðu ekki niðurstöðu og er þáttur þeirra enn til rannsóknar. - þeb Samkeppniseftirlitið hefur gert sátt við Haga og sex kjötvinnslufyrirtæki: Borga 405 milljónir í sektir ÚR BÓNUS Fyrirtækjunum er gert að greiða sektir vegna brota á samkeppnis- lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Umboðsmaður skuldara mun opna útibú í Reykjanesbæ á morgun. Fordæmalausar aðstæður á Reykjanesskaga urðu til þess að ákveðið var að opna útibú þar, segir í tilkynningu frá embætt- inu. Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir og fá þeir aðsetur í hús- næði sýslumannsins í Keflavík. Báðir starfsmennirnir eru frá Suðurnesjum. Umboðsmaður skuldara segist vona að embættið muni eiga gott samstarf við aðila á Suðurnesj- um við að aðstoða fólk í skulda- vanda. - þeb Umboðsmaður skuldara: Opnar útibú í Reykjanesbæ WIKILEAKS Blaðamaðurinn John Pilger og kvikmynda- gerðarmennirnir Michael Moore, Ken Loach og Tariq Ali eru meðal þeirra sem lögðu í gær fram tryggingarfé svo leysa mætti Julian Assange, stofn- anda Wikileaks, úr fangelsi í London. Samtals voru lagðar fram 43 milljónir króna, en dómstóllinn krefst 36 milljóna króna. Saksóknari í Svíþjóð, sem vill fá Assange fram- seldan, ákvað hins vegar að áfrýja ákvörðun breska dómstólsins um að Assange yrði látinn laus gegn trygginu. Assange verður því áfram í fangelsinu meðan áfrýjunin er til meðferðar, sem væntanlega tekur tvo sólarhringa. Fjölmargir stuðningsmenn Assange mættu í rétt- arsalinn í gær, þar á meðal móðir hans, Christine Assange, sem var komin til Bretlands frá Ástralíu og þakkaði viðstöddum stuðninginn. Assange hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum í Svíþjóð. Ákæra hefur þó ekki verið lögð fram, heldur vill saksóknari fá hann til yfirheyrslu svo unnt verði að taka afstöðu til þess hvort hann verði ákærður. Ekki nægir samt að sak- sóknari vilji ákæra, því hann þarf að leggja málið fyrir ákærukviðdóm sem tekur ákvörðunina. Í Bretlandi verður framsalsmálið þó ekki tekið fyrir næst fyrr en 11. janúar. - gb Þekktir kvikmyndagerðarmenn og blaðamenn reyna að fá Assange lausan: Lausn gegn tryggingu áfrýjað JULIAN ASSANGE Á leið fyrir dómara í gær í lögreglubifreið. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Hjálparhundar verða undanþegnir takmörkunum um hundahald, samkvæmt frum- varpi Guðbjarts Hannessonar félagsmálaráð- herra. Í lögum um fjöleignarhús er kveðið á um að samþykki allra íbúa þurfi fyrir hundahaldi. Breytingin er lögð til í kjölfar máls sem upp kom fyrr á árinu. Blindri konu í fjölbýli á Akranesi var meinað að halda leiðsögu- hund. Í greinargerð frumvarpsins segir að með því sé slegin skjald- borg um leiðsögu- og hjálpar- hunda, fortakslaust neitunarvald annarra afnumið og réttur fatlaðs fólks settur í forgang. - bþs Lög um fjöleignarhús: Í lagi að halda hjálparhunda GUÐBJARTUR HANNESSON Chavez vill aukin völd Hugo Chavez, forseti Venesúela, fer fram á að þing landsins veiti honum aukin völd til eins árs, meðan landið er að ná sér eftir mikil flóð og aur- skriður. Chavez hefur stuðning mikinn meirihluta þingsins, en í næstu viku tekur við nýtt þing sem er ekki jafn hliðhollt honum. VENESÚELA SPURNING DAGSINS ®
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.